„Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:44 Birgir Örn Magnússon stöð 2 „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. Síðasta föstudag kom í ljós hvaða keppendur dómnefndin hefði valið í lokahóp keppninnar. Mikil umræða skapaðist eftir að Einar Óli Ólafsson var sendur heim en Birgir Örn komst áfram og var ljóst að áhorfendur voru ekki allir sammála dómnefndinni. Flutningur Birgis í síðasta þætti var ekki hans besti og sagði Idol dómarinn Bríet meðal annars að hann hefði aldrei sungið jafn illa fyrir þau. Þegar Birgir komst áfram sagðist hann finna til sektarkenndar, þar sem aðrir keppendur hefðu staðið sig svo vel. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Skrítið en komst yfir þetta Nú hefur Birgir hins vegar hrist af sér samviskubitið, hann horfir fram á veginn og ætlar að nýta sér atburði vikunnar sem drifkraft annað kvöld þegar fyrsta beina útsendingin fer fram. „Þetta var náttúrlega svolítið skrítið til að byrja með. En svo bara kemst maður yfir þetta, af því að í enda dagsins þá er maður kominn áfram í úrslitin og verður bara að einblína á það góða og alla þessa spennandi hluti sem eru í gangi núna,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hann segist vissulega finna fyrir þörf til þess að sanna sig fyrir áhorfendum en sjálfur efast hann ekki um eigin hæfileika. „Ég veit náttúrlega alveg hvað ég hef upp á að bjóða. Ég fæ bara annan séns til þess að sýna það núna á morgun. Eins og allt er búið að ganga núna, þá verður þetta alveg gríðarlega flott,“ segir hann öruggur. Birgir Örn er einn af þeim keppendum sem komust í átta manna útslit Idol. Það voru þó ekki allir áhorfendur sammála þeirri ákvörðun dómnefndar eftir flutning Birgis í síðasta þætti.Vísir/Vilhelm Gæti unnið með honum að vera „underdog“ Birgir er með góða tilfinningu fyrir morgundeginum og á hann ekki von á því að flutningur hans í síðasta þætti eigi eftir að skemma fyrir honum, síður en svo. „Ég er orðinn svolítill svona „underdog“ í þessari keppni útaf öllu sem er búið að eiga sér stað. Þannig ef maður horfir bara á þetta frá því sjónarhorni þá er ég bara í mjög góðri stöðu. Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig. Það eru margir að bíða eftir morgundeginum til þess að sjá hvað gerist, þannig þetta er bara spennandi.“ Á morgun er það ekki dómnefndin sem keppendur þurfa að heilla, heldur verða örlög keppenda í höndum áhorfenda. Hér eftir verður það símakosning sem mun segja til um það hvaða keppendur fara heim næstu föstudagskvöld og hvaða keppandi stendur uppi sem Idol stjarna Íslands. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Síðasta föstudag kom í ljós hvaða keppendur dómnefndin hefði valið í lokahóp keppninnar. Mikil umræða skapaðist eftir að Einar Óli Ólafsson var sendur heim en Birgir Örn komst áfram og var ljóst að áhorfendur voru ekki allir sammála dómnefndinni. Flutningur Birgis í síðasta þætti var ekki hans besti og sagði Idol dómarinn Bríet meðal annars að hann hefði aldrei sungið jafn illa fyrir þau. Þegar Birgir komst áfram sagðist hann finna til sektarkenndar, þar sem aðrir keppendur hefðu staðið sig svo vel. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Skrítið en komst yfir þetta Nú hefur Birgir hins vegar hrist af sér samviskubitið, hann horfir fram á veginn og ætlar að nýta sér atburði vikunnar sem drifkraft annað kvöld þegar fyrsta beina útsendingin fer fram. „Þetta var náttúrlega svolítið skrítið til að byrja með. En svo bara kemst maður yfir þetta, af því að í enda dagsins þá er maður kominn áfram í úrslitin og verður bara að einblína á það góða og alla þessa spennandi hluti sem eru í gangi núna,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hann segist vissulega finna fyrir þörf til þess að sanna sig fyrir áhorfendum en sjálfur efast hann ekki um eigin hæfileika. „Ég veit náttúrlega alveg hvað ég hef upp á að bjóða. Ég fæ bara annan séns til þess að sýna það núna á morgun. Eins og allt er búið að ganga núna, þá verður þetta alveg gríðarlega flott,“ segir hann öruggur. Birgir Örn er einn af þeim keppendum sem komust í átta manna útslit Idol. Það voru þó ekki allir áhorfendur sammála þeirri ákvörðun dómnefndar eftir flutning Birgis í síðasta þætti.Vísir/Vilhelm Gæti unnið með honum að vera „underdog“ Birgir er með góða tilfinningu fyrir morgundeginum og á hann ekki von á því að flutningur hans í síðasta þætti eigi eftir að skemma fyrir honum, síður en svo. „Ég er orðinn svolítill svona „underdog“ í þessari keppni útaf öllu sem er búið að eiga sér stað. Þannig ef maður horfir bara á þetta frá því sjónarhorni þá er ég bara í mjög góðri stöðu. Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig. Það eru margir að bíða eftir morgundeginum til þess að sjá hvað gerist, þannig þetta er bara spennandi.“ Á morgun er það ekki dómnefndin sem keppendur þurfa að heilla, heldur verða örlög keppenda í höndum áhorfenda. Hér eftir verður það símakosning sem mun segja til um það hvaða keppendur fara heim næstu föstudagskvöld og hvaða keppandi stendur uppi sem Idol stjarna Íslands.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38
Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35
Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið