Nýr leiðtogi og skarpari málflutningur Samfylkingunni til góðs Heimir Már Pétursson og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 18. janúar 2023 23:47 Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur segir stöðunina ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir stöðuna ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar en leiðtogabreytingar og endurskipulag málefna virðist reynast flokknum vel. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um stöðu Samfylkingarinnar rétt áður en Ólafur ætlaði sér að setjast niður og njóta leiksýningarinnar Macbeth í Borgarleikhúsinu. Því miður fyrir Samfylkinguna eru tvö ár í kosningar, Ólafur? „Já, það er engin leið að segja hvort þetta nýjabrum eða hvort þetta heldur eða eitthvað því það er alla vega er klárt að þetta er ekki mikil forspá um um næstu kosningar,“ segir Ólafur. En hver eru svona pólitísku tíðindi í þessum úrslitum ef þau yrðu nú? „Þarna er reyndar ekki marktækur munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en við sjáum teiknast upp svipað kort og við höfum séð í síðustu könnunum bæði hjá Gallup og Maskínu, tvo flokka sem eru á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent, fjóra flokka sem eru á bilinu átta til tólf prósent og síðan þrjá flokka sem eru í kringum fimm prósenta þröskuldinn með svona fjögur til sex prósent. Þannig að þetta er þannig landslag til dæmis tveggja flokka, stjórn útilokuð eins og verið hefur.“ Hvers konar þriggja flokka stjórn yrði hægt að mynda? „Ja, það yrði meira að segja erfitt að mynda þriggja flokka stjórn. Líklegast yrði slík stjórn bæði að innihalda Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.“ Það væri náttúrulega sögulegt ef það yrði aftur að þessir tveir flokkar færu saman eftir skellinn sem sú stjórn fékk? „Já það væru tíðindi og ég held nú að það sé ekki mjög líklegt eins og staðan er núna.“ En hverju getur Samfylkingin þakkað þetta? „Það er nú væntanlega það sem hefur breyst hjá henni. Annars vegar nýr leiðtogi og hins vegar hefur verið skerpt á málflutningnum þannig að það er lögð áhersla á færri kjarnamál og það virðist ganga vel í kjósendur,“ segir Ólafur. Ólafur, þú ert að fara á sýningu á Macbeth. Það er nú heldur betur pólitískur hildarleikur. „Það er pólitískur hildarleikur þar fossar blóðið, flæðir út um allt en sem betur fer höfum við nú ekki haft þannig blóðsúthellingar í íslenskri pólitík síðan á Sturlungaöld,“ segir Ólafur kíminn. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan. Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um stöðu Samfylkingarinnar rétt áður en Ólafur ætlaði sér að setjast niður og njóta leiksýningarinnar Macbeth í Borgarleikhúsinu. Því miður fyrir Samfylkinguna eru tvö ár í kosningar, Ólafur? „Já, það er engin leið að segja hvort þetta nýjabrum eða hvort þetta heldur eða eitthvað því það er alla vega er klárt að þetta er ekki mikil forspá um um næstu kosningar,“ segir Ólafur. En hver eru svona pólitísku tíðindi í þessum úrslitum ef þau yrðu nú? „Þarna er reyndar ekki marktækur munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en við sjáum teiknast upp svipað kort og við höfum séð í síðustu könnunum bæði hjá Gallup og Maskínu, tvo flokka sem eru á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent, fjóra flokka sem eru á bilinu átta til tólf prósent og síðan þrjá flokka sem eru í kringum fimm prósenta þröskuldinn með svona fjögur til sex prósent. Þannig að þetta er þannig landslag til dæmis tveggja flokka, stjórn útilokuð eins og verið hefur.“ Hvers konar þriggja flokka stjórn yrði hægt að mynda? „Ja, það yrði meira að segja erfitt að mynda þriggja flokka stjórn. Líklegast yrði slík stjórn bæði að innihalda Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.“ Það væri náttúrulega sögulegt ef það yrði aftur að þessir tveir flokkar færu saman eftir skellinn sem sú stjórn fékk? „Já það væru tíðindi og ég held nú að það sé ekki mjög líklegt eins og staðan er núna.“ En hverju getur Samfylkingin þakkað þetta? „Það er nú væntanlega það sem hefur breyst hjá henni. Annars vegar nýr leiðtogi og hins vegar hefur verið skerpt á málflutningnum þannig að það er lögð áhersla á færri kjarnamál og það virðist ganga vel í kjósendur,“ segir Ólafur. Ólafur, þú ert að fara á sýningu á Macbeth. Það er nú heldur betur pólitískur hildarleikur. „Það er pólitískur hildarleikur þar fossar blóðið, flæðir út um allt en sem betur fer höfum við nú ekki haft þannig blóðsúthellingar í íslenskri pólitík síðan á Sturlungaöld,“ segir Ólafur kíminn. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.
Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira