„Hraðakstur er dauðans alvara“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 19:31 Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. Slysið varð laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Annar ökumaðurinn var nýbúinn að taka framúr þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Fimm voru fluttir á sjúkrahús. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. Þó var mikið viðbragð á vettvangi og gatan lokuð í um einn og hálfan klukkutía á meðan aðgerðir viðbragðsaðila stóðu þar yfir. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang auk fjölda lögreglubíla. Að sögn sjónarvotta, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, voru tveir ungir ökumenn í einhvers konar kappakstri áður en annar þeirra lenti í árekstrinum. Kappakstursmennirnir voru nýbúnir að taka fram úr sjónarvottunum þegar slysið varð. Sjónarvottarnir telja að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Á norðurströnd er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Þá segja þeir að það hafi verið buið að fjarlægja númeraplötur af báðum bílum. Fjórir voru í kappakstursbílnum en ein kona í bílnum sem hann lenti framan a. Sjónarvottar segja konuna hafa verið í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi verið ögn rólegri en hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Lögregla segir að þó árekstur verði á fimmtíu kílómetra hraða, eins og hámarkið er á Norðurströnd, geti það valdið miklu tjóni. „Ef þú lendir á steinvegg á fimmtíu kílómetra hraða þá verður höggið mjög mikið og afleiðingarnar þar af leiðandi mjög miklar. Þess vegna er þessi þrjátíu kílómetra hámarkshraði í mörgum hverfum til að lágmarka þetta,“ segir Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar. Lögreglan sé hrifin af áformum um lækkun hámarkshraða. „Að sjálfsögðu er lögreglan hrifin af því þegar við lágmörkum hættuna á árekstrum,“ segir Aðalsteinn. „Hraðakstur er dauðans alvara og við reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir svoleiðis þegar við getum en biðlum til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Seltjarnarnes Samgönguslys Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Slysið varð laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Annar ökumaðurinn var nýbúinn að taka framúr þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Fimm voru fluttir á sjúkrahús. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. Þó var mikið viðbragð á vettvangi og gatan lokuð í um einn og hálfan klukkutía á meðan aðgerðir viðbragðsaðila stóðu þar yfir. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang auk fjölda lögreglubíla. Að sögn sjónarvotta, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, voru tveir ungir ökumenn í einhvers konar kappakstri áður en annar þeirra lenti í árekstrinum. Kappakstursmennirnir voru nýbúnir að taka fram úr sjónarvottunum þegar slysið varð. Sjónarvottarnir telja að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Á norðurströnd er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Þá segja þeir að það hafi verið buið að fjarlægja númeraplötur af báðum bílum. Fjórir voru í kappakstursbílnum en ein kona í bílnum sem hann lenti framan a. Sjónarvottar segja konuna hafa verið í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi verið ögn rólegri en hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Lögregla segir að þó árekstur verði á fimmtíu kílómetra hraða, eins og hámarkið er á Norðurströnd, geti það valdið miklu tjóni. „Ef þú lendir á steinvegg á fimmtíu kílómetra hraða þá verður höggið mjög mikið og afleiðingarnar þar af leiðandi mjög miklar. Þess vegna er þessi þrjátíu kílómetra hámarkshraði í mörgum hverfum til að lágmarka þetta,“ segir Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar. Lögreglan sé hrifin af áformum um lækkun hámarkshraða. „Að sjálfsögðu er lögreglan hrifin af því þegar við lágmörkum hættuna á árekstrum,“ segir Aðalsteinn. „Hraðakstur er dauðans alvara og við reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir svoleiðis þegar við getum en biðlum til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Seltjarnarnes Samgönguslys Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47
Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57