Danir geta varið heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2023 19:00 Landin var frábær í kvöld. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danmörk lagði Spán í undanúrslitum HM í handbolta. Danir, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, geta þannig varið titil sinn þegar þeir mæta Frökkum eða Svíum í úrslitum á sunnudag. Danmörk getur fullkomnað þrennuna á sunnudag en Danir urðu heimsmeistarar 2019 og 2021. Liðið er því komið í úrslit á þriðja heimsmeistaramótinu í röð. Aðeins ein þjóð hefur gert það áður en Svíþjóð fór í úrslit árin 1997, 1999 og 2001. Þrátt fyrir spennu á ákveðnum tímapunkti síðari hálfleiks í dag þá var sigur Dana einkar öruggur. Þeir byrjuðu leikinn mun betur, spiluðu frábæra vörn og sóknarleikurinn mallaði líkt og vanalega. Munurinn í hálfleik var fimm mörk, staðan þá 15-10 Dönum í vil. Spánverjar náðu að gera leikinn spennandi um miðbik síðari hálfleiks þegar þeir skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn niður í aðeins eitt mark, staðan þá 20-19. Nær komst Spánn ekki en Danmörk skoraði fjögur mörk í röð skömmu síðar og gekk frá leiknum í leiðinni, lokatölur 26-23 og Danmörk mætt í úrslit enn á ný. Simon Bogetoft Pytlick var markahæstur hjá Dönum með 6 mörk. Í markinu var Niklas Landin með 15 varða bolta eða 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Alex Dujshebaev var markahæstur hjá Spáni með 5 mörk. In which team are you? @Niklas_Landin | @dhf_haandbold @PerezdVargas | @RFEBalonmano pic.twitter.com/Upaji617WV— EHF EURO (@EHFEURO) January 27, 2023 Frakkland og Svíþjóð mætast klukkan 20.00 í hinum undanúrslitaleiknum. Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Danmörk getur fullkomnað þrennuna á sunnudag en Danir urðu heimsmeistarar 2019 og 2021. Liðið er því komið í úrslit á þriðja heimsmeistaramótinu í röð. Aðeins ein þjóð hefur gert það áður en Svíþjóð fór í úrslit árin 1997, 1999 og 2001. Þrátt fyrir spennu á ákveðnum tímapunkti síðari hálfleiks í dag þá var sigur Dana einkar öruggur. Þeir byrjuðu leikinn mun betur, spiluðu frábæra vörn og sóknarleikurinn mallaði líkt og vanalega. Munurinn í hálfleik var fimm mörk, staðan þá 15-10 Dönum í vil. Spánverjar náðu að gera leikinn spennandi um miðbik síðari hálfleiks þegar þeir skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn niður í aðeins eitt mark, staðan þá 20-19. Nær komst Spánn ekki en Danmörk skoraði fjögur mörk í röð skömmu síðar og gekk frá leiknum í leiðinni, lokatölur 26-23 og Danmörk mætt í úrslit enn á ný. Simon Bogetoft Pytlick var markahæstur hjá Dönum með 6 mörk. Í markinu var Niklas Landin með 15 varða bolta eða 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Alex Dujshebaev var markahæstur hjá Spáni með 5 mörk. In which team are you? @Niklas_Landin | @dhf_haandbold @PerezdVargas | @RFEBalonmano pic.twitter.com/Upaji617WV— EHF EURO (@EHFEURO) January 27, 2023 Frakkland og Svíþjóð mætast klukkan 20.00 í hinum undanúrslitaleiknum.
Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira