Erlent

Maðurinn hafði í­trekað rofið nálgunar­bann

Árni Sæberg skrifar
Rannsókn málsins er á könnu lögreglunnar í Stafangri.
Rannsókn málsins er á könnu lögreglunnar í Stafangri. Getty/Fraser Hall

Íslendingurinn sem játað hefur að hafa stungið fyrrverandi eiginkonu sína í Noregi á fimmtudag hafði ítrekað rofið nálgunarbann sem konan hafði fengið gegn honum. Lögregla hafði síðast afskipti af honum aðeins um fjörutíu mínútum fyrir hnífstunguárásina.

Greint var frá því í gær að íslensk kona á sjötugsaldri lægi alvarlega særð á sjúkrahúsi í Rogalandi í Noregi eftir hnífstunguárás fyrir utan McDonalds-veitingastað í bænum Norheim. Árásarmaðurinn hafði verið giftur konunni í fjörutíu ár en þau voru skilin.

 

Norska ríkisútvarpið greinr frá því í dag að maðurinn hafi ítrekað brotið gegn nálgunarbanninu og að lögregla hafi oft þurft að hafa afskipti af honum. Síðast aðeins fjörutíu mínútum áður en hann réðst að konunni. Að sögn Eriks Lea, verjanda mannsins, var það vegna deilna milli hjónanna fyrrverandi.

Hann segir að maðurinn hafi ekki gefið upp ástæðu þess að hann réðst gegn konunni. Lea segir manninn haf greint frá því að hann hafi séð rautt þegar hann sá konuna fyrir utan veitingastaðinn og misst samband við eigin höfuð. Hann segir manninn ekki skilja hvers vegna hann framdi árásina en að hann geri sér grein fyrir því að hafa gert það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×