Framlengingin: Núll prósent líkur að KR haldi sér uppi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 23:31 Strákarnir í Körfuboltakvöldi hafa ekki mikla trú á því að KR-ingar muni leika í efstu deild á næsta tímabili. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl eins og svo oft áður í Framlengingunni í seinasta þætti. Meðal þess sem þeir ræddu voru líkurnar á því að KR haldi sæti sínu í Subway-deildinni. „Förum í Framlenginguna, okkar allra bestu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Fyrsta spurningin í Framlengingunni var nokkuð einföld: „Hvað gefiði KR miklar líkur á að bjarga sér frá falli?“ Jón Halldór Eðvaldsson, annar sérfræðingur þáttarins, var fljótur að svara og hann hefur greinilega enga trú á því að þetta gamla stórveldi muni leika í efstu deild á næsta tímabili. „Núll prósent,“ sagði Jón. „Ég held að þetta sé bara borin von.“ Teitur Örlygsson var ekki alveg jafn harður í sínum svörum, en gaf KR-ingum þó ekkert til að brosa yfir. „Við erum náttúrulega ekki búnir að sjá liðið sem þeir ætla að enda með. Það er leikmaður á leiðinni. Þannig að ég ætla að gefa þeim sjö prósent. Lucky seven.“ Jón dró þá aðeins í land og gaf vinum sínum í Vesturbænum örlitla vonarglætu. „Ef hann er rosalega góður þá hendi ég þremur prósentum á þetta,“ bætti Jón við. KR-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Þór Þ. og ÍR sem sitja í sætunum fyrir ofan. Það er því ljóst að verk er að vinna í Vesturbænum til að bjarga stórveldinu frá falli. Klippa: KBK_Framlenging 12 umferðar Næsta umræðuefni þeirra félaga var einmitt hvaða lið eru í fallhættu. Ásamt KR, Þór Þ. og ÍR vildu þeir félagar meina að Höttur og Stjarnan, sem bæði eru með tíu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar, þyrftu að fara að passa sig. Þeir voru sammála um það að bæði Þór Þ. og Ír ættu eitthvað inni og því gæti farið svo að þau lið fari að klífa upp töfluna. Strákarnir veltu einnig fyrir sér hvort Skagafjörðurinn ætti að láta sér dreyma um titilinn, hvað er það sem veldur fjölgun tæknivillna í deildinni og opinberri umræðu um dómara í Framlengingunni, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
„Förum í Framlenginguna, okkar allra bestu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Fyrsta spurningin í Framlengingunni var nokkuð einföld: „Hvað gefiði KR miklar líkur á að bjarga sér frá falli?“ Jón Halldór Eðvaldsson, annar sérfræðingur þáttarins, var fljótur að svara og hann hefur greinilega enga trú á því að þetta gamla stórveldi muni leika í efstu deild á næsta tímabili. „Núll prósent,“ sagði Jón. „Ég held að þetta sé bara borin von.“ Teitur Örlygsson var ekki alveg jafn harður í sínum svörum, en gaf KR-ingum þó ekkert til að brosa yfir. „Við erum náttúrulega ekki búnir að sjá liðið sem þeir ætla að enda með. Það er leikmaður á leiðinni. Þannig að ég ætla að gefa þeim sjö prósent. Lucky seven.“ Jón dró þá aðeins í land og gaf vinum sínum í Vesturbænum örlitla vonarglætu. „Ef hann er rosalega góður þá hendi ég þremur prósentum á þetta,“ bætti Jón við. KR-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Þór Þ. og ÍR sem sitja í sætunum fyrir ofan. Það er því ljóst að verk er að vinna í Vesturbænum til að bjarga stórveldinu frá falli. Klippa: KBK_Framlenging 12 umferðar Næsta umræðuefni þeirra félaga var einmitt hvaða lið eru í fallhættu. Ásamt KR, Þór Þ. og ÍR vildu þeir félagar meina að Höttur og Stjarnan, sem bæði eru með tíu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar, þyrftu að fara að passa sig. Þeir voru sammála um það að bæði Þór Þ. og Ír ættu eitthvað inni og því gæti farið svo að þau lið fari að klífa upp töfluna. Strákarnir veltu einnig fyrir sér hvort Skagafjörðurinn ætti að láta sér dreyma um titilinn, hvað er það sem veldur fjölgun tæknivillna í deildinni og opinberri umræðu um dómara í Framlengingunni, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira