Nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2023 19:43 Gísli Matthías Auðunsson er eigandi Slippsins og Næs. ívar fannar arnarsson Veitingamaður í Eyjum segir nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður. Koma þurfi á samtali milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja með það að markmiði að endurskoða allt rekstrarumhverfi veitingastaða Hækkandi vöruverð hefur varla farið framhjá neinum. Veitingamaður í Vestmannaeyjum segir vöruinnkaup aldrei hafa verið dýrari á sama tíma og launakostnaður fari hækkandi. „Þegar bæði launakostnaður, aðföng og fleiri gjöld hækka mikið þá er þetta bara nánast ómögulegt,“ segir Gísli Matthías Auðunsson, eigandi Slippsins og Næs. Hann segir nauðsynlegt að rekstrarumhverfi veitingastaða verði endurskoðað. Nefnir hann sem dæmi að áfengisgjald sé hvergi eins hátt og á Íslandi. Ósanngjarnt gagnvart minni fyrirtækjum „Ég er alls ekki á móti launahækkunum hjá verkafólki, þvert á móti, en hvernig það er sett upp er mjög ósanngjarnt gagnvart minni og meðalstórum fyrirtækjum.“ Hann kallar eftir samtali á milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Í hruninu var sett á tryggingagjald sem er mjög hátt fyrir hvern einasta starfsmann sem átti alltaf að taka eftir hrun en var aldrei gert. Síðan byrjar kvöldvinnukaup klukkan fimm á daginn á Íslandi. Allar kjaraviðræður, það eru aðallega stóru fyrirtækin sem hafa áhrif á þær þannig rödd lítilla fyrirtækja hefur týnst. Það er samt lang stærsti hluti íslenskra fyrirtækja.“ Getur ekki hækkað verð úr öllu valdi Aðspurður hvort eina vitið sé ekki að hækka verð segir hann ómögulegt að hækka það um of. „Ef ég myndi hækka nákvæmlega eins og ég þarf þá myndi ég ekki sjá neina kúnna þannig þetta er rosalega erfið staða.“ Margir hugsi um að leggja árar í bát. „Já og meira að segja margir búnir að gefast upp. Rosalega margir sem hrista hausinn og skilja í rauninni ekki hvernig þetta á að fúnkera.“ Veitingastaðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Hækkandi vöruverð hefur varla farið framhjá neinum. Veitingamaður í Vestmannaeyjum segir vöruinnkaup aldrei hafa verið dýrari á sama tíma og launakostnaður fari hækkandi. „Þegar bæði launakostnaður, aðföng og fleiri gjöld hækka mikið þá er þetta bara nánast ómögulegt,“ segir Gísli Matthías Auðunsson, eigandi Slippsins og Næs. Hann segir nauðsynlegt að rekstrarumhverfi veitingastaða verði endurskoðað. Nefnir hann sem dæmi að áfengisgjald sé hvergi eins hátt og á Íslandi. Ósanngjarnt gagnvart minni fyrirtækjum „Ég er alls ekki á móti launahækkunum hjá verkafólki, þvert á móti, en hvernig það er sett upp er mjög ósanngjarnt gagnvart minni og meðalstórum fyrirtækjum.“ Hann kallar eftir samtali á milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Í hruninu var sett á tryggingagjald sem er mjög hátt fyrir hvern einasta starfsmann sem átti alltaf að taka eftir hrun en var aldrei gert. Síðan byrjar kvöldvinnukaup klukkan fimm á daginn á Íslandi. Allar kjaraviðræður, það eru aðallega stóru fyrirtækin sem hafa áhrif á þær þannig rödd lítilla fyrirtækja hefur týnst. Það er samt lang stærsti hluti íslenskra fyrirtækja.“ Getur ekki hækkað verð úr öllu valdi Aðspurður hvort eina vitið sé ekki að hækka verð segir hann ómögulegt að hækka það um of. „Ef ég myndi hækka nákvæmlega eins og ég þarf þá myndi ég ekki sjá neina kúnna þannig þetta er rosalega erfið staða.“ Margir hugsi um að leggja árar í bát. „Já og meira að segja margir búnir að gefast upp. Rosalega margir sem hrista hausinn og skilja í rauninni ekki hvernig þetta á að fúnkera.“
Veitingastaðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15