Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2023 13:07 Notkun rafbyssa er og hefur verið afar umdeild erlendis. Getty Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. Þetta kemur fram í drögum að reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra undirritaði 30. desember síðastliðinn. Reglurnar taka gildi þegar þær birtast í Stjórnartíðindum en samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður það líklega 23. janúar næstkomandi. Í reglunum er að finna heimild til handa lögreglu til notkunar rafbyssa, sem ráðuneytið kýs að kalla „rafvarnarvopn“. Þar segir að lögreglu sé heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til að yfirbuga einstakling eða skilyrði til notkun skotvopna er ekki til staðar. „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnar-vopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu. Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu,“ segir í regludrögunum. Þá segir að hafa þurfi í huga að sá sem beittur sé rafbyssu muni mögulega falla niður. Athygli vekur að ekki er kveðið á um að viðkomandi sé fluttur á sjúkrahús til læknisskoðunar, heldur aðeins í þeim tilvikum þegar ástæða þykir til. Samkvæmt reglunum verða lögreglumenn, ef aðstæður leyfa, að vara einstaklinga við áður en rafbyssu er beitt. Aðeins skipaðir eða settir lögreglumenn sem lokið hafa lögreglunámi og fengið þjálfun í notkun rafbyssa geta fengið þeim úthlutað. „Þeir einir mega nota rafvarnarvopn sem hlotið hafa slíka þjálfun,“ segir í regludrögunum. Þá segir að lögreglumenn sem fá úthlutað rafbyssu skuli einnig bera búkmyndavél og nota hana samhliða notkun rafbyssunnar. „Viðkomandi lögreglumenn skulu hljóta árlega viðhaldsþjálfun í notkun rafvarnarvopna sam-kvæmt nánari reglum sem ríkislögreglustjóri setur,“ segir í regludrögunum en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji ítarlegri verklagsreglur um notkun rafbyssa en kveðið er á um í reglum ráðherra. Í reglunum er að lokum kveðið á um skýrslugerð í kjölfar notkunar rafvarnarvopna og lögreglumönnum gert að greina yfirmönnum sínum strax frá notkuninni og rita skýrslu um atvikið. „Í skýrslu skulu koma fram ástæður notkunarinnar, hvernig rafvarnarvopninu var beitt og ráðstafanir sem síðan voru gerðar til að koma í veg fyrir skaða af völdum beitingarinnar.“ Notkun rafbyssu geti verið vægara úrræði en að beita kylfu Athygli vekur að í reglunum, þar sem fjallað er um öll vopn lögreglu, virðist afstaðan til rafbyssa nokkuð afslappaðri en til skotvopna. Rafbyssurnar eru felldar undir kafla þar sem fjallað er um kylfur og úðavopn en í öðrum kafla er fjallað um skotvopn, sprengivopn, gasvopn og hvellvopn. Hvað varðar síðarnefndu vopnin er meðal annars fjallað nokkuð ítarlega um afhendingu skotvopna til lögreglumanna, eftirlit yfirmanna og ábyrgð lögreglumanna. Þá er fjallað um skil á skotvopnum og ábyrgð stjórnenda á skilum. Einnig eru reglurnar mun ítarlegri þegar kemur að notkun síðarnefndu vopnanna. Sambærileg fyrirmæli er ekki að finna um rafbyssurnar. Þessi afstaða, að rafbyssur séu frekar í flokki með kylfum og úðavopnum en hættulegri vopnum, er ítrekuð í athugasemdum með reglunum. Þar segir að notkun rafvarnarvopna sé mögulegri á lengra færi en með kylfu eða úðavopni. Lögreglumenn geti þannig yfirbugað einstakling áður en þeir komast í návígi við viðkomandi og þannig „minnkað hættu á skaða“. „Notkun rafvarnarvopna, úðavopna og kylfu eru á sama stigi valdbeitingar og val um hvaða vopn er notað byggir á mati lögreglumanns á hvaða vopn sé heppilegast að nota miðað við aðstæður hverju sinni. Notkun rafvarnarvopna kann þannig að vera vægari aðgerð en til dæmis að nota kylfu,“ segir í regludrögunum. Þá er vitnað í reynslu erlendis frá, sem er sögð hafa sýnt að oft nægi að ógna með rafvopni til að einstaklingur láti af mótstöðu. Í athugasemdunum er ítrekað að ætlast sé til þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar samhliða notkun rafbyssa og talað um mikilvægi þess að lögreglumenn riti skýrslur um öll atvik, hvort sem vopnið var notað eða notkun þess hótað. „Um nýjan valdbeitingar-búnað er að ræða og farið verður yfir hvert einstakt tilfelli eftir á samkvæmt nánari ákvörðun ríkis-lögreglustjóra,“ segir í regludrögunum. Lögreglan Skotvopn Rafbyssur Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Þetta kemur fram í drögum að reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra undirritaði 30. desember síðastliðinn. Reglurnar taka gildi þegar þær birtast í Stjórnartíðindum en samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður það líklega 23. janúar næstkomandi. Í reglunum er að finna heimild til handa lögreglu til notkunar rafbyssa, sem ráðuneytið kýs að kalla „rafvarnarvopn“. Þar segir að lögreglu sé heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til að yfirbuga einstakling eða skilyrði til notkun skotvopna er ekki til staðar. „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnar-vopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu. Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu,“ segir í regludrögunum. Þá segir að hafa þurfi í huga að sá sem beittur sé rafbyssu muni mögulega falla niður. Athygli vekur að ekki er kveðið á um að viðkomandi sé fluttur á sjúkrahús til læknisskoðunar, heldur aðeins í þeim tilvikum þegar ástæða þykir til. Samkvæmt reglunum verða lögreglumenn, ef aðstæður leyfa, að vara einstaklinga við áður en rafbyssu er beitt. Aðeins skipaðir eða settir lögreglumenn sem lokið hafa lögreglunámi og fengið þjálfun í notkun rafbyssa geta fengið þeim úthlutað. „Þeir einir mega nota rafvarnarvopn sem hlotið hafa slíka þjálfun,“ segir í regludrögunum. Þá segir að lögreglumenn sem fá úthlutað rafbyssu skuli einnig bera búkmyndavél og nota hana samhliða notkun rafbyssunnar. „Viðkomandi lögreglumenn skulu hljóta árlega viðhaldsþjálfun í notkun rafvarnarvopna sam-kvæmt nánari reglum sem ríkislögreglustjóri setur,“ segir í regludrögunum en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji ítarlegri verklagsreglur um notkun rafbyssa en kveðið er á um í reglum ráðherra. Í reglunum er að lokum kveðið á um skýrslugerð í kjölfar notkunar rafvarnarvopna og lögreglumönnum gert að greina yfirmönnum sínum strax frá notkuninni og rita skýrslu um atvikið. „Í skýrslu skulu koma fram ástæður notkunarinnar, hvernig rafvarnarvopninu var beitt og ráðstafanir sem síðan voru gerðar til að koma í veg fyrir skaða af völdum beitingarinnar.“ Notkun rafbyssu geti verið vægara úrræði en að beita kylfu Athygli vekur að í reglunum, þar sem fjallað er um öll vopn lögreglu, virðist afstaðan til rafbyssa nokkuð afslappaðri en til skotvopna. Rafbyssurnar eru felldar undir kafla þar sem fjallað er um kylfur og úðavopn en í öðrum kafla er fjallað um skotvopn, sprengivopn, gasvopn og hvellvopn. Hvað varðar síðarnefndu vopnin er meðal annars fjallað nokkuð ítarlega um afhendingu skotvopna til lögreglumanna, eftirlit yfirmanna og ábyrgð lögreglumanna. Þá er fjallað um skil á skotvopnum og ábyrgð stjórnenda á skilum. Einnig eru reglurnar mun ítarlegri þegar kemur að notkun síðarnefndu vopnanna. Sambærileg fyrirmæli er ekki að finna um rafbyssurnar. Þessi afstaða, að rafbyssur séu frekar í flokki með kylfum og úðavopnum en hættulegri vopnum, er ítrekuð í athugasemdum með reglunum. Þar segir að notkun rafvarnarvopna sé mögulegri á lengra færi en með kylfu eða úðavopni. Lögreglumenn geti þannig yfirbugað einstakling áður en þeir komast í návígi við viðkomandi og þannig „minnkað hættu á skaða“. „Notkun rafvarnarvopna, úðavopna og kylfu eru á sama stigi valdbeitingar og val um hvaða vopn er notað byggir á mati lögreglumanns á hvaða vopn sé heppilegast að nota miðað við aðstæður hverju sinni. Notkun rafvarnarvopna kann þannig að vera vægari aðgerð en til dæmis að nota kylfu,“ segir í regludrögunum. Þá er vitnað í reynslu erlendis frá, sem er sögð hafa sýnt að oft nægi að ógna með rafvopni til að einstaklingur láti af mótstöðu. Í athugasemdunum er ítrekað að ætlast sé til þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar samhliða notkun rafbyssa og talað um mikilvægi þess að lögreglumenn riti skýrslur um öll atvik, hvort sem vopnið var notað eða notkun þess hótað. „Um nýjan valdbeitingar-búnað er að ræða og farið verður yfir hvert einstakt tilfelli eftir á samkvæmt nánari ákvörðun ríkis-lögreglustjóra,“ segir í regludrögunum.
Lögreglan Skotvopn Rafbyssur Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent