Leyfi afturkallað fyrir umdeildri virkjun í Skaftárhreppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2023 12:38 Framkvæmdaleyfið var veitt í maí í fyrra. Landvernd Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Skaftárhrepps vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti. Fimm náttúruverndarsamtök og hópur landeigenda á svæðinu kærðu leyfið til úrskurðanefndarinnar í júní í fyrra, meðal annars vegna brota á náttúruverndarlögum. Hugmyndin um virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi á sér nokkra forsögu allt aftur til 2006. Ragnar Jónsson landeigandi sagði í Fréttablaðinu á árinu að málið hefði verið í farvegi í um tuttugu ár. Málið var afar umdeilt innan sveitastjórnarinnar en tveir af fimm sveitastjórnarfulltrúum töldu óafturkræf spjöll hljótast af virkjuninni. Hér má sjá hvar Hverfisfljótið er staðsett. Farið var fram á framkvæmdaleyfi vegna 9,3 MW virkjunar sem er undanþegin rammaáætlun enda undir 10 MW. Skaftárhreppur veitti framkvæmdaleyfi í vor sem var svo kært í sumar. Úrskurðarnefndin taldi það til verulegra annmarka hjá sveitastjórninni, við veitingu leyfisins, að hafa ekki kynnt sér matsskýrslu Ragnars við útgáfu framkvæmdarleyfis. Þá skorti rökstuðning á því af hverju virkjunin væri brýn og með hvaða hætti virkjunin muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. Rökstuðningur sveitarstjórnar megi helst skilja á þann veg að minni þörf verði á varaaflsstöðvum hjá stærri fyrirtækjum eða bændum. Þá nefnir nefndin einnig að staðhæft sé að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfirleitt vera opinn fyrir henni. Verðlaunarithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir á sumarbústaðinn Seljalandi sem stendur á lóð í landi jarðar í hlíð austur við Dalshöfða. Hún hafði áhyggjur af vegaverð að virkjuninni í landi Seljalands, um hundrað metra frá bæjardyrunum.HÍ/Kristinn Ingvarsson Þá vísaði nefndin frá kæru Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar og eiganda bústaðarins Seljalands og Helgi Björnssonar jöklafræðings og eiganda jarðarinnar Hruna. Ekki var talið að þau nytu kæruaðildar að málinu vegna grenndar eða ríkra hagsmuna. Landvernd fagnar niðurstöðunni. „Úrskurður nefndarinnar er mikilvægur og afar ánægjulegur áfangi fyrir náttúruvernd í landinu sem hefur átt undir högg að sækja. Með honum er ekki einungis Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni bjargað frá óafturkræfri eyðileggingu, heldur kemur skýrt fram í úrskurðinum að fara verður eftir náttúruverndarlögum við veitingu leyfa og að leyfisveitendur verða að rökstyðja ákvarðanir sínar sem spilla náttúru með afgerandi hætti, en á það hefur skort í umhverfismálum á Íslandi,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Úrskurður nefndarinnar. Orkumál Skaftárhreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Hugmyndin um virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi á sér nokkra forsögu allt aftur til 2006. Ragnar Jónsson landeigandi sagði í Fréttablaðinu á árinu að málið hefði verið í farvegi í um tuttugu ár. Málið var afar umdeilt innan sveitastjórnarinnar en tveir af fimm sveitastjórnarfulltrúum töldu óafturkræf spjöll hljótast af virkjuninni. Hér má sjá hvar Hverfisfljótið er staðsett. Farið var fram á framkvæmdaleyfi vegna 9,3 MW virkjunar sem er undanþegin rammaáætlun enda undir 10 MW. Skaftárhreppur veitti framkvæmdaleyfi í vor sem var svo kært í sumar. Úrskurðarnefndin taldi það til verulegra annmarka hjá sveitastjórninni, við veitingu leyfisins, að hafa ekki kynnt sér matsskýrslu Ragnars við útgáfu framkvæmdarleyfis. Þá skorti rökstuðning á því af hverju virkjunin væri brýn og með hvaða hætti virkjunin muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. Rökstuðningur sveitarstjórnar megi helst skilja á þann veg að minni þörf verði á varaaflsstöðvum hjá stærri fyrirtækjum eða bændum. Þá nefnir nefndin einnig að staðhæft sé að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfirleitt vera opinn fyrir henni. Verðlaunarithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir á sumarbústaðinn Seljalandi sem stendur á lóð í landi jarðar í hlíð austur við Dalshöfða. Hún hafði áhyggjur af vegaverð að virkjuninni í landi Seljalands, um hundrað metra frá bæjardyrunum.HÍ/Kristinn Ingvarsson Þá vísaði nefndin frá kæru Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar og eiganda bústaðarins Seljalands og Helgi Björnssonar jöklafræðings og eiganda jarðarinnar Hruna. Ekki var talið að þau nytu kæruaðildar að málinu vegna grenndar eða ríkra hagsmuna. Landvernd fagnar niðurstöðunni. „Úrskurður nefndarinnar er mikilvægur og afar ánægjulegur áfangi fyrir náttúruvernd í landinu sem hefur átt undir högg að sækja. Með honum er ekki einungis Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni bjargað frá óafturkræfri eyðileggingu, heldur kemur skýrt fram í úrskurðinum að fara verður eftir náttúruverndarlögum við veitingu leyfa og að leyfisveitendur verða að rökstyðja ákvarðanir sínar sem spilla náttúru með afgerandi hætti, en á það hefur skort í umhverfismálum á Íslandi,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Úrskurður nefndarinnar.
Orkumál Skaftárhreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08