Lyfjaeftirliti teflt fram gegn veðmálasvindli Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2023 11:04 Ásmundur Einar hefur nú falið Lyfjaeftirliti Íslands að berjast gegn hagræðingu úrslita í íþróttum og þar með veðmálasvindli. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur falið Lyfjaeftirliti Íslands að sinna fræðslu og forvarnarstarfi í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttum. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins en þessari tilkynningu er fylgt úr hlaði með orðunum þeim að íþróttir þurfi „ávallt að fara fram af heilindum og mikilvægt að fyrirbyggja hvers kyns óheiðarleika eða hagræðingu úrslita.“ Fréttir hafa reglulega verið fluttar af því að átt hafi verið við úrslit í íþróttakappleikjum en gríðarlegar fjárhæðir geta verið undir í veðbönkum en veðjað er grimmt á úrslit. Í þessum mánuði var til að mynda flutt frétt af því að Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hafi dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ Hins vegar liggur ekki í augum uppi hvernig þessi vandi snýr að hlutverki Lyfjaeftirliti Íslands. Ásmundur Einar sér hins vegar tenginguna. Íslensk stjórnvöld hafi staðfest sáttmála Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum sem öðlast gildi 1. apríl næstkomandi. Og með alþjóðleg viðmið að leiðarljósi hefur ráðherra falið Lyfjaeftirliti Íslands að sinna fræðslu og forvarnarstarfi í baráttunni gegn þessari ósvinnu. Og bætist þá við það hlutverk Lyfjaeftirlits að sinna lyfjaeftirliti í íþróttum hérlendis. ,,Það var mikið framfaraskref þegar ráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stofnuðu Lyfjaeftirlit Íslands. Með virkri fræðslu og eftirliti fyrirbyggjum við lyfjamisnotkun í íþróttum og stuðlum að heiðarlegri íþróttaiðkun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. „Nú útvíkkum við það hlutverk með forvörnum gegn hagræðingu úrslita. Þetta rúmast vel innan sömu stofnunar enda markmiðið hið sama, að stuðla að því að íþróttir fari fram af heilindum.“ Lyfjaeftirlitið tekur þátt í alþjóðastarfi og er falið að tryggja að eftirlit og reglur hérlendis séu í samræmi við alþjóðasamninga UNESCO og Evrópuráðsins um lyfjaeftirlit og lyfjareglur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA). Er gert ráð fyrir því að Lyfjaeftirlitið útbúi fræðsluefni – standi fyrir fyrirlestrum og fræðslufundum fyrir íþróttahreyfinguna. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárhættuspil Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins en þessari tilkynningu er fylgt úr hlaði með orðunum þeim að íþróttir þurfi „ávallt að fara fram af heilindum og mikilvægt að fyrirbyggja hvers kyns óheiðarleika eða hagræðingu úrslita.“ Fréttir hafa reglulega verið fluttar af því að átt hafi verið við úrslit í íþróttakappleikjum en gríðarlegar fjárhæðir geta verið undir í veðbönkum en veðjað er grimmt á úrslit. Í þessum mánuði var til að mynda flutt frétt af því að Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hafi dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ Hins vegar liggur ekki í augum uppi hvernig þessi vandi snýr að hlutverki Lyfjaeftirliti Íslands. Ásmundur Einar sér hins vegar tenginguna. Íslensk stjórnvöld hafi staðfest sáttmála Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum sem öðlast gildi 1. apríl næstkomandi. Og með alþjóðleg viðmið að leiðarljósi hefur ráðherra falið Lyfjaeftirliti Íslands að sinna fræðslu og forvarnarstarfi í baráttunni gegn þessari ósvinnu. Og bætist þá við það hlutverk Lyfjaeftirlits að sinna lyfjaeftirliti í íþróttum hérlendis. ,,Það var mikið framfaraskref þegar ráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stofnuðu Lyfjaeftirlit Íslands. Með virkri fræðslu og eftirliti fyrirbyggjum við lyfjamisnotkun í íþróttum og stuðlum að heiðarlegri íþróttaiðkun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. „Nú útvíkkum við það hlutverk með forvörnum gegn hagræðingu úrslita. Þetta rúmast vel innan sömu stofnunar enda markmiðið hið sama, að stuðla að því að íþróttir fari fram af heilindum.“ Lyfjaeftirlitið tekur þátt í alþjóðastarfi og er falið að tryggja að eftirlit og reglur hérlendis séu í samræmi við alþjóðasamninga UNESCO og Evrópuráðsins um lyfjaeftirlit og lyfjareglur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA). Er gert ráð fyrir því að Lyfjaeftirlitið útbúi fræðsluefni – standi fyrir fyrirlestrum og fræðslufundum fyrir íþróttahreyfinguna.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárhættuspil Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira