„Búinn að bíða eftir þessu til að sýna hvað ég get“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2023 23:30 Viktor Gísli kom inn í mark Íslands og stóð vaktina með prýði. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki alveg viss hversu margir þeir [vörðu boltarnir] voru en þetta var bara gaman,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, maður leiksins í 13 marka sigri Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik riðlakeppninnar á HM í handbolta. Viktor Gísli lék allan leikinn í markinu og var frábær. Hann varði 26 skot, eða 51 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þetta var bara geggjað. Svolítið skrítið lið en geggjaður stuðningur og gaman að fá eiga þetta augnablik í lokin með stuðningsfólkinu,“ sagði markvörðurinn um leik kvöldsins. Viktor Gísli tók undir að ekki hefðu nú öll skot Suður-Kóreumanna verið erfið að eiga við: „Vissulega ekki, en það komu skrítin skot inn á milli. Skrítið tempó og maður er ekki alveg vanur þessum skotum en góð upplifun.“ „Búinn að bíða eftir þessu til að sýna hvað ég get. Gott að fá heilan leik til að komast almennilega í gang eftir meiðslin.“ Hvort meiðslin væru enn að plaga hann: „Ekki lengur, aðallega í hausnum kannski. Maður treystir þessu kannski ekki alveg 100 prósent en ég finn ekki fyrir neinu og hlífin er að halda frábærlega.“ Að lokum var Viktor Gísli spurður hvort það hefði verið erfitt að gíra sig upp í þennan leik. „Alls ekki. Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] gerði mjög vel að peppa okkur alla í þetta. Aron [Pálmarsson, fyrirliði] líka. Allir tilbúnir frá fyrstu mínútu, það var mjög mikilvægt að byrja báða hálfleika af fullum krafti. Þegar við gerum það ekki þá verður þetta erfitt. Byrjuðum vel, náðum tökum á leiknum og kláruðum þetta.“ Klippa: Viktor Gísli eftir sigurinn á Suður-Kóreu Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Viktor Gísli lék allan leikinn í markinu og var frábær. Hann varði 26 skot, eða 51 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þetta var bara geggjað. Svolítið skrítið lið en geggjaður stuðningur og gaman að fá eiga þetta augnablik í lokin með stuðningsfólkinu,“ sagði markvörðurinn um leik kvöldsins. Viktor Gísli tók undir að ekki hefðu nú öll skot Suður-Kóreumanna verið erfið að eiga við: „Vissulega ekki, en það komu skrítin skot inn á milli. Skrítið tempó og maður er ekki alveg vanur þessum skotum en góð upplifun.“ „Búinn að bíða eftir þessu til að sýna hvað ég get. Gott að fá heilan leik til að komast almennilega í gang eftir meiðslin.“ Hvort meiðslin væru enn að plaga hann: „Ekki lengur, aðallega í hausnum kannski. Maður treystir þessu kannski ekki alveg 100 prósent en ég finn ekki fyrir neinu og hlífin er að halda frábærlega.“ Að lokum var Viktor Gísli spurður hvort það hefði verið erfitt að gíra sig upp í þennan leik. „Alls ekki. Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] gerði mjög vel að peppa okkur alla í þetta. Aron [Pálmarsson, fyrirliði] líka. Allir tilbúnir frá fyrstu mínútu, það var mjög mikilvægt að byrja báða hálfleika af fullum krafti. Þegar við gerum það ekki þá verður þetta erfitt. Byrjuðum vel, náðum tökum á leiknum og kláruðum þetta.“ Klippa: Viktor Gísli eftir sigurinn á Suður-Kóreu
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:50