Lyfjaeftirliti teflt fram gegn veðmálasvindli Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2023 11:04 Ásmundur Einar hefur nú falið Lyfjaeftirliti Íslands að berjast gegn hagræðingu úrslita í íþróttum og þar með veðmálasvindli. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur falið Lyfjaeftirliti Íslands að sinna fræðslu og forvarnarstarfi í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttum. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins en þessari tilkynningu er fylgt úr hlaði með orðunum þeim að íþróttir þurfi „ávallt að fara fram af heilindum og mikilvægt að fyrirbyggja hvers kyns óheiðarleika eða hagræðingu úrslita.“ Fréttir hafa reglulega verið fluttar af því að átt hafi verið við úrslit í íþróttakappleikjum en gríðarlegar fjárhæðir geta verið undir í veðbönkum en veðjað er grimmt á úrslit. Í þessum mánuði var til að mynda flutt frétt af því að Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hafi dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ Hins vegar liggur ekki í augum uppi hvernig þessi vandi snýr að hlutverki Lyfjaeftirliti Íslands. Ásmundur Einar sér hins vegar tenginguna. Íslensk stjórnvöld hafi staðfest sáttmála Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum sem öðlast gildi 1. apríl næstkomandi. Og með alþjóðleg viðmið að leiðarljósi hefur ráðherra falið Lyfjaeftirliti Íslands að sinna fræðslu og forvarnarstarfi í baráttunni gegn þessari ósvinnu. Og bætist þá við það hlutverk Lyfjaeftirlits að sinna lyfjaeftirliti í íþróttum hérlendis. ,,Það var mikið framfaraskref þegar ráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stofnuðu Lyfjaeftirlit Íslands. Með virkri fræðslu og eftirliti fyrirbyggjum við lyfjamisnotkun í íþróttum og stuðlum að heiðarlegri íþróttaiðkun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. „Nú útvíkkum við það hlutverk með forvörnum gegn hagræðingu úrslita. Þetta rúmast vel innan sömu stofnunar enda markmiðið hið sama, að stuðla að því að íþróttir fari fram af heilindum.“ Lyfjaeftirlitið tekur þátt í alþjóðastarfi og er falið að tryggja að eftirlit og reglur hérlendis séu í samræmi við alþjóðasamninga UNESCO og Evrópuráðsins um lyfjaeftirlit og lyfjareglur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA). Er gert ráð fyrir því að Lyfjaeftirlitið útbúi fræðsluefni – standi fyrir fyrirlestrum og fræðslufundum fyrir íþróttahreyfinguna. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárhættuspil Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins en þessari tilkynningu er fylgt úr hlaði með orðunum þeim að íþróttir þurfi „ávallt að fara fram af heilindum og mikilvægt að fyrirbyggja hvers kyns óheiðarleika eða hagræðingu úrslita.“ Fréttir hafa reglulega verið fluttar af því að átt hafi verið við úrslit í íþróttakappleikjum en gríðarlegar fjárhæðir geta verið undir í veðbönkum en veðjað er grimmt á úrslit. Í þessum mánuði var til að mynda flutt frétt af því að Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hafi dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ Hins vegar liggur ekki í augum uppi hvernig þessi vandi snýr að hlutverki Lyfjaeftirliti Íslands. Ásmundur Einar sér hins vegar tenginguna. Íslensk stjórnvöld hafi staðfest sáttmála Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum sem öðlast gildi 1. apríl næstkomandi. Og með alþjóðleg viðmið að leiðarljósi hefur ráðherra falið Lyfjaeftirliti Íslands að sinna fræðslu og forvarnarstarfi í baráttunni gegn þessari ósvinnu. Og bætist þá við það hlutverk Lyfjaeftirlits að sinna lyfjaeftirliti í íþróttum hérlendis. ,,Það var mikið framfaraskref þegar ráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stofnuðu Lyfjaeftirlit Íslands. Með virkri fræðslu og eftirliti fyrirbyggjum við lyfjamisnotkun í íþróttum og stuðlum að heiðarlegri íþróttaiðkun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. „Nú útvíkkum við það hlutverk með forvörnum gegn hagræðingu úrslita. Þetta rúmast vel innan sömu stofnunar enda markmiðið hið sama, að stuðla að því að íþróttir fari fram af heilindum.“ Lyfjaeftirlitið tekur þátt í alþjóðastarfi og er falið að tryggja að eftirlit og reglur hérlendis séu í samræmi við alþjóðasamninga UNESCO og Evrópuráðsins um lyfjaeftirlit og lyfjareglur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA). Er gert ráð fyrir því að Lyfjaeftirlitið útbúi fræðsluefni – standi fyrir fyrirlestrum og fræðslufundum fyrir íþróttahreyfinguna.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárhættuspil Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira