Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2023 10:26 Aðalsteinn frændi gengur inn á fund með Sólveigu Önnu frænku og samninganefnd Eflingar. Vísir/Vilhelm Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stendur í ströngu í deilu sinni við Samtök atvinnulífsins og ekki síður ríkissáttasemjara. Eftir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni má segja að allt hafi orðið vitlaust. Sáttasemjari stefndi Eflingu til að fá félagatal stéttarfélagsins afhent í þeim tilgangi að láta atkvæðagreiðslu allra félagsmanna fara fram. Sólveig hefur krafist þess að Aðalsteinn stígi til hliðar úr deilunni enda hafi inngrip hans sýnt að hann ráði engan veginn við að miðla málum. Hann hafi með miðunartillögu sinni brotið lög vegna þess að hann ráðfærði sig ekki við Sólveigu Önnu í aðdragandanum. „Ríkissáttasemjari braut lög. Hann hefur eflaust talið, ásamt ráðgjöfum sínum og samverkafólki, að sökum þess að forysta Eflingar er „umdeild“ kæmist hann upp með það. En þar hafði hann rangt fyrir sér. Hann mun ekki komast upp með tilraun sína til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningsrétti. Það mun aldrei gerast,“ sagði Sólveig á Facebook í gær. Frændi og frænka Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heldur því til haga í öllu þessu fjölmiðlafári að Sólveig og Aðalsteinn eru náskyld. Í annan og þriðja lið. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) voru langamma og langafi Aðalsteins en um leið amma og afi Sólveigar. Hann rekur frændsemina skilmerkilega á Facebook. Valgerður Árnadóttir, amma Aðalsteins, var systir Jóns Múla Árnasonar, föður Sólveigar Önnu. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Valgerður Árnadóttir (1918-1999) Margrét Valgerðardóttir, sjúkraliði í Reykjavík (1943) Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari (f. 1967) Árni Jónsson frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Jón Múli Árnason útvarpsþulur (1921-2002) Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 1975) Óhætt er að segja að frændsemin þvælist ekki fyrir Sólveigu og Aðalsteini í deilu sinni þessi dægrin. Félagsmenn Eflingar eru á leið í verkfall á meðan tekist er um í deilunni bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölskyldumál Tengdar fréttir SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stendur í ströngu í deilu sinni við Samtök atvinnulífsins og ekki síður ríkissáttasemjara. Eftir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni má segja að allt hafi orðið vitlaust. Sáttasemjari stefndi Eflingu til að fá félagatal stéttarfélagsins afhent í þeim tilgangi að láta atkvæðagreiðslu allra félagsmanna fara fram. Sólveig hefur krafist þess að Aðalsteinn stígi til hliðar úr deilunni enda hafi inngrip hans sýnt að hann ráði engan veginn við að miðla málum. Hann hafi með miðunartillögu sinni brotið lög vegna þess að hann ráðfærði sig ekki við Sólveigu Önnu í aðdragandanum. „Ríkissáttasemjari braut lög. Hann hefur eflaust talið, ásamt ráðgjöfum sínum og samverkafólki, að sökum þess að forysta Eflingar er „umdeild“ kæmist hann upp með það. En þar hafði hann rangt fyrir sér. Hann mun ekki komast upp með tilraun sína til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningsrétti. Það mun aldrei gerast,“ sagði Sólveig á Facebook í gær. Frændi og frænka Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heldur því til haga í öllu þessu fjölmiðlafári að Sólveig og Aðalsteinn eru náskyld. Í annan og þriðja lið. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) voru langamma og langafi Aðalsteins en um leið amma og afi Sólveigar. Hann rekur frændsemina skilmerkilega á Facebook. Valgerður Árnadóttir, amma Aðalsteins, var systir Jóns Múla Árnasonar, föður Sólveigar Önnu. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Valgerður Árnadóttir (1918-1999) Margrét Valgerðardóttir, sjúkraliði í Reykjavík (1943) Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari (f. 1967) Árni Jónsson frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Jón Múli Árnason útvarpsþulur (1921-2002) Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 1975) Óhætt er að segja að frændsemin þvælist ekki fyrir Sólveigu og Aðalsteini í deilu sinni þessi dægrin. Félagsmenn Eflingar eru á leið í verkfall á meðan tekist er um í deilunni bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölskyldumál Tengdar fréttir SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10
Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04