Grafreitir fyrir alla Ingvar Stefánsson skrifar 3. febrúar 2023 08:01 Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum. Nú er svo komið að við erum reglulega minnt á að hinn stöðugi hægfara vöxtur fólks og hagkerfis er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Gott dæmi um þetta eru mannfjöldaspár Íslendinga sem flestar hefur þurft að endurskoða. Staðan er að okkur er að fjölga til muna, það flytja fleiri til landsins en frá því og það fæðast mun fleiri en deyja. Við hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur höfum orðið vör við og búum okkur undir þessa þróun því staðreyndin er sú að þeim sem deyja fjölgar líka. Er nægt pláss fyrir allt þetta fólk? Miðað við mannfjöldaspár má gera ráð fyrir að fjöldi andláta og þar með útfara eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 til 30 árum. Á síðasta ári létust 2.749 manns samkvæmt þjóðskrá. Nú er svo komið að nánast öllu plássi í Hólavallagarði við Suðurgötu og Fossvogsgarði hefur verið ráðstafað. Samhliða hefur þeim sem kjósa líkbrennslu í stað hefðbundinnar greftrunar fjölgað til muna. Þannig hefur bálförum fjölgað úr því að vera 6,7% allra útfara á Íslandi árið 2001 í 40,3% árið 2021 og ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins er hlutfallið yfir 55%. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram sem þýðir að þau svæði sem tekin eru undir grafreiti munu nýtast mun lengur því flatarmál hefðbundins kistuleiðis er 3 fermetrar en flatarmál grafstæðis duftkera 0,56 fermetrar. Auka má nýtni gömlu garðanna Auk sérstakra duftreita sem útbúnir hafa verið undanfarin ár er einnig heimilt að jarðsetja duftker í eldri leiði að fengnu samþykki umráðamanna viðkomandi leiðis. Þannig má jarðsetja allt að sex duftker í hvert leiði þar sem ein kista er fyrir. Þetta hafa mjög margir kosið að gera og það hefur stuðlað að því að nýjar kynslóðir halda áfram að koma í gömlu garðana sem þannig halda áfram að vera kyrrlátir en um leið „lifandi“ vettvangur þar sem fólk kemur til að minnast látinna ástvina og njóta útivistar í gróðursælu og fögru umhverfi. Með þessu móti er hægt að jarðsetja tugi þúsunda í gömlu garðana í nánustu framtíð. Með þessu móti geta fjölskyldur jafnvel sett upp við fjölskyldugrafreiti ofan í grafir forfeðra. Öll trú – og lífsskoðunarfélög eiga rétt Um þessar mundir vinnum við sem störfum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að nýrri stefnumótun fyrir fyrirtækið. Ljóst er að ákveðnar breytingar munu eiga sér stað. Aukin áhersla er á umhverfismál og fleiri valmöguleika við jarðsetningu. Sjálfur tel ég að það þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk fyrirtækisins í ljósi breyttra aðstæðna í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar verði lögð áhersla á að opna garðana í sátt við aðstandendur og nágranna og koma enn frekar til móts við ólík lífsskoðunar- og trúfélög því garðarnir eiga vera fyrir alla landsmenn óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum. Nú er svo komið að við erum reglulega minnt á að hinn stöðugi hægfara vöxtur fólks og hagkerfis er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Gott dæmi um þetta eru mannfjöldaspár Íslendinga sem flestar hefur þurft að endurskoða. Staðan er að okkur er að fjölga til muna, það flytja fleiri til landsins en frá því og það fæðast mun fleiri en deyja. Við hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur höfum orðið vör við og búum okkur undir þessa þróun því staðreyndin er sú að þeim sem deyja fjölgar líka. Er nægt pláss fyrir allt þetta fólk? Miðað við mannfjöldaspár má gera ráð fyrir að fjöldi andláta og þar með útfara eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 til 30 árum. Á síðasta ári létust 2.749 manns samkvæmt þjóðskrá. Nú er svo komið að nánast öllu plássi í Hólavallagarði við Suðurgötu og Fossvogsgarði hefur verið ráðstafað. Samhliða hefur þeim sem kjósa líkbrennslu í stað hefðbundinnar greftrunar fjölgað til muna. Þannig hefur bálförum fjölgað úr því að vera 6,7% allra útfara á Íslandi árið 2001 í 40,3% árið 2021 og ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins er hlutfallið yfir 55%. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram sem þýðir að þau svæði sem tekin eru undir grafreiti munu nýtast mun lengur því flatarmál hefðbundins kistuleiðis er 3 fermetrar en flatarmál grafstæðis duftkera 0,56 fermetrar. Auka má nýtni gömlu garðanna Auk sérstakra duftreita sem útbúnir hafa verið undanfarin ár er einnig heimilt að jarðsetja duftker í eldri leiði að fengnu samþykki umráðamanna viðkomandi leiðis. Þannig má jarðsetja allt að sex duftker í hvert leiði þar sem ein kista er fyrir. Þetta hafa mjög margir kosið að gera og það hefur stuðlað að því að nýjar kynslóðir halda áfram að koma í gömlu garðana sem þannig halda áfram að vera kyrrlátir en um leið „lifandi“ vettvangur þar sem fólk kemur til að minnast látinna ástvina og njóta útivistar í gróðursælu og fögru umhverfi. Með þessu móti er hægt að jarðsetja tugi þúsunda í gömlu garðana í nánustu framtíð. Með þessu móti geta fjölskyldur jafnvel sett upp við fjölskyldugrafreiti ofan í grafir forfeðra. Öll trú – og lífsskoðunarfélög eiga rétt Um þessar mundir vinnum við sem störfum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að nýrri stefnumótun fyrir fyrirtækið. Ljóst er að ákveðnar breytingar munu eiga sér stað. Aukin áhersla er á umhverfismál og fleiri valmöguleika við jarðsetningu. Sjálfur tel ég að það þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk fyrirtækisins í ljósi breyttra aðstæðna í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar verði lögð áhersla á að opna garðana í sátt við aðstandendur og nágranna og koma enn frekar til móts við ólík lífsskoðunar- og trúfélög því garðarnir eiga vera fyrir alla landsmenn óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun