Námið í er æði fjölbreytt og fá nemendur að kynnast ýmsu handverki og gömlum matarhefðum svo eitthvað sé nefnt. Fótstignir vefstólar eru í skólanum, sem nemendur fá kennslu á og þar eru unnin fjölbreytt verkefni í stólunum. Hallormsstaðaskóli, sem er skóli nám í skapandi sjálfbærni er með æði fjölbreytt og fá nemendur að kynnast ýmsu handverki og gömlum matarhefðum svo eitthvað sé nefnt. Fótstignir vefstólar eru í skólanum, sem nemendur fá kennslu á og þar eru unnin fjölbreytt verkefni í stólunum
„Þannig að þetta gamla handverk er eitt af því, sem við erum að glata. Það er mikilvægt að unga kynslóðin taki við, að einhver leggi metnað í að læra vefnað, fara út í heim og koma aftur hingað og viðhalda þessum menningararfi því að handvefnaður er einstakur og við eigum einstakar íslenskar uppskriftir og flottan gagnagrunn, sem búið er að vinna í að gera þar, sem hægt er að sækja allar þessar uppskriftir rafrænt,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari á Hallormsstað aðspurð um vefnaðarkennsluna í skólanum.
Bryndís segir frábært að geta kennt vefnað í skólanum og að það sé mikil ánægja með það hjá starfsfólki og nemendum skólans.
„Já, þetta er eitt af því mörgu, sem við kennum, þetta er eitt af þessum viðurkenndu vinnsluaðferð eða handverki, sem þarf að viðhalda og standa vörð um alveg eins og grjót- og torfhleðsla eða fullvinnsla á matvöru eða afurðum.“
Og Nína Kristín Ármannsdóttir, nemandi er að búa til koddaver í vefstólnum.
„Mér finnst gaman að komast að því hvernig þetta er gert, læra grunninn, vita hvaðan varan kemur,“ segir Nína Kristín.
En hvernig líkar henni í skólanum?
“Mjög vel, hér er fjölbreytt nám, kennararnir eru skemmtilegir og það gott að vera hérna.“
