„Búinn að bíða eftir þessu til að sýna hvað ég get“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2023 23:30 Viktor Gísli kom inn í mark Íslands og stóð vaktina með prýði. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki alveg viss hversu margir þeir [vörðu boltarnir] voru en þetta var bara gaman,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, maður leiksins í 13 marka sigri Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik riðlakeppninnar á HM í handbolta. Viktor Gísli lék allan leikinn í markinu og var frábær. Hann varði 26 skot, eða 51 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þetta var bara geggjað. Svolítið skrítið lið en geggjaður stuðningur og gaman að fá eiga þetta augnablik í lokin með stuðningsfólkinu,“ sagði markvörðurinn um leik kvöldsins. Viktor Gísli tók undir að ekki hefðu nú öll skot Suður-Kóreumanna verið erfið að eiga við: „Vissulega ekki, en það komu skrítin skot inn á milli. Skrítið tempó og maður er ekki alveg vanur þessum skotum en góð upplifun.“ „Búinn að bíða eftir þessu til að sýna hvað ég get. Gott að fá heilan leik til að komast almennilega í gang eftir meiðslin.“ Hvort meiðslin væru enn að plaga hann: „Ekki lengur, aðallega í hausnum kannski. Maður treystir þessu kannski ekki alveg 100 prósent en ég finn ekki fyrir neinu og hlífin er að halda frábærlega.“ Að lokum var Viktor Gísli spurður hvort það hefði verið erfitt að gíra sig upp í þennan leik. „Alls ekki. Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] gerði mjög vel að peppa okkur alla í þetta. Aron [Pálmarsson, fyrirliði] líka. Allir tilbúnir frá fyrstu mínútu, það var mjög mikilvægt að byrja báða hálfleika af fullum krafti. Þegar við gerum það ekki þá verður þetta erfitt. Byrjuðum vel, náðum tökum á leiknum og kláruðum þetta.“ Klippa: Viktor Gísli eftir sigurinn á Suður-Kóreu Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Viktor Gísli lék allan leikinn í markinu og var frábær. Hann varði 26 skot, eða 51 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þetta var bara geggjað. Svolítið skrítið lið en geggjaður stuðningur og gaman að fá eiga þetta augnablik í lokin með stuðningsfólkinu,“ sagði markvörðurinn um leik kvöldsins. Viktor Gísli tók undir að ekki hefðu nú öll skot Suður-Kóreumanna verið erfið að eiga við: „Vissulega ekki, en það komu skrítin skot inn á milli. Skrítið tempó og maður er ekki alveg vanur þessum skotum en góð upplifun.“ „Búinn að bíða eftir þessu til að sýna hvað ég get. Gott að fá heilan leik til að komast almennilega í gang eftir meiðslin.“ Hvort meiðslin væru enn að plaga hann: „Ekki lengur, aðallega í hausnum kannski. Maður treystir þessu kannski ekki alveg 100 prósent en ég finn ekki fyrir neinu og hlífin er að halda frábærlega.“ Að lokum var Viktor Gísli spurður hvort það hefði verið erfitt að gíra sig upp í þennan leik. „Alls ekki. Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] gerði mjög vel að peppa okkur alla í þetta. Aron [Pálmarsson, fyrirliði] líka. Allir tilbúnir frá fyrstu mínútu, það var mjög mikilvægt að byrja báða hálfleika af fullum krafti. Þegar við gerum það ekki þá verður þetta erfitt. Byrjuðum vel, náðum tökum á leiknum og kláruðum þetta.“ Klippa: Viktor Gísli eftir sigurinn á Suður-Kóreu
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50