Frá þessu greinir Ozzy sjálfur á Twitter-síðu sinni. Þessi fyrrverandi söngvari Black Sabbath segir ákvörðunina vera mjög erfiða en þar sem hann er enn að jafna sig eftir að hafa slasast á hryggjarsúlunni við fall fyrir fjórum árum síðan.
This is probably one of the hardest things I ve ever had to share with my loyal fans pic.twitter.com/aXGw3fjImo
— Ozzy Osbourne (@OzzyOsbourne) February 1, 2023
Hann segir rödd sína vera í fínu lagi og en eftir þrjár aðgerðir, stofnfrumumeðferðir og fjölda klukkutíma hjá sjúkraþjálfara sé líkaminn hans búinn á því. Því þarf hann að hætta að túra, að minnsta kosti í bili.
„Aldrei hefði ég trúað því að tónleikaferðalagatímabil lífs míns myndu enda svona. Teymið mitt er að vinna í því að finna leiðir fyrir mig að stíga á svið án þess að ferðast á milli borga og landa,“ segir í tilkynningu Ozzy.