Saga og Snorri búa í stórskemmtilegri og listrænni íbúð á Brávallagötu í miðbæ Reykjavíkur, ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni, Eddu Kristínu.
Saga óskaði eftir leigjanda á Twitter síðu sinni í vikunni. Um er að ræða tímabundna leigu í febrúar og fram í mars. Ástæðan er ferðalag Sögu og Snorra til Mexíkó.
Eins og sjá má á myndum er íbúðin afar lífleg og falleg. Plöntur eru í hverju horni og má því gera ráð fyrir því að leigjandinn þurfi að geta haldið í þeim lífinu á meðan á leigunni stendur.
Í íbúðinni er allt til alls og minnist Saga sérstaklega á píanó, kamínu og fallegt veggfóður.
Vill einhver leiga íbúðina okkar á Brávallagötu núna í febrúar fram í miðjan mats meðan við ferðumst um Mexico? Píanó, veggfóður, teppi, snilld. pic.twitter.com/lpfMxUVTOK
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) January 18, 2023