Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2023 19:03 Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Biden en Demókratar höfðu gert harða hríð að Donald Trump fyrrverandi forseta sem einnig sat á skjölum sem hann átti ekki að hafa undir höndum. Getty/Kevin Dietsch Lögmenn hafa fundið fleiri leynileg skjöl heima hjá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hvíta húsið hafði áður lýst því yfir að aðeins stök blaðsíða hafi fundist. Greint var frá því í vikunni að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður til að skoða meðhöndlun Bandaríkjaforseta á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á víð og dreif, til að mynda á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr. Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Skjölin eru tiltölulega fá en Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að gögn hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans, Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement, 2. nóvember 2021. Í desember fannst svo skjal á heimili hans. Hvíta húsið lýsti því þá yfir að um eina staka blaðsíðu væri að ræða. Biden hélt því fam að hann ætlaði að vinna með rannsakendum og varpa ljósi á málið í fullu samstarfi við dómsmálaráðuneytið. AP fréttaveitan greinir nú frá því að lögmaðurinn Richard Sauber hafi fundið sex skjöl heima hjá forsetanum. Skjölin eru nú komin í vörslu dómsmálaráðuneytisins, en forsetinn kveðst hafa haft skjölin í fórum sínum vegna mistaka. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður til að skoða meðhöndlun Bandaríkjaforseta á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á víð og dreif, til að mynda á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr. Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Skjölin eru tiltölulega fá en Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að gögn hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans, Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement, 2. nóvember 2021. Í desember fannst svo skjal á heimili hans. Hvíta húsið lýsti því þá yfir að um eina staka blaðsíðu væri að ræða. Biden hélt því fam að hann ætlaði að vinna með rannsakendum og varpa ljósi á málið í fullu samstarfi við dómsmálaráðuneytið. AP fréttaveitan greinir nú frá því að lögmaðurinn Richard Sauber hafi fundið sex skjöl heima hjá forsetanum. Skjölin eru nú komin í vörslu dómsmálaráðuneytisins, en forsetinn kveðst hafa haft skjölin í fórum sínum vegna mistaka.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20
Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09