„Við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2023 21:01 Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, segja áfangasigur hafa unnist í gær þegar ákveðið var að halda starfseminni áfram út árið. Þakklæti var efst í huga gestanna þegar fréttastofa leit við í Vin í dag. Tilkynnt var í desember að starfsemi Vinjar yrði lögð niður í sparnaðarskyni. Lokunin var gagnrýnd harðlega, meðal annars úr hópi fastagesta sem margir sækja sinn eina félagsskap til Vinjar. En ákveðið var á fundi velferðarráðs í gær að starfseminni yrði haldið óbreyttri í það minnsta út árið. Fréttastofa leit við í Vin í dag, þar sem ríkti allt annað andrúmsloft en í síðustu heimsókn í desember. „Það má segja að það hafi verið áfangasigur í gær. Eiginlega myndi ég segja að það væri barátta þessa fólks [fastagestanna] sem skilaði okkur þangað,“ segir Bryndís Christensen, starfskona í Vin. „Hugsanlega verðum við flutt á annan stað en við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman.“ Ekki öfundsvert hlutskipti að ráðskast með annarra örlög Þakklæti var efst í huga gesta og þá örlaði meira að segja fyrir samúð með ráðamönnum sem tóku hina óheillavænlegu ákvörðun í fyrra. „Það getur varla verið öfundsvert hlutskipti að standa í sporum þessa fólks. Að þurfa að ráðskast með örlög annarra,“ segir Magnús Hákonarson, fastagestur í Vin. „Við erum öll þakklát fyrir þennan áfanga og þetta tækifæri sem okkur var gefið,“ segir Ólafur Thorsson, annar fastagestur. Félagsmál Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Tilkynnt var í desember að starfsemi Vinjar yrði lögð niður í sparnaðarskyni. Lokunin var gagnrýnd harðlega, meðal annars úr hópi fastagesta sem margir sækja sinn eina félagsskap til Vinjar. En ákveðið var á fundi velferðarráðs í gær að starfseminni yrði haldið óbreyttri í það minnsta út árið. Fréttastofa leit við í Vin í dag, þar sem ríkti allt annað andrúmsloft en í síðustu heimsókn í desember. „Það má segja að það hafi verið áfangasigur í gær. Eiginlega myndi ég segja að það væri barátta þessa fólks [fastagestanna] sem skilaði okkur þangað,“ segir Bryndís Christensen, starfskona í Vin. „Hugsanlega verðum við flutt á annan stað en við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman.“ Ekki öfundsvert hlutskipti að ráðskast með annarra örlög Þakklæti var efst í huga gesta og þá örlaði meira að segja fyrir samúð með ráðamönnum sem tóku hina óheillavænlegu ákvörðun í fyrra. „Það getur varla verið öfundsvert hlutskipti að standa í sporum þessa fólks. Að þurfa að ráðskast með örlög annarra,“ segir Magnús Hákonarson, fastagestur í Vin. „Við erum öll þakklát fyrir þennan áfanga og þetta tækifæri sem okkur var gefið,“ segir Ólafur Thorsson, annar fastagestur.
Félagsmál Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27