„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. janúar 2023 17:32 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Arnar Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í gær verkfallsboðun en atkvæðagreiðsla hefst á hádegi á morgun meðal tæplega 300 félagsmanna sem starfa á sjö hótelum sem rekin eru af Íslandshótelum og Fosshótel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðslunni lýkur að kvöldi 30. janúar og ef aðgerðirnar verða samþykktar mun ótímabundið verkfall hefjast á hádegi 7. febrúar. Minnst fimmtíu og átta þeirra sem aðgerðirnar ná til verða að samþykkja verkfall svo úr verði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir þetta fyrsta skrefið en Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins þann 10. janúar. „Við viljum auðvitað ná samningi en við erum með þetta tól í höndunum og við teljum að það sé ríkulegur vilji hjá félagsfólki til þess að beita því. Þetta er bara sú taktíska nálgun sem við notumst við að þessu sinni, að gera þetta svona,“ segir Sólveig Anna um aðgerðirnar og bætir við að hún upplifi mikla samstöðu og baráttuvilja. Aðeins upphafið af miklu ítarlegu plani Náist ekki samningar með þessum aðgerðum gerir Efling ráð fyrir að fleiri stéttir fari í verkfall. Efling hafi unnið að tímalínu í þeim efnum en að sögn Sólveigar verða þær upplýsingar ekki gerðar opinberar. „Þetta er upphafið af miklu ítarlegra plani sem að kemur þá í ljós eftir því sem fram vindur,“ segir hún. „Það fólk sem við erum nú að semja fyrir telur hátt í 21 þúsund manns þannig það er augljóst að án þessa vinnuafls þá væri höfuðborgarsvæðið bara stopp, í lamasessi. Það er svona svarið á þessum tímapunkti, fjölmargir geirar, risastór hópur af fólki sem að heldur hér öllu gangandi. Svo bara kemur það í ljós þegar að því kemur,“ segir hún enn fremur. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á morgun en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar vill ekki lýsa því yfir að hún sé vongóð eða ekki vongóð. Samtök atvinnulífsins beri ábyrgð á atburðarrásinni sem nú sé farin af stað og þurfi að koma niður á jörðina. „Það er ekki hægt að afsaka það að ganga ekki til samninga við Eflingu, það er ekki hægt að afsaka það að samningsréttur Eflingar sé ekki virtur. Hvort þetta verði til þess að menn geri það sem þeir eigi að gera eins og þeim ber skylda til, því get ég ekki svarað. Það verður bara morgundagurinn að leiða í ljós,“ segir Sólveig. Harmar árásir forystu Starfsgreinasambandsins Hvað kröfur Eflingar varðar segir Sólveig þær sanngjarnar og hófstilltar. Tekist hefur verið á um sérstaka framfærsluuppbót fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu vegna hærri húsnæðiskostnaðar, sem formaður Starfsgreinasambandsins hefur meðal annars gagnrýnt. „Mín viðbrögð og viðbrögð samninganefndar Eflingar eru fyrst og fremst þau að harma þær árásir sem að félagsfólk Eflingar sem stendur í þessari erfiðri kjaradeilu hefur orðið fyrir frá forystu innan Starfsgreinasambandsins. Það er bara erfitt fyrir okkur að skilja hvernig í ósköpunum mönnum dettur til hugar að ráðast að vinnuafli höfuðborgarsvæðisins, láglaunafólki sem er einfaldlega að fara fram á að geta aukið möguleika sína til að lifa,“ segir Sólveig aðspurð um þá gagnrýni. „Ég get ekki skilið og ég mun aldrei skilja hvernig menn geta ekki staðið með láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins. Það er óskiljanlegt fyrir mér að öllu leyti,“ segir hún enn fremur. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í gær verkfallsboðun en atkvæðagreiðsla hefst á hádegi á morgun meðal tæplega 300 félagsmanna sem starfa á sjö hótelum sem rekin eru af Íslandshótelum og Fosshótel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðslunni lýkur að kvöldi 30. janúar og ef aðgerðirnar verða samþykktar mun ótímabundið verkfall hefjast á hádegi 7. febrúar. Minnst fimmtíu og átta þeirra sem aðgerðirnar ná til verða að samþykkja verkfall svo úr verði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir þetta fyrsta skrefið en Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins þann 10. janúar. „Við viljum auðvitað ná samningi en við erum með þetta tól í höndunum og við teljum að það sé ríkulegur vilji hjá félagsfólki til þess að beita því. Þetta er bara sú taktíska nálgun sem við notumst við að þessu sinni, að gera þetta svona,“ segir Sólveig Anna um aðgerðirnar og bætir við að hún upplifi mikla samstöðu og baráttuvilja. Aðeins upphafið af miklu ítarlegu plani Náist ekki samningar með þessum aðgerðum gerir Efling ráð fyrir að fleiri stéttir fari í verkfall. Efling hafi unnið að tímalínu í þeim efnum en að sögn Sólveigar verða þær upplýsingar ekki gerðar opinberar. „Þetta er upphafið af miklu ítarlegra plani sem að kemur þá í ljós eftir því sem fram vindur,“ segir hún. „Það fólk sem við erum nú að semja fyrir telur hátt í 21 þúsund manns þannig það er augljóst að án þessa vinnuafls þá væri höfuðborgarsvæðið bara stopp, í lamasessi. Það er svona svarið á þessum tímapunkti, fjölmargir geirar, risastór hópur af fólki sem að heldur hér öllu gangandi. Svo bara kemur það í ljós þegar að því kemur,“ segir hún enn fremur. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á morgun en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar vill ekki lýsa því yfir að hún sé vongóð eða ekki vongóð. Samtök atvinnulífsins beri ábyrgð á atburðarrásinni sem nú sé farin af stað og þurfi að koma niður á jörðina. „Það er ekki hægt að afsaka það að ganga ekki til samninga við Eflingu, það er ekki hægt að afsaka það að samningsréttur Eflingar sé ekki virtur. Hvort þetta verði til þess að menn geri það sem þeir eigi að gera eins og þeim ber skylda til, því get ég ekki svarað. Það verður bara morgundagurinn að leiða í ljós,“ segir Sólveig. Harmar árásir forystu Starfsgreinasambandsins Hvað kröfur Eflingar varðar segir Sólveig þær sanngjarnar og hófstilltar. Tekist hefur verið á um sérstaka framfærsluuppbót fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu vegna hærri húsnæðiskostnaðar, sem formaður Starfsgreinasambandsins hefur meðal annars gagnrýnt. „Mín viðbrögð og viðbrögð samninganefndar Eflingar eru fyrst og fremst þau að harma þær árásir sem að félagsfólk Eflingar sem stendur í þessari erfiðri kjaradeilu hefur orðið fyrir frá forystu innan Starfsgreinasambandsins. Það er bara erfitt fyrir okkur að skilja hvernig í ósköpunum mönnum dettur til hugar að ráðast að vinnuafli höfuðborgarsvæðisins, láglaunafólki sem er einfaldlega að fara fram á að geta aukið möguleika sína til að lifa,“ segir Sólveig aðspurð um þá gagnrýni. „Ég get ekki skilið og ég mun aldrei skilja hvernig menn geta ekki staðið með láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins. Það er óskiljanlegt fyrir mér að öllu leyti,“ segir hún enn fremur.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira