Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Flugvöllurinn er í um 50 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni en þaðan liggja allar leiðir um landið. Það er auðvitað hverjum frjálst að taka rútur ferðaþjónustufyrirtækjanna, leigubíla eða greiða fyrir eigin bíl í langtímastæði. Samt er það grundvallarmál að í boði séu almenningssamgöngur sem virka til og frá mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins og höfuðborgarinnar. Það er jafnræðismál ekki síður en öryggisatriði. Það geta ekki allar fjölskyldur séð af bílnum meðan einn fer til útlanda, það eiga ekki allir bíla og það treysta sér ekki allir til að keyra til Keflavíkur um miðja vetur. Merki um þróað nútímasamfélag Gestir frá nágrannalöndum eru sömuleiðis vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum alþenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Hér á einfaldlega að vera hægt að komast út á flugvöll á öruggan, sjálfbæran, hagkvæman og greiðan hátt. Spurningar mínar til ráðherra lúta að ýmsum þáttum sem koma þessu við. Ég held við eigum að velta þeim upp, skoða hvað kemur í veg fyrir að þetta kerfi virki, og laga þetta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Keflavíkurflugvöllur Strætó Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Flugvöllurinn er í um 50 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni en þaðan liggja allar leiðir um landið. Það er auðvitað hverjum frjálst að taka rútur ferðaþjónustufyrirtækjanna, leigubíla eða greiða fyrir eigin bíl í langtímastæði. Samt er það grundvallarmál að í boði séu almenningssamgöngur sem virka til og frá mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins og höfuðborgarinnar. Það er jafnræðismál ekki síður en öryggisatriði. Það geta ekki allar fjölskyldur séð af bílnum meðan einn fer til útlanda, það eiga ekki allir bíla og það treysta sér ekki allir til að keyra til Keflavíkur um miðja vetur. Merki um þróað nútímasamfélag Gestir frá nágrannalöndum eru sömuleiðis vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum alþenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Hér á einfaldlega að vera hægt að komast út á flugvöll á öruggan, sjálfbæran, hagkvæman og greiðan hátt. Spurningar mínar til ráðherra lúta að ýmsum þáttum sem koma þessu við. Ég held við eigum að velta þeim upp, skoða hvað kemur í veg fyrir að þetta kerfi virki, og laga þetta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun