Hugleiðing um síðustu fötin og hvernig við tölum um dauðann við börn Thelma Hafþórsdóttir Byrd skrifar 31. janúar 2023 17:01 Dauðinn er stórt orð; sterkt og gildishlaðið, jafnvel óhugnanlegt. Þrátt fyrir að dauðinn geti falið í sér ákveðna líkn þá tengjum við hann eðlilega við eitthvað sem er sárt. Orð eins og missir, sorg, vanlíðan og e.t.v. áhyggjur eru orð sem koma strax upp í huga mér. Dauðinn er hins vegar óumflýjanlegur eða eins og einhver sagði, það eina sem við vitum með vissu er að við deyjum öll. Samt er dauðinn umvafinn talsverðri dulúð. Umræðan um dauðann á ekki að vera hispurslaus að mínu mati. Það þarf að tala um hann af virðingu því að dauðinn felur í sér líf og líf sem slokknar og getur haft áhrif á svo marga. Hann getur gjörbreytt lífi þeirra sem eftir standa. En við þurfum að tala um hann. Það er mín reynsla að sú umræða á sér alla jafna stað fyrir luktum dyrum og jafnvel einungis þegar þess nauðsynlega þarf, eða hvað? Ég held að það sé t.d. sjaldnast talað um dauðann við eða í kringum börn án þess að það sé nauðsynlegt. Það er hins vegar mín upplifun líka að börn heyra og vita einhvern veginn miklu meira en við gefum okkur. Við eigum það til að forðast að svara spurningum sem við vitum ekki almennilega hvernig á að svara og sumir vilja meina að þegar börn fá ekki svör við einhverju þá fylla þau upp í eyðurnar sjálf, oft með upplýsingum sem valda þeim meiri vanlíðan en þörf er á. Þegar ég hef hins vegar þurft að eiga krefjandi samtal við barn þá er það venjulega ekki eins erfitt og ég var sjálf búin að undirbúa mig fyrir. Ég held að það sé vegna þess að fullvissa er oft betri en óvissan og því getur hún gefið börnunum ákveðna ró. Á mínu heimili reynum við að tala sem mest saman, þótt það geti stundum verið óþægilegt. Ég hef áður fengið ráðgjöf um að taka frekar samtalið heldur en að sleppa því og að sjálfsögðu með aldur og þroska barns til hliðsjónar. Mér var leiðbeint um að sleppa frekar þáttum eða stigbreyta þeim og smækka fremur en að breyta sannleikanum. Svo má fara nánar út í einstaka atriði eftir því sem barnið eldist. Með þessu kemur engin handbók, ekki frekar en með svo mörgu öðru, en við höfum reynt að fara eftir þessu heima og tekist ágætlega upp. Um daginn spurði barn mig þó út í dauðann og ég var óviss um svör. Ég hafði áður talað um að viðkomandi væri nú hjá Guði og átt samtal með fremur yfirborðskenndum hætti, fyrst og fremst vegna þess að ég vissi ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að eiga ítarlegt samtal um dauðann án þess að fara út í viðkvæm smáatriði sem myndu ekki hæfa þroska barnsins. Það dugði mér í einhvern tíma en síðan urðu spurningarnar fleiri og meira krefjandi. Spurningar eins og hvað myndi nákvæmlega gerast fyrir þann sem deyr og hvernig það mætti vera að við myndum heimsækja ættingja í kirkjugarðinn en samt væri hann á himnum? Já, þegar stórt er spurt. Ég ákvað að leita til samstarfskonu minnar, sr. Auðar Ingu Einarsdóttur starfandi prests á Grundarheimilunum þremur; Grund, Mörk og Ás. Hún sagði mér að þegar hún væri að útskýra lífslok fyrir börnum þá myndi hún byrja á því að tala um fötin sem við fengum þegar við vorum yngri. Fötin sem síðan verða of lítil þegar við stækkum og þá höfum við ekki not fyrir þau lengur. Þá verðum við að fá stærri föt sem við pössum í. Þetta gerist reglulega yfir ævina en þegar komið er að því að við deyjum þá þurfum við líkamann okkar ekki lengur. Líkaminn er því fyrstu og síðustu fötin sem við klæðumst hér á jörðinni og þá þurfum við ekki önnur. Þess vegna jörðum við líkamann með því að setja hann í kistu. Hann er síðan svo fullkominn að hann kann að eyða sér sjálfur og hverfur smátt og smátt. Sumir líkamar eru brenndir og þá er einfaldlega verið að flýta fyrir þessu ferli. Að útför lokinni heimsækjum alla jafna fólkið okkar í garðinn, þeirra síðasta íverustað en sálin heldur hins vegar áfram ferð sinni til Guðs þar sem hún hittir aðra sem fallið hafa frá. Því er orka ættingja okkar allt í kringum okkur líka. Í framhaldi áttum við síðan gott samtal um hringrás lífsins og merkinguna á bak við það þegar prestar segja í lok útfarar: „Af jörðu ertu kominn, Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu munt þú aftur upp rísa“ (Biblían, 2007). Þá sagði hún mér einnig frá niðurstöðum rannsókna um hvað gerist raunverulega við dauðann. Rannsóknir þessar eru byggðar á frásögnum fólks sem komist hefur í návígi við dauðann og auðvitað vitum við ekkert með 100% vissu í þeim efnum, eðli málsins samkvæmt, en niðurstöður þessar væru sannarlega efni í annan pistil. Ég er svo þakklát Auði Ingu fyrir þetta samtal og í framhaldi tók ég umræðuna við barnið og við ræddum um hvað það er sárt að geta ekki verið í daglegri umgengni við þann sem er látinn. Það skiptir nefnilega börn máli, eins og flesta, að geta talað um sorgina. Það er svo mikilvægt að börn fái þau skilaboð að þau megi tala um hlutina, líka þessa erfiðu. Barnið hafði í kjölfar samtalsins okkar engar spurningar og virtist sátt. Það er svo gott, þó svo að daglegt líf geti enn þá tekið á. Ég gæti skrifað svo miklu fleiri orð um þetta málefni en læt staðar numið hér. Ég leyfi mér þó að lokum að minna á bæklinginn Val mitt við lífslok sem Þjóðkirkjan gefur út og Auður Inga kynnti mig fyrir. Megin tilgangur hans er að styðja fólk við að setja niður óskir sínar er varða lífslok og útför. Mig langar að hvetja ykkur til að líta yfir hann með vini, maka eða öðrum þeim sem þið treystið. Ég held að það létti á dulúðinni sem umlykur málefnið og auðveldi aðstandendum að gera ráðstafanir þegar þar að kemur. Höfundur er móðir og iðjuþjálfi á hjúkrunarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Dauðinn er stórt orð; sterkt og gildishlaðið, jafnvel óhugnanlegt. Þrátt fyrir að dauðinn geti falið í sér ákveðna líkn þá tengjum við hann eðlilega við eitthvað sem er sárt. Orð eins og missir, sorg, vanlíðan og e.t.v. áhyggjur eru orð sem koma strax upp í huga mér. Dauðinn er hins vegar óumflýjanlegur eða eins og einhver sagði, það eina sem við vitum með vissu er að við deyjum öll. Samt er dauðinn umvafinn talsverðri dulúð. Umræðan um dauðann á ekki að vera hispurslaus að mínu mati. Það þarf að tala um hann af virðingu því að dauðinn felur í sér líf og líf sem slokknar og getur haft áhrif á svo marga. Hann getur gjörbreytt lífi þeirra sem eftir standa. En við þurfum að tala um hann. Það er mín reynsla að sú umræða á sér alla jafna stað fyrir luktum dyrum og jafnvel einungis þegar þess nauðsynlega þarf, eða hvað? Ég held að það sé t.d. sjaldnast talað um dauðann við eða í kringum börn án þess að það sé nauðsynlegt. Það er hins vegar mín upplifun líka að börn heyra og vita einhvern veginn miklu meira en við gefum okkur. Við eigum það til að forðast að svara spurningum sem við vitum ekki almennilega hvernig á að svara og sumir vilja meina að þegar börn fá ekki svör við einhverju þá fylla þau upp í eyðurnar sjálf, oft með upplýsingum sem valda þeim meiri vanlíðan en þörf er á. Þegar ég hef hins vegar þurft að eiga krefjandi samtal við barn þá er það venjulega ekki eins erfitt og ég var sjálf búin að undirbúa mig fyrir. Ég held að það sé vegna þess að fullvissa er oft betri en óvissan og því getur hún gefið börnunum ákveðna ró. Á mínu heimili reynum við að tala sem mest saman, þótt það geti stundum verið óþægilegt. Ég hef áður fengið ráðgjöf um að taka frekar samtalið heldur en að sleppa því og að sjálfsögðu með aldur og þroska barns til hliðsjónar. Mér var leiðbeint um að sleppa frekar þáttum eða stigbreyta þeim og smækka fremur en að breyta sannleikanum. Svo má fara nánar út í einstaka atriði eftir því sem barnið eldist. Með þessu kemur engin handbók, ekki frekar en með svo mörgu öðru, en við höfum reynt að fara eftir þessu heima og tekist ágætlega upp. Um daginn spurði barn mig þó út í dauðann og ég var óviss um svör. Ég hafði áður talað um að viðkomandi væri nú hjá Guði og átt samtal með fremur yfirborðskenndum hætti, fyrst og fremst vegna þess að ég vissi ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að eiga ítarlegt samtal um dauðann án þess að fara út í viðkvæm smáatriði sem myndu ekki hæfa þroska barnsins. Það dugði mér í einhvern tíma en síðan urðu spurningarnar fleiri og meira krefjandi. Spurningar eins og hvað myndi nákvæmlega gerast fyrir þann sem deyr og hvernig það mætti vera að við myndum heimsækja ættingja í kirkjugarðinn en samt væri hann á himnum? Já, þegar stórt er spurt. Ég ákvað að leita til samstarfskonu minnar, sr. Auðar Ingu Einarsdóttur starfandi prests á Grundarheimilunum þremur; Grund, Mörk og Ás. Hún sagði mér að þegar hún væri að útskýra lífslok fyrir börnum þá myndi hún byrja á því að tala um fötin sem við fengum þegar við vorum yngri. Fötin sem síðan verða of lítil þegar við stækkum og þá höfum við ekki not fyrir þau lengur. Þá verðum við að fá stærri föt sem við pössum í. Þetta gerist reglulega yfir ævina en þegar komið er að því að við deyjum þá þurfum við líkamann okkar ekki lengur. Líkaminn er því fyrstu og síðustu fötin sem við klæðumst hér á jörðinni og þá þurfum við ekki önnur. Þess vegna jörðum við líkamann með því að setja hann í kistu. Hann er síðan svo fullkominn að hann kann að eyða sér sjálfur og hverfur smátt og smátt. Sumir líkamar eru brenndir og þá er einfaldlega verið að flýta fyrir þessu ferli. Að útför lokinni heimsækjum alla jafna fólkið okkar í garðinn, þeirra síðasta íverustað en sálin heldur hins vegar áfram ferð sinni til Guðs þar sem hún hittir aðra sem fallið hafa frá. Því er orka ættingja okkar allt í kringum okkur líka. Í framhaldi áttum við síðan gott samtal um hringrás lífsins og merkinguna á bak við það þegar prestar segja í lok útfarar: „Af jörðu ertu kominn, Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu munt þú aftur upp rísa“ (Biblían, 2007). Þá sagði hún mér einnig frá niðurstöðum rannsókna um hvað gerist raunverulega við dauðann. Rannsóknir þessar eru byggðar á frásögnum fólks sem komist hefur í návígi við dauðann og auðvitað vitum við ekkert með 100% vissu í þeim efnum, eðli málsins samkvæmt, en niðurstöður þessar væru sannarlega efni í annan pistil. Ég er svo þakklát Auði Ingu fyrir þetta samtal og í framhaldi tók ég umræðuna við barnið og við ræddum um hvað það er sárt að geta ekki verið í daglegri umgengni við þann sem er látinn. Það skiptir nefnilega börn máli, eins og flesta, að geta talað um sorgina. Það er svo mikilvægt að börn fái þau skilaboð að þau megi tala um hlutina, líka þessa erfiðu. Barnið hafði í kjölfar samtalsins okkar engar spurningar og virtist sátt. Það er svo gott, þó svo að daglegt líf geti enn þá tekið á. Ég gæti skrifað svo miklu fleiri orð um þetta málefni en læt staðar numið hér. Ég leyfi mér þó að lokum að minna á bæklinginn Val mitt við lífslok sem Þjóðkirkjan gefur út og Auður Inga kynnti mig fyrir. Megin tilgangur hans er að styðja fólk við að setja niður óskir sínar er varða lífslok og útför. Mig langar að hvetja ykkur til að líta yfir hann með vini, maka eða öðrum þeim sem þið treystið. Ég held að það létti á dulúðinni sem umlykur málefnið og auðveldi aðstandendum að gera ráðstafanir þegar þar að kemur. Höfundur er móðir og iðjuþjálfi á hjúkrunarheimili.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun