Aðallega fyrir andlegu hliðina að koma aftur og vera með Siggeir F. Ævarsson skrifar 1. febrúar 2023 23:16 Embla Kristínardóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021. Aðeins sjö mánuðum eftir að yngri dóttir hennar kom í heiminn er Embla kominn á fullt með Valskonum, og því lá beinast við að spyrja hana hvernig henni liði. „Mér líður bara vel. Gott að vera að spila aftur, mjög gaman, og gott fyrir andlegu hliðina líka. En þetta var bara geggjaður liðssigur og gaman að vera í Val.“ Embla gat þó ekki tekið undir þá fullyrðingu blaðamanns að hún væri hratt og örugglega að komast í sitt gamla form. „Nei alls ekki, augljóslega ekki sko.“ – sagði Embla og hló við, greinilega skemmt yfir bjartsýni blaðamanns. „En það er bara eitthvað sem kemur. Ég reyni bara að spila á minni reynslu, skjóta opnum skotum, koma með einhverja baráttu og taka fráköst. Ég er alls ekki að spila eins og í mínu gamla formi en það kemur bara og það er ekkert sem ég er að stressa mig á. Þetta er aðallega fyrir andlegu hliðina, koma aftur og vera með. Vera partur af liði. Og komast útúr húsi!“ Embla kom eins og áður sagði með mikinn kraft og baráttuanda inn í leik Vals í kvöld. Hún kom með margt inn í leikinn sem sést ekki endilega á tölfræðiskýrslunni og virtist hreinlega kveikja í liðsfélögum sínum þegar leikurinn var í járnum. Hún uppskar tvær villur í röð á örstuttum kafla og var ansi ósátt við aðra þeirra. Það var því ekki úr vegi að spyrja Emblu hvort Ísak Kristinsson hefði mögulega splæst tæknivillu á þessi viðbrögð? „Eflaust Simmi já líka.“ – sagði Embla hlæjandi. „Þetta er bara leikurinn, hiti og leikmenn þurfa að fá að pústa líka.“ En þetta er samt eitthvað sem er ómissandi partur af leiknum, stundum þarf bara einhvern til að sýna smá tilfinningar og koma hlutnum á hreyfingu? „Algjörlega, og við erum með fullt lið og fullt af leikmönnum þar sem hver og einn er með sitt hlutverk og þetta er bara hlutverkið mitt núna. Að koma og gösslast aðeins inná. Fá nokkrar villur og kannski æsa aðeins upp í leikmönnum.“ Nú eru Valskonur komnar með 10 sigra í röð í deildinni. Er Embla ekki bara nokkuð bjartsýn á framhaldið? „Jú en við erum bara að hugsa um einn leik í einu, ekkert endilega að hugsa um þessa tíu leiki í röð. Næsti leikur er bara næsti leikur. Sigur í kvöld og við ætlum bara að halda áfram, einn sigur í einu.“ Framundan er landsleikjapása. Tekur Embla henni fagnandi á þessum tímapunkti? „Kærkomin hvíld fyrir mig! Fínt að fá að æfa örlítið meira, hlaupa aðeins og komast betur inn í liðskerfin. Kærkomið held ég.“ UMF Grindavík Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Sjá meira
Aðeins sjö mánuðum eftir að yngri dóttir hennar kom í heiminn er Embla kominn á fullt með Valskonum, og því lá beinast við að spyrja hana hvernig henni liði. „Mér líður bara vel. Gott að vera að spila aftur, mjög gaman, og gott fyrir andlegu hliðina líka. En þetta var bara geggjaður liðssigur og gaman að vera í Val.“ Embla gat þó ekki tekið undir þá fullyrðingu blaðamanns að hún væri hratt og örugglega að komast í sitt gamla form. „Nei alls ekki, augljóslega ekki sko.“ – sagði Embla og hló við, greinilega skemmt yfir bjartsýni blaðamanns. „En það er bara eitthvað sem kemur. Ég reyni bara að spila á minni reynslu, skjóta opnum skotum, koma með einhverja baráttu og taka fráköst. Ég er alls ekki að spila eins og í mínu gamla formi en það kemur bara og það er ekkert sem ég er að stressa mig á. Þetta er aðallega fyrir andlegu hliðina, koma aftur og vera með. Vera partur af liði. Og komast útúr húsi!“ Embla kom eins og áður sagði með mikinn kraft og baráttuanda inn í leik Vals í kvöld. Hún kom með margt inn í leikinn sem sést ekki endilega á tölfræðiskýrslunni og virtist hreinlega kveikja í liðsfélögum sínum þegar leikurinn var í járnum. Hún uppskar tvær villur í röð á örstuttum kafla og var ansi ósátt við aðra þeirra. Það var því ekki úr vegi að spyrja Emblu hvort Ísak Kristinsson hefði mögulega splæst tæknivillu á þessi viðbrögð? „Eflaust Simmi já líka.“ – sagði Embla hlæjandi. „Þetta er bara leikurinn, hiti og leikmenn þurfa að fá að pústa líka.“ En þetta er samt eitthvað sem er ómissandi partur af leiknum, stundum þarf bara einhvern til að sýna smá tilfinningar og koma hlutnum á hreyfingu? „Algjörlega, og við erum með fullt lið og fullt af leikmönnum þar sem hver og einn er með sitt hlutverk og þetta er bara hlutverkið mitt núna. Að koma og gösslast aðeins inná. Fá nokkrar villur og kannski æsa aðeins upp í leikmönnum.“ Nú eru Valskonur komnar með 10 sigra í röð í deildinni. Er Embla ekki bara nokkuð bjartsýn á framhaldið? „Jú en við erum bara að hugsa um einn leik í einu, ekkert endilega að hugsa um þessa tíu leiki í röð. Næsti leikur er bara næsti leikur. Sigur í kvöld og við ætlum bara að halda áfram, einn sigur í einu.“ Framundan er landsleikjapása. Tekur Embla henni fagnandi á þessum tímapunkti? „Kærkomin hvíld fyrir mig! Fínt að fá að æfa örlítið meira, hlaupa aðeins og komast betur inn í liðskerfin. Kærkomið held ég.“
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Sjá meira