Hugvitið í sókn á Norðurlandi Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2023 13:00 Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra tilkynnti í dag um úthlutun á yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla á Íslandi. Hugmyndin var fyrst tilkynnt í haust og fór strax af stað gríðarlega mikið og öflugt samtal á milli háskólanna um aukið og bætt samstarf milli þeirra til að efla gæði náms á háskólastigi. Aukin áhersla á STEAM greinar Lykillinn að auknum lífsgæðum er frjór jarðvegur fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi. Með öðrum orðum er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins mikilvæg til að mæta áskorunum og finna nýjar lausnir. Háskólarnir fá nú aukið fjármagn til að fjölga brautskráningum í STEAM greinum, þ.e. vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði en bent hefur verið á að færni í þessum greinum efli nýsköpunarhæfni samfélaga. Von er um að hlutfalli háskólamenntaðra í STEAM greinum muni hækka við aukna áherslu á nám í þessum greinum. Öflugra háskólanám fyrir landið allt Það vekur mikla ánægju að Háskólinn á Akureyri er aðili að 19 af 25 verkefnum sem hljóta úthlutun. Háskólinn á Akureyri sinnir mikilvægu hlutverki sem háskóli á landsbyggðinni og hefur lengi verið í sókn, þá sýnir þessi niðurstaða hversu öflugt og metnaðarfullt starfslið skólans er. Tækninám loks á Norðurlandi Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri fá 33. m.kr. til að setja á laggir B.Sc. nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir tæknifræðinga á Akureyri. Á Norðurlandi hefur lengi verið talað um vöntun á námi í tæknigreinum á háskólastigi og því er afskaplega jákvætt að námið muni hefjast strax í haust. Bæði HA og HR standa að baki námsins en með því gefst nemendum tækifæri til að stunda tækninám í heimabyggð og mun þannig styðja við atvinnulíf á Norðurlandi. Hugvitið eflir samkeppnishæfni dreifðari byggða Íbúar í hinum dreifðari byggðum þurfa betra aðgengi að námi á háskólastigi. Aukið samstarf háskólanna hvetur til fjölbreyttara framboðs náms nær heimabyggð. Háskólarnir hafa ekki allir lagt áherslu á rafræna kennslu, þar sem mæting í skólastofuna er ekki nauðsyn, en með auknu samstarfi eru nú skólar sem ýmist sérhæfa sig í starfrænu námi og þeir sem bjóða upp á hefðbundið nám í skólastofum knúin til að veita sveigjanlegra nám, íbúum alls landsins til heilla. Þess má vænta að möguleikar á fjölbreyttari störfum opnast um leið og menntunarstig hækkar í byggðunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra tilkynnti í dag um úthlutun á yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla á Íslandi. Hugmyndin var fyrst tilkynnt í haust og fór strax af stað gríðarlega mikið og öflugt samtal á milli háskólanna um aukið og bætt samstarf milli þeirra til að efla gæði náms á háskólastigi. Aukin áhersla á STEAM greinar Lykillinn að auknum lífsgæðum er frjór jarðvegur fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi. Með öðrum orðum er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins mikilvæg til að mæta áskorunum og finna nýjar lausnir. Háskólarnir fá nú aukið fjármagn til að fjölga brautskráningum í STEAM greinum, þ.e. vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði en bent hefur verið á að færni í þessum greinum efli nýsköpunarhæfni samfélaga. Von er um að hlutfalli háskólamenntaðra í STEAM greinum muni hækka við aukna áherslu á nám í þessum greinum. Öflugra háskólanám fyrir landið allt Það vekur mikla ánægju að Háskólinn á Akureyri er aðili að 19 af 25 verkefnum sem hljóta úthlutun. Háskólinn á Akureyri sinnir mikilvægu hlutverki sem háskóli á landsbyggðinni og hefur lengi verið í sókn, þá sýnir þessi niðurstaða hversu öflugt og metnaðarfullt starfslið skólans er. Tækninám loks á Norðurlandi Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri fá 33. m.kr. til að setja á laggir B.Sc. nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir tæknifræðinga á Akureyri. Á Norðurlandi hefur lengi verið talað um vöntun á námi í tæknigreinum á háskólastigi og því er afskaplega jákvætt að námið muni hefjast strax í haust. Bæði HA og HR standa að baki námsins en með því gefst nemendum tækifæri til að stunda tækninám í heimabyggð og mun þannig styðja við atvinnulíf á Norðurlandi. Hugvitið eflir samkeppnishæfni dreifðari byggða Íbúar í hinum dreifðari byggðum þurfa betra aðgengi að námi á háskólastigi. Aukið samstarf háskólanna hvetur til fjölbreyttara framboðs náms nær heimabyggð. Háskólarnir hafa ekki allir lagt áherslu á rafræna kennslu, þar sem mæting í skólastofuna er ekki nauðsyn, en með auknu samstarfi eru nú skólar sem ýmist sérhæfa sig í starfrænu námi og þeir sem bjóða upp á hefðbundið nám í skólastofum knúin til að veita sveigjanlegra nám, íbúum alls landsins til heilla. Þess má vænta að möguleikar á fjölbreyttari störfum opnast um leið og menntunarstig hækkar í byggðunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar