Sálfræðingar gagnrýna auglýsingu um „hugræna endurforritun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 07:49 „Það er mjög mikilvægt að almenningur sé gagnrýninn á það hver meðferðaraðilinn er. Og hann á að spyrja: Er meðferðaraðilinn heilbrigðisstarfsmaður? Því ef eitthvað fer illa og þér líður ef til vill verr eftir meðferð, þá er ekkert hægt að gera í því.“ Þetta segir Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, um meðferðir sem boðið er upp á vegna andlegrar vanlíðunar eða veikinda en sæta ekki eftirliti Landlæknisembættisins. Tilefnið er auglýsing Félags klínískra dáleiðenda á Facebook, sem hefur vakið nokkra athygli. „Það er mikil eftirspurn eftir sálfræðitímum og langir biðlistar hjá flestum sálfræðingum. Það er til önnur og mun hraðvirkari leið til að bæta andlega líðan: Klínísk meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun,“ lofar auglýsingin. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna eru Kristbjörg Þórisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði. Tryggvi Guðjón Ingason.Vísir/Ívar Fannar „Mér var svolítið brugðið þegar ég sá þessa auglýsingu vegna þess að mér finnst mjög sérkennilegt að stilla þessari hugrænu endurforritun upp við hliðina á gagnreyndri sálfræðimeðferð. Og fyrir því eru margar ástæður,“ sagði Kristbjörg í samtali við fréttastofu. Hún og aðrir sálfræðingar sem rætt var við sögðu mjög vafasamt að stilla órannsökuðum meðferðum upp sem valkost í staðinn fyrir meðferðir sem væru gagnreyndar sem úrræði vegna geðrænna vandamála, til dæmis sálfræðimeðferð og hugræna atferlismeðferð. Nokkrir sálfræðingar kvartað undan auglýsingunni Ingibergur Þorkelsson, formaður Félags klínískra dáleiðenda, sagðist kannast við gagnrýni á auglýsinguna þegar til hans var leitað og að nokkrir sálfræðingar hefðu sett sig í samband við hann. Hann sagði fjölda rannsókna hafa verið gerðar á dáleiðslu en hugræn endurforritun væri nýrri af nálinni. Ingibergur gaf lítið fyrir að auglýsingin væri óábyrg og sagði hana ekki yrðu tekna niður, enda yrði hún aðeins í birtingu nokkra daga í viðbót. Spurður um þá staðreynd að umræddar meðferðir væru ekki eftirlitsskyldar af hálfu Landlæknisembættisins sagði Ingibergur um helming þeirra sem hefðu lokið námi hjá Dáleiðsluskóla Íslands, sem Ingibergur á og rekur, væru heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefði aldrei verið kvartað til Landlæknisembættisins vegna dáleiðslumeðferða. Vísindalegar rannsóknir, ekki bara persónulegar reynslusögur Um þetta segir Kristbjörg að málið snúi ekki aðeins að því hver meðferðaraðilinn er, heldur hvaða meðferðum er verið að beita. „Það er bara mjög mikilvægt að velta því fyrir sér hvaða meðferð verið er að bjóða upp á. Það er mjög skrýtið að þegar við erum að tala um geðræn vandamál að þá sé verið að bjóða upp á meðferðir sem ekki er búið að rannsaka,“ segir hún. Kristbjörg Þórisdóttir. Kristbjörg tekur lyfjameðferðir og bóluefni sem dæmi; við myndum aldrei samþykkja að taka lyf eða vera sprautuð með bóluefni sem hefðu ekki farið í gegnum strangar prófanir. Þá segir hún ljóst að umræddar meðferðir séu langt í frá ókeypis. Helgi Héðinsson, varaformaður Sálfræðingafélagsins, sagði dáleiðslu sem slíka geta verið verkfæri í sjálfu sér en hún væri ekki gagnreynd meðferð við geðrænum vanda. Vísindalegar rannsóknir þyrftu að liggja til grundvallar öllum meðferðum, ekki aðeins persónulegar reynslusögur. „Stóra málið er að vera að stilla þessu upp hlið við hlið,“ sagði hann um orðalag auglýsingarinnar. Helgi og Tryggvi voru sammála um að óviðurkenndar meðferðir væru ákveðið vandamál og Tryggvi og Kristbjörg komu bæði inn á þá ábyrgð sem einstaklingar væru að axla þegar þeir tækju að sér meðferð einstaklinga sem þeir hefðu hreinlega ekki menntun eða þekkingu til að aðstoða. „Heilbrigðisstarfsfólk hefur menntun til að meta hvort viðfangsefnið er eitthvað sem þeir ráða við eða ekki. Ef þú sem heilbrigðisstarfsmaður hefur ekki þekkingu á vanda viðkomandi þá áttu að vísa honum áfram til aðila sem hefur þessa þekkingu. Þetta kemur í veg fyrir að fólk sé að taka að sér verkefni sem það hefur ekki getu til að sinna,“ sagði Tryggvi. Hann sagði samband skjólstæðings og meðferðaraðila einnig viðkvæmt og það væri mikilvægt að meðferðaraðilanum væru settar skorður. „Það er mikilvægt að það séu til staðar siðareglur og annað sem vernda skjólstæðinginn.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta segir Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, um meðferðir sem boðið er upp á vegna andlegrar vanlíðunar eða veikinda en sæta ekki eftirliti Landlæknisembættisins. Tilefnið er auglýsing Félags klínískra dáleiðenda á Facebook, sem hefur vakið nokkra athygli. „Það er mikil eftirspurn eftir sálfræðitímum og langir biðlistar hjá flestum sálfræðingum. Það er til önnur og mun hraðvirkari leið til að bæta andlega líðan: Klínísk meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun,“ lofar auglýsingin. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna eru Kristbjörg Þórisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði. Tryggvi Guðjón Ingason.Vísir/Ívar Fannar „Mér var svolítið brugðið þegar ég sá þessa auglýsingu vegna þess að mér finnst mjög sérkennilegt að stilla þessari hugrænu endurforritun upp við hliðina á gagnreyndri sálfræðimeðferð. Og fyrir því eru margar ástæður,“ sagði Kristbjörg í samtali við fréttastofu. Hún og aðrir sálfræðingar sem rætt var við sögðu mjög vafasamt að stilla órannsökuðum meðferðum upp sem valkost í staðinn fyrir meðferðir sem væru gagnreyndar sem úrræði vegna geðrænna vandamála, til dæmis sálfræðimeðferð og hugræna atferlismeðferð. Nokkrir sálfræðingar kvartað undan auglýsingunni Ingibergur Þorkelsson, formaður Félags klínískra dáleiðenda, sagðist kannast við gagnrýni á auglýsinguna þegar til hans var leitað og að nokkrir sálfræðingar hefðu sett sig í samband við hann. Hann sagði fjölda rannsókna hafa verið gerðar á dáleiðslu en hugræn endurforritun væri nýrri af nálinni. Ingibergur gaf lítið fyrir að auglýsingin væri óábyrg og sagði hana ekki yrðu tekna niður, enda yrði hún aðeins í birtingu nokkra daga í viðbót. Spurður um þá staðreynd að umræddar meðferðir væru ekki eftirlitsskyldar af hálfu Landlæknisembættisins sagði Ingibergur um helming þeirra sem hefðu lokið námi hjá Dáleiðsluskóla Íslands, sem Ingibergur á og rekur, væru heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefði aldrei verið kvartað til Landlæknisembættisins vegna dáleiðslumeðferða. Vísindalegar rannsóknir, ekki bara persónulegar reynslusögur Um þetta segir Kristbjörg að málið snúi ekki aðeins að því hver meðferðaraðilinn er, heldur hvaða meðferðum er verið að beita. „Það er bara mjög mikilvægt að velta því fyrir sér hvaða meðferð verið er að bjóða upp á. Það er mjög skrýtið að þegar við erum að tala um geðræn vandamál að þá sé verið að bjóða upp á meðferðir sem ekki er búið að rannsaka,“ segir hún. Kristbjörg Þórisdóttir. Kristbjörg tekur lyfjameðferðir og bóluefni sem dæmi; við myndum aldrei samþykkja að taka lyf eða vera sprautuð með bóluefni sem hefðu ekki farið í gegnum strangar prófanir. Þá segir hún ljóst að umræddar meðferðir séu langt í frá ókeypis. Helgi Héðinsson, varaformaður Sálfræðingafélagsins, sagði dáleiðslu sem slíka geta verið verkfæri í sjálfu sér en hún væri ekki gagnreynd meðferð við geðrænum vanda. Vísindalegar rannsóknir þyrftu að liggja til grundvallar öllum meðferðum, ekki aðeins persónulegar reynslusögur. „Stóra málið er að vera að stilla þessu upp hlið við hlið,“ sagði hann um orðalag auglýsingarinnar. Helgi og Tryggvi voru sammála um að óviðurkenndar meðferðir væru ákveðið vandamál og Tryggvi og Kristbjörg komu bæði inn á þá ábyrgð sem einstaklingar væru að axla þegar þeir tækju að sér meðferð einstaklinga sem þeir hefðu hreinlega ekki menntun eða þekkingu til að aðstoða. „Heilbrigðisstarfsfólk hefur menntun til að meta hvort viðfangsefnið er eitthvað sem þeir ráða við eða ekki. Ef þú sem heilbrigðisstarfsmaður hefur ekki þekkingu á vanda viðkomandi þá áttu að vísa honum áfram til aðila sem hefur þessa þekkingu. Þetta kemur í veg fyrir að fólk sé að taka að sér verkefni sem það hefur ekki getu til að sinna,“ sagði Tryggvi. Hann sagði samband skjólstæðings og meðferðaraðila einnig viðkvæmt og það væri mikilvægt að meðferðaraðilanum væru settar skorður. „Það er mikilvægt að það séu til staðar siðareglur og annað sem vernda skjólstæðinginn.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira