Danir geta varið heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2023 19:00 Landin var frábær í kvöld. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danmörk lagði Spán í undanúrslitum HM í handbolta. Danir, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, geta þannig varið titil sinn þegar þeir mæta Frökkum eða Svíum í úrslitum á sunnudag. Danmörk getur fullkomnað þrennuna á sunnudag en Danir urðu heimsmeistarar 2019 og 2021. Liðið er því komið í úrslit á þriðja heimsmeistaramótinu í röð. Aðeins ein þjóð hefur gert það áður en Svíþjóð fór í úrslit árin 1997, 1999 og 2001. Þrátt fyrir spennu á ákveðnum tímapunkti síðari hálfleiks í dag þá var sigur Dana einkar öruggur. Þeir byrjuðu leikinn mun betur, spiluðu frábæra vörn og sóknarleikurinn mallaði líkt og vanalega. Munurinn í hálfleik var fimm mörk, staðan þá 15-10 Dönum í vil. Spánverjar náðu að gera leikinn spennandi um miðbik síðari hálfleiks þegar þeir skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn niður í aðeins eitt mark, staðan þá 20-19. Nær komst Spánn ekki en Danmörk skoraði fjögur mörk í röð skömmu síðar og gekk frá leiknum í leiðinni, lokatölur 26-23 og Danmörk mætt í úrslit enn á ný. Simon Bogetoft Pytlick var markahæstur hjá Dönum með 6 mörk. Í markinu var Niklas Landin með 15 varða bolta eða 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Alex Dujshebaev var markahæstur hjá Spáni með 5 mörk. In which team are you? @Niklas_Landin | @dhf_haandbold @PerezdVargas | @RFEBalonmano pic.twitter.com/Upaji617WV— EHF EURO (@EHFEURO) January 27, 2023 Frakkland og Svíþjóð mætast klukkan 20.00 í hinum undanúrslitaleiknum. Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Danmörk getur fullkomnað þrennuna á sunnudag en Danir urðu heimsmeistarar 2019 og 2021. Liðið er því komið í úrslit á þriðja heimsmeistaramótinu í röð. Aðeins ein þjóð hefur gert það áður en Svíþjóð fór í úrslit árin 1997, 1999 og 2001. Þrátt fyrir spennu á ákveðnum tímapunkti síðari hálfleiks í dag þá var sigur Dana einkar öruggur. Þeir byrjuðu leikinn mun betur, spiluðu frábæra vörn og sóknarleikurinn mallaði líkt og vanalega. Munurinn í hálfleik var fimm mörk, staðan þá 15-10 Dönum í vil. Spánverjar náðu að gera leikinn spennandi um miðbik síðari hálfleiks þegar þeir skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn niður í aðeins eitt mark, staðan þá 20-19. Nær komst Spánn ekki en Danmörk skoraði fjögur mörk í röð skömmu síðar og gekk frá leiknum í leiðinni, lokatölur 26-23 og Danmörk mætt í úrslit enn á ný. Simon Bogetoft Pytlick var markahæstur hjá Dönum með 6 mörk. Í markinu var Niklas Landin með 15 varða bolta eða 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Alex Dujshebaev var markahæstur hjá Spáni með 5 mörk. In which team are you? @Niklas_Landin | @dhf_haandbold @PerezdVargas | @RFEBalonmano pic.twitter.com/Upaji617WV— EHF EURO (@EHFEURO) January 27, 2023 Frakkland og Svíþjóð mætast klukkan 20.00 í hinum undanúrslitaleiknum.
Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira