Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 10:43 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að viðræðuslit Eflingarfólks gætu kostað félagsmenn Eflingar um þrjá milljarða króna þar sem afturvirkni samninga sé ekki lengur á borðinu. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um þá ákvörðun samninganefndar Eflingar að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Vilhjálmur segir að hann hafi reiknað út að viðræðuslit Eflingar gæti kostað þrjá milljarð króna, enda séu Samtök atvinnulífsins búin að slá afturvirkni samninganna út af borðinu. „Þá er einfalt að reikna út miðað við þann félagafjölda sem er hjá Eflingu. Það er í kringum 21 þúsund manns. Og ef þú notar þær launahækkanir sem um var samið þá notaði ég það sem er í okkar samningi, SGS. Og margfalda það síðan upp með þeim félagsmönnum sem eru á kjörskrá hjá Eflingu. Þá eru þetta upp undir þrír milljarðar.“ Mikill ávinningur að láta nýjan samning taka beint við af þeim gamla Vilhjálmur segir að það hafi verið lenska á íslenskum vinnumarkaði í genum árin – og nánast í hverjum einustu samningum sem hann hafi tekið þátt í síðustu tuttugu ár – að þá hafi liðið tveir til fjórir mánuðir að jafnaði þar sem kjarasamningsgerðin hafi dregist með tilheyrandi tekjutapi. „Það er mikill ávinningur fólginn í því að ná að gera kjarasamning þar sem sá nýi tekur beint ný af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. SGS ekki of fljót á sér Aðspurður um hvort að hann telji að SGS, VR og iðnaðarmenn hafi verið of fljótir á sér að semja, þegar litið er til baráttu Eflingar nú, segir Vilhjálmur að svo sé alls ekki. „Ég vísa því alfarið á bug. Þessi kjarasamningur okkar var virkilega góður. Hann er að skila fólki allt að 53 þúsund króna launahækkun fyrir utan vaktaálag og annað slíkt. Við erum með dæmi um 60 til 70 þúsund króna hækkun. Það sem ég sagði þegar ég var að skrifa undir samninginn: ég hef aldrei áður séð slíkar hækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að niðurstaða atkvæðagreiðslu sýni svo ekki verði um villst að mikil ánægja er með samninginn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bítið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Þetta sagði Vilhjálmur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um þá ákvörðun samninganefndar Eflingar að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Vilhjálmur segir að hann hafi reiknað út að viðræðuslit Eflingar gæti kostað þrjá milljarð króna, enda séu Samtök atvinnulífsins búin að slá afturvirkni samninganna út af borðinu. „Þá er einfalt að reikna út miðað við þann félagafjölda sem er hjá Eflingu. Það er í kringum 21 þúsund manns. Og ef þú notar þær launahækkanir sem um var samið þá notaði ég það sem er í okkar samningi, SGS. Og margfalda það síðan upp með þeim félagsmönnum sem eru á kjörskrá hjá Eflingu. Þá eru þetta upp undir þrír milljarðar.“ Mikill ávinningur að láta nýjan samning taka beint við af þeim gamla Vilhjálmur segir að það hafi verið lenska á íslenskum vinnumarkaði í genum árin – og nánast í hverjum einustu samningum sem hann hafi tekið þátt í síðustu tuttugu ár – að þá hafi liðið tveir til fjórir mánuðir að jafnaði þar sem kjarasamningsgerðin hafi dregist með tilheyrandi tekjutapi. „Það er mikill ávinningur fólginn í því að ná að gera kjarasamning þar sem sá nýi tekur beint ný af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. SGS ekki of fljót á sér Aðspurður um hvort að hann telji að SGS, VR og iðnaðarmenn hafi verið of fljótir á sér að semja, þegar litið er til baráttu Eflingar nú, segir Vilhjálmur að svo sé alls ekki. „Ég vísa því alfarið á bug. Þessi kjarasamningur okkar var virkilega góður. Hann er að skila fólki allt að 53 þúsund króna launahækkun fyrir utan vaktaálag og annað slíkt. Við erum með dæmi um 60 til 70 þúsund króna hækkun. Það sem ég sagði þegar ég var að skrifa undir samninginn: ég hef aldrei áður séð slíkar hækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að niðurstaða atkvæðagreiðslu sýni svo ekki verði um villst að mikil ánægja er með samninginn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bítið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21
Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08
Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12