Heldur Óskarstilnefningu þrátt fyrir óeðlileg afskipti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:29 Riseborough heldur tilnefningunni þrátt fyrir allt. Getty/Alberto E. Rodriguez Breska leikkonan Andrea Riseborough fær að halda tilnefningu sinni til Óskarsverðlauna þrátt fyrir að vísbendingar séu uppi um óeðlileg afskipti af tilnefningarferlinu. Riseborough er tilnefnd til verðlauna fyrir Besta leik í aðalhlutverki fyrir mynd sem vakti litla athygli þegar hún kom út. Það vakti mikla furðu þegar nafn Riseborough var lesið upp við kynningu á tilnefningum til Óskarsverðlauna Bestu leikkonu í aðalhlutverki fyrr í þessum mánuði. Riseborough var tilnefnd fyrir leik í kvikmyndinni To Leslie. Myndin var ódýr í framleiðslu og halaði aðeins inn 27 þúsund Bandaríkjadölum við útgáfu. Athugasemdir bárust úr ýmsum áttum vegna tilnefningarinnar. Í frétt Los Angeles Times voru líkur leiddar að því að Michael Morris, leikstjóri myndarinnar, og eiginkona hans Mary McCormack hafi haft samband við vini sína í Hollywood og beðið þá um að hrósa frammistöðu Riseborough á samfélagsmiðlum. Theron, Paltrow og Cox lofsömuðu Riseborough Í grein LA Times var meðal annars vísað til þess að fjöldi stjarna hafi á svipuðum tíma lofsamað To Leslie á samfélagsmiðlum og færslur þeirra um myndina hafi margar verið orðaðar á svipaðan hátt. Charlize Theron hafi hins vegar verið fyrst til að stökkva á Riseborough vagninn. Í nóvembermánuði hafi hún blásið til sérstakrar sýningarveislu fyrir myndina. Þegar hún hafi kynnt hana fyrir gestum hafi hún sagt: „Þetta er svona mynd sem þú getur ekki gleymt. Hún situr föst í þér.“ Stuttu eftir sýningu Theron hafi bæði Edward Norton og Jennifer Aniston boðið fólki heim til að horfa á myndina. Í byrjun janúar hafi Gwyneth Paltrow boðið heim og sýnt myndina. Courtney Cox fylgdi fast á hæla hennar og Rosanna Arquette. Kate Winslet fór að tala um frammistöðu Riseborough í To Lesli í viðtölum sem hún fór í fyrir myndina Lee, sem kemur út á næstunni og Winslet og Riseborough leika báðar í. Amy Adams fór svo að lofsama myndina á meðan akademían var að senda inn tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Og enn fleiri fylgdu eftir: Susan Sarandon, Helen Hunt, Melanie Lynskey, Mira Sorvino, Minnie Driver og fleiri og fleiri. Meira að segja Cate Blanchet, sem er tilnefnd til sömu verðlauna og Riseborough lofsamaði þá síðarnefndu á meðan hún tók við verðlaunum á hátíðarkvöldveðri Los Angeles Film Critics. Segja rasisma að baki tilnefningunni Eftir að hafa tekið á móti fjölda kvartana fór Akademían á stúfana. Niðurstaðan, sem hefur nú verið kynnt, er sú að tilnefningarherferðin fyrir Riseborough hafi verið undarleg. Jafnvel vafasöm. En Riseborough heldur tilnefningunni. „Akademían hefur komist að þeirri niðurstöðu að tilnefningarherferðin hafi ekki verið þess eðlis að draga eigi tilnefninguna til baka. Hinsvegar var ráðist í herferð á samfélagsmiðlum og til að ná til fólks sem er áhyggjuefni. Akademían mun ræða við þá aðila sem beittu þessari taktík,“ segir í yfirlýsingu sem Akademían birti í dag. Akademían og Hollywood hefur síðan Riseborough var tilnefnd verið sökuð um rasisma. Mál Riseborough er að margra mati gott dæmi um að Hollywood beiti sér fyrir því að hvítar konur fái tilnefningu, þrátt fyrir að leikurinn hafi vakið litla athygli, til þess að koma í veg fyrir að konur, sem eru ekki hvítar, fái þann heiður. Meðal þeirra sem vöktu máls á því á Instagram, er leikstjórinn Chinonye Chukwu. Hún leikstýrði kvikmyndinni Till, sem er byggð á sönnum atburðum. Myndin fjallar um sögu Mamie Till-Mobley, móður Emmetts Till, sem var aðeins fjórtán ára gamall þegar hann var hrottalega myrtur af hvítum nágrönnum sínum. View this post on Instagram A post shared by Chinonye Chukwu (@chinonyechukwu) Danielle Deadwyler, sem fer með hlutverk Till-Mobley, var orðuð við Óskartilnefningu fyrir leik sinn í myndinni en fékk ekki tilnefningu. Þá var Viola Davis, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Woman King einnig orðuð við tilnefningu en fékk hana ekki. Báðar hafa verið tilnefndar á öðrum verðlaunahátíðum fyrir hlutverkin undanfarinn mánuð. Fjórar hvítar leikkonur eru tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki: Cate Blanchet fyrir Tár, Ana de Armas fyrir Blonde, Michelle Williams fyrir The Fabelmans og svo Riseborough. Michelle Yeoh er sú eina á listanum sem er ekki hvít en hún er tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni Everything Everywhere All at Once. Angela Bassett er eina þeldökka konan sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. Hollywood Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það vakti mikla furðu þegar nafn Riseborough var lesið upp við kynningu á tilnefningum til Óskarsverðlauna Bestu leikkonu í aðalhlutverki fyrr í þessum mánuði. Riseborough var tilnefnd fyrir leik í kvikmyndinni To Leslie. Myndin var ódýr í framleiðslu og halaði aðeins inn 27 þúsund Bandaríkjadölum við útgáfu. Athugasemdir bárust úr ýmsum áttum vegna tilnefningarinnar. Í frétt Los Angeles Times voru líkur leiddar að því að Michael Morris, leikstjóri myndarinnar, og eiginkona hans Mary McCormack hafi haft samband við vini sína í Hollywood og beðið þá um að hrósa frammistöðu Riseborough á samfélagsmiðlum. Theron, Paltrow og Cox lofsömuðu Riseborough Í grein LA Times var meðal annars vísað til þess að fjöldi stjarna hafi á svipuðum tíma lofsamað To Leslie á samfélagsmiðlum og færslur þeirra um myndina hafi margar verið orðaðar á svipaðan hátt. Charlize Theron hafi hins vegar verið fyrst til að stökkva á Riseborough vagninn. Í nóvembermánuði hafi hún blásið til sérstakrar sýningarveislu fyrir myndina. Þegar hún hafi kynnt hana fyrir gestum hafi hún sagt: „Þetta er svona mynd sem þú getur ekki gleymt. Hún situr föst í þér.“ Stuttu eftir sýningu Theron hafi bæði Edward Norton og Jennifer Aniston boðið fólki heim til að horfa á myndina. Í byrjun janúar hafi Gwyneth Paltrow boðið heim og sýnt myndina. Courtney Cox fylgdi fast á hæla hennar og Rosanna Arquette. Kate Winslet fór að tala um frammistöðu Riseborough í To Lesli í viðtölum sem hún fór í fyrir myndina Lee, sem kemur út á næstunni og Winslet og Riseborough leika báðar í. Amy Adams fór svo að lofsama myndina á meðan akademían var að senda inn tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Og enn fleiri fylgdu eftir: Susan Sarandon, Helen Hunt, Melanie Lynskey, Mira Sorvino, Minnie Driver og fleiri og fleiri. Meira að segja Cate Blanchet, sem er tilnefnd til sömu verðlauna og Riseborough lofsamaði þá síðarnefndu á meðan hún tók við verðlaunum á hátíðarkvöldveðri Los Angeles Film Critics. Segja rasisma að baki tilnefningunni Eftir að hafa tekið á móti fjölda kvartana fór Akademían á stúfana. Niðurstaðan, sem hefur nú verið kynnt, er sú að tilnefningarherferðin fyrir Riseborough hafi verið undarleg. Jafnvel vafasöm. En Riseborough heldur tilnefningunni. „Akademían hefur komist að þeirri niðurstöðu að tilnefningarherferðin hafi ekki verið þess eðlis að draga eigi tilnefninguna til baka. Hinsvegar var ráðist í herferð á samfélagsmiðlum og til að ná til fólks sem er áhyggjuefni. Akademían mun ræða við þá aðila sem beittu þessari taktík,“ segir í yfirlýsingu sem Akademían birti í dag. Akademían og Hollywood hefur síðan Riseborough var tilnefnd verið sökuð um rasisma. Mál Riseborough er að margra mati gott dæmi um að Hollywood beiti sér fyrir því að hvítar konur fái tilnefningu, þrátt fyrir að leikurinn hafi vakið litla athygli, til þess að koma í veg fyrir að konur, sem eru ekki hvítar, fái þann heiður. Meðal þeirra sem vöktu máls á því á Instagram, er leikstjórinn Chinonye Chukwu. Hún leikstýrði kvikmyndinni Till, sem er byggð á sönnum atburðum. Myndin fjallar um sögu Mamie Till-Mobley, móður Emmetts Till, sem var aðeins fjórtán ára gamall þegar hann var hrottalega myrtur af hvítum nágrönnum sínum. View this post on Instagram A post shared by Chinonye Chukwu (@chinonyechukwu) Danielle Deadwyler, sem fer með hlutverk Till-Mobley, var orðuð við Óskartilnefningu fyrir leik sinn í myndinni en fékk ekki tilnefningu. Þá var Viola Davis, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Woman King einnig orðuð við tilnefningu en fékk hana ekki. Báðar hafa verið tilnefndar á öðrum verðlaunahátíðum fyrir hlutverkin undanfarinn mánuð. Fjórar hvítar leikkonur eru tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki: Cate Blanchet fyrir Tár, Ana de Armas fyrir Blonde, Michelle Williams fyrir The Fabelmans og svo Riseborough. Michelle Yeoh er sú eina á listanum sem er ekki hvít en hún er tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni Everything Everywhere All at Once. Angela Bassett er eina þeldökka konan sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár.
Hollywood Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira