Nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2023 19:43 Gísli Matthías Auðunsson er eigandi Slippsins og Næs. ívar fannar arnarsson Veitingamaður í Eyjum segir nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður. Koma þurfi á samtali milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja með það að markmiði að endurskoða allt rekstrarumhverfi veitingastaða Hækkandi vöruverð hefur varla farið framhjá neinum. Veitingamaður í Vestmannaeyjum segir vöruinnkaup aldrei hafa verið dýrari á sama tíma og launakostnaður fari hækkandi. „Þegar bæði launakostnaður, aðföng og fleiri gjöld hækka mikið þá er þetta bara nánast ómögulegt,“ segir Gísli Matthías Auðunsson, eigandi Slippsins og Næs. Hann segir nauðsynlegt að rekstrarumhverfi veitingastaða verði endurskoðað. Nefnir hann sem dæmi að áfengisgjald sé hvergi eins hátt og á Íslandi. Ósanngjarnt gagnvart minni fyrirtækjum „Ég er alls ekki á móti launahækkunum hjá verkafólki, þvert á móti, en hvernig það er sett upp er mjög ósanngjarnt gagnvart minni og meðalstórum fyrirtækjum.“ Hann kallar eftir samtali á milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Í hruninu var sett á tryggingagjald sem er mjög hátt fyrir hvern einasta starfsmann sem átti alltaf að taka eftir hrun en var aldrei gert. Síðan byrjar kvöldvinnukaup klukkan fimm á daginn á Íslandi. Allar kjaraviðræður, það eru aðallega stóru fyrirtækin sem hafa áhrif á þær þannig rödd lítilla fyrirtækja hefur týnst. Það er samt lang stærsti hluti íslenskra fyrirtækja.“ Getur ekki hækkað verð úr öllu valdi Aðspurður hvort eina vitið sé ekki að hækka verð segir hann ómögulegt að hækka það um of. „Ef ég myndi hækka nákvæmlega eins og ég þarf þá myndi ég ekki sjá neina kúnna þannig þetta er rosalega erfið staða.“ Margir hugsi um að leggja árar í bát. „Já og meira að segja margir búnir að gefast upp. Rosalega margir sem hrista hausinn og skilja í rauninni ekki hvernig þetta á að fúnkera.“ Veitingastaðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
Hækkandi vöruverð hefur varla farið framhjá neinum. Veitingamaður í Vestmannaeyjum segir vöruinnkaup aldrei hafa verið dýrari á sama tíma og launakostnaður fari hækkandi. „Þegar bæði launakostnaður, aðföng og fleiri gjöld hækka mikið þá er þetta bara nánast ómögulegt,“ segir Gísli Matthías Auðunsson, eigandi Slippsins og Næs. Hann segir nauðsynlegt að rekstrarumhverfi veitingastaða verði endurskoðað. Nefnir hann sem dæmi að áfengisgjald sé hvergi eins hátt og á Íslandi. Ósanngjarnt gagnvart minni fyrirtækjum „Ég er alls ekki á móti launahækkunum hjá verkafólki, þvert á móti, en hvernig það er sett upp er mjög ósanngjarnt gagnvart minni og meðalstórum fyrirtækjum.“ Hann kallar eftir samtali á milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Í hruninu var sett á tryggingagjald sem er mjög hátt fyrir hvern einasta starfsmann sem átti alltaf að taka eftir hrun en var aldrei gert. Síðan byrjar kvöldvinnukaup klukkan fimm á daginn á Íslandi. Allar kjaraviðræður, það eru aðallega stóru fyrirtækin sem hafa áhrif á þær þannig rödd lítilla fyrirtækja hefur týnst. Það er samt lang stærsti hluti íslenskra fyrirtækja.“ Getur ekki hækkað verð úr öllu valdi Aðspurður hvort eina vitið sé ekki að hækka verð segir hann ómögulegt að hækka það um of. „Ef ég myndi hækka nákvæmlega eins og ég þarf þá myndi ég ekki sjá neina kúnna þannig þetta er rosalega erfið staða.“ Margir hugsi um að leggja árar í bát. „Já og meira að segja margir búnir að gefast upp. Rosalega margir sem hrista hausinn og skilja í rauninni ekki hvernig þetta á að fúnkera.“
Veitingastaðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15