Orsök bilunarinnar óljós og tímafrek viðgerð fram undan Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. febrúar 2023 14:34 Landsnet vinnur nú í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld og almannavarnir í Vestmannaeyjum. Viðbragðsáætlanir hafa verið virkjaðar og undirbúningur fyrir viðgerð er hafinn. Vísir/Vilhelm Bilunin á Vestmannaeyjastreng 3 sem kom upp í vikunni reyndist ekki vera á landi eins of fyrst var talið heldur á sjó. Landsnet segir umfangsmikla, flókna og tímafreka viðgerð fram undan. Ekki liggur fyrir hvað olli biluninni en fyrir viðgerðina þarf að kalla inn sérhæft viðgerðarskip og sérfræðinga til landins. Strengurinn var tekinn úr rekstri á áttunda tímanum síðasta mánudagskvöld en fyrstu greiningar bentu til að bilun væri í tengimúffu í landi nokkrum kílómetrum frá Rimakoti. Eftir bilanagreiningu hefur nú komið í ljós að bilunin hafi verið í sjó, um einum kílómetra frá Landeyjarsandi. „Ljóst er að fram undan er umfangsmikil, flókin og tímafrek viðgerð,“ segir í tilkynningu frá Landsneti í dag. Vestmannaeyjastrengur 1 var tekinn í rekstur í kjölfar bilunarinnar og verður hann áfram keyrður ásamt varaafli meðan á viðgerð stendur. Þá mun Landsnet flytja auka varaaflsvélar til Vestmannaeyja til að tryggja rafmagn ef eitthvað skyldi koma upp á. „Unnið er í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld og almannavarnir í Vestmannaeyjum og höfum við nú þegar virkjað viðbragðsáætlanir og undirbúningur fyrir viðgerð er hafinn. Ekki er vitað á þessu stigi hvað olli því að strengurinn bilaði né hvað viðgerðin mun taka langan tíma,“ segir í tilkynningunni. Líkt og áður segir er þó viðbúið að viðgerðin verði tímafrek en kalla þarf út sérhæft viðgerðarskip fyrir viðgerð sem þessa og fá sérfræðinga til landsins. Veðurskilyrði þurfa þá að vera hagstæð. Strengurinn var upprunalega lagður árið 2013, framleiddur í verksmiðju í Svíþjóð og prófaður samkvæmt stífustu kröfum að framleiðslu lokinni í verksmiðju, að því er segir í tilkynningunni. Vestmannaeyjar Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. 31. janúar 2023 11:56 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Strengurinn var tekinn úr rekstri á áttunda tímanum síðasta mánudagskvöld en fyrstu greiningar bentu til að bilun væri í tengimúffu í landi nokkrum kílómetrum frá Rimakoti. Eftir bilanagreiningu hefur nú komið í ljós að bilunin hafi verið í sjó, um einum kílómetra frá Landeyjarsandi. „Ljóst er að fram undan er umfangsmikil, flókin og tímafrek viðgerð,“ segir í tilkynningu frá Landsneti í dag. Vestmannaeyjastrengur 1 var tekinn í rekstur í kjölfar bilunarinnar og verður hann áfram keyrður ásamt varaafli meðan á viðgerð stendur. Þá mun Landsnet flytja auka varaaflsvélar til Vestmannaeyja til að tryggja rafmagn ef eitthvað skyldi koma upp á. „Unnið er í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld og almannavarnir í Vestmannaeyjum og höfum við nú þegar virkjað viðbragðsáætlanir og undirbúningur fyrir viðgerð er hafinn. Ekki er vitað á þessu stigi hvað olli því að strengurinn bilaði né hvað viðgerðin mun taka langan tíma,“ segir í tilkynningunni. Líkt og áður segir er þó viðbúið að viðgerðin verði tímafrek en kalla þarf út sérhæft viðgerðarskip fyrir viðgerð sem þessa og fá sérfræðinga til landsins. Veðurskilyrði þurfa þá að vera hagstæð. Strengurinn var upprunalega lagður árið 2013, framleiddur í verksmiðju í Svíþjóð og prófaður samkvæmt stífustu kröfum að framleiðslu lokinni í verksmiðju, að því er segir í tilkynningunni.
Vestmannaeyjar Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. 31. janúar 2023 11:56 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. 31. janúar 2023 11:56