„Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2023 11:34 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Formaður félags hjúkrunarfræðinga fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en ástandið sé auðvitað óboðlegt víðar. Yfirlýsingin var birt í tengslum við mál hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp. Málið, og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítala sem ákærð er fyrir manndráp í ágúst 2021 fór fram í vikunni. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa neytt næringardrykk ofan í sjúkling, með þeim afleiðingum að hann lést. Í yfirlýsingu Landspítala vegna málsins í gær segir að við atvikið hafi ýmsir annmarkar komið í ljós á geðþjónustunni - sem gerðar hafi verið úrbætur á. Spítalanum þykir jafnframt miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við „ófullnægjandi aðstæður“ á þessum tíma. Gott að fá viðurkenninguna Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga fagnar yfirlýsingu spítalans. „Þarna finnst mér Landspítalinn stíga fram með gott fordæmi og viðurkennir það að það þarf skýrara verklag, betri starfsaðstæður og aukna þjálfun. Og ég fagna því mjög. Nú er þessi viðurkenning komin þannig að nú verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður,“ segir Guðbjörg. Búið sé að gefa í á ýmsum sviðum - en ekki nógu mikið. Fyrst og fremst verði að bæta mönnun. Mál hjúkrunarfræðingsins, sem og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Hávært ákall sé um að refsilöggjöf verði endurskoðuð. „Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk. Ég ætla bara að leyfa mér að tala líka fyrir þeirra hönd því þau eru meðvituð um það og eru búin að vera það til margra ára. Það er mjög sérstakt að sinna starfi sem þú hefur áhuga á að læra, lærðir og vilt starfa við og síðan er þetta starfsumhverfið sem setur þér þessar skorður. Það eru engin lágmarksviðmið í mönnun, það eru ófullnægjandi starfsaðstæður, það vantar búnað og fleira. Síðan ef eitthvað kemur upp á ert það þú sem ert tekinn fyrir dómstóla, þú sem einstaklingur,“ segir Guðbjörg. Heilbrigðismál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10 Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítala sem ákærð er fyrir manndráp í ágúst 2021 fór fram í vikunni. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa neytt næringardrykk ofan í sjúkling, með þeim afleiðingum að hann lést. Í yfirlýsingu Landspítala vegna málsins í gær segir að við atvikið hafi ýmsir annmarkar komið í ljós á geðþjónustunni - sem gerðar hafi verið úrbætur á. Spítalanum þykir jafnframt miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við „ófullnægjandi aðstæður“ á þessum tíma. Gott að fá viðurkenninguna Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga fagnar yfirlýsingu spítalans. „Þarna finnst mér Landspítalinn stíga fram með gott fordæmi og viðurkennir það að það þarf skýrara verklag, betri starfsaðstæður og aukna þjálfun. Og ég fagna því mjög. Nú er þessi viðurkenning komin þannig að nú verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður,“ segir Guðbjörg. Búið sé að gefa í á ýmsum sviðum - en ekki nógu mikið. Fyrst og fremst verði að bæta mönnun. Mál hjúkrunarfræðingsins, sem og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. Hávært ákall sé um að refsilöggjöf verði endurskoðuð. „Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk. Ég ætla bara að leyfa mér að tala líka fyrir þeirra hönd því þau eru meðvituð um það og eru búin að vera það til margra ára. Það er mjög sérstakt að sinna starfi sem þú hefur áhuga á að læra, lærðir og vilt starfa við og síðan er þetta starfsumhverfið sem setur þér þessar skorður. Það eru engin lágmarksviðmið í mönnun, það eru ófullnægjandi starfsaðstæður, það vantar búnað og fleira. Síðan ef eitthvað kemur upp á ert það þú sem ert tekinn fyrir dómstóla, þú sem einstaklingur,“ segir Guðbjörg.
Heilbrigðismál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10 Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10
Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58
Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17