Enginn haft samband við Eddu: „Þetta er búið og gert“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2023 13:35 Edda Falak og Sæunn Magnúsdóttir, formaður ÍBV. Stjórn ÍBV hefur sætt mikilli gagnrýni vegna þrettándagleði sem fram fór síðastliðinn föstudag í Vestmannaeyjum. Gagnrýnin snýr að því að nafn Eddu Falak var ritað á tröll sem tók þátt í göngunni. Edda hefur lýst því yfir að hún upplifi atvikið sem ofbeldi og rasisma. Formaður ÍBV segir málið búið og gert og staðfesti að enginn hafi haft samband við Eddu vegna málsins. Hefð er fyrir því að ýmiskonar skessur og kynjaverur mæti í þrettándagöngu í Vestmannaeyjum, og tvö tröll séu merkt þjóðþekktum einstaklingum. Í ár var annað tröllið merkt hlaðvarpsstjórnandanum Eddu Falak, sem hefur verið áberandi talskona gegn kynbundnu ofbeldi. Nafn hennar var ritað stórum stöfum sem Edda Flak framan á tröllið. Framkvæmdastjóri sakaður um lygar Mikil umræða hefur skapast um málið á samfélagsmiðlum og hafa háværar gagnrýnisraddir í garð stjórnar ÍBV verið áberandi. Það vakti sérstaka athygli netverja að Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV sagði í viðtali við Vísi um helgina að ekki hefði verið búið að merkja tröllið kvöldið áður og þetta hefði í raun farið framhjá honum sjálfum og öðrum í félaginu. Í viðtali í kvöldfréttatíma RÚV í gærkvöldi ítrekaði hann þessi ummæli og fullyrti að hann hafi ekki vitað til þess að til stæði að merkja skessuna Edda Flak. Á myndböndum sem birst hafa frá undirbúningi göngunnar sést Haraldur sjálfur ásamt talsverðum fjölda fólks hinsvegar ganga um í skemmu kvöldið fyrir gönguna og virða fyrir sér tröllið þar sem nafn Eddu stendur greinilega skrifað stórum stöfum. Skjáskot úr myndbandinu ganga nú um samfélagsmiðla og Haraldur vændur um lygar. Á meðfylgjandi myndum má sjá Harald Pálsson ganga um smiðjuna á undirbúningskvöldinu, sem staðfest er af RÚV og standa fyrir framan umrædda skessu eftir að ritað hafði verið á hana. Hættið að ljúga @IBVsport Þið ættuð að vera búin að kynnast því að Öfgar komast að öllu. pic.twitter.com/BQHVfMJ0Hc— Öfgar (@ofgarofgar) January 8, 2023 „Búið og gert“ Sæunn Magnúsdóttir er formaður ÍBV. Aðspurð um hennar viðbrögð vegna málsins segir hún leiðinlegt að umræða um þessa flottu hátíð Vestmannaeyinga sé farin að snúast um þetta. „Þetta er bara eins og það er, þetta er búið og gert. Það er búið að koma þeim skilaboðum til félagsins að þetta er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir. Við viljum gera betur. Eigum ekki að uppnefna fólk. Þetta hefur tíðkast hingað til en samfélagið hefur breyst. Það fer kannski ekki vel í samfélagið að taka þjóðþekktar persónur og setja það á tröllin, það er bara eitthvað sem við þurfum að endurskoða.“ Tröllið sem um ræðir, með áletruninni Edda Flak Sæunn segir alvarlegt mál og aðför að bæjarfélaginu ef Vestmannaeyingar séu settir undir sama hatt og þeim sé gerð upp skoðanir. Hún telur að skoðanir eyjabúa á málinu séu mjög dreifðar. „Það eru örugglega mörgum sem finnst þetta fyndið en mörgum sem finnst þetta örugglega afar óviðeigandi.“ Hvað finnst þér persónulega? „Mér finnst þetta ósmekklegt, að uppnefna hana. En hitt er líka bara eitthvað sem við eigum að skoða, hvort það eigi enn þá rétt á sér að setja þjóðþekktar persónur á tröllin.“ Enginn haft samband við Eddu Edda Falak hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðbrögð hennar vegna málsins. Hún hefur þó tjáð sig töluvert á samfélagsmiðlum um málið, sem hún lýsir sem ofbeldi og rasisma. Þá hefur hún kallað eftir því að þeir sem eiga hlut í máli axli raunverulega ábyrgð og lýst því yfir að enginn hafi beðið hana afsökunar. Sæunn staðfestir það. „Ég hef allavega ekki rætt við hana, og veit ekki til þess að það hafi verið gert. Annað en að það er náttúrulega búið að biðjast afsökunar á þessu í fjölmiðlum.“ En ekki við hana sjálfa samt? „Það held ég ekki.“ Frkv stjóri ÍBV að klína þessu á einhverja unglinga og að enginn hafi vitað neitt. Það var löngu búið að merkja þetta tröll og þú varst full meðvitaður um það. Ég vil að tekin sé raunveruleg ábyrgð hérna, frá öllum sem eiga í hlut. pic.twitter.com/gQOkbOff6l— Edda Falak (@eddafalak) January 8, 2023 Það hefur enginn beðið mig afsökunar.— Edda Falak (@eddafalak) January 8, 2023 Vestmannaeyjar ÍBV Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Hefð er fyrir því að ýmiskonar skessur og kynjaverur mæti í þrettándagöngu í Vestmannaeyjum, og tvö tröll séu merkt þjóðþekktum einstaklingum. Í ár var annað tröllið merkt hlaðvarpsstjórnandanum Eddu Falak, sem hefur verið áberandi talskona gegn kynbundnu ofbeldi. Nafn hennar var ritað stórum stöfum sem Edda Flak framan á tröllið. Framkvæmdastjóri sakaður um lygar Mikil umræða hefur skapast um málið á samfélagsmiðlum og hafa háværar gagnrýnisraddir í garð stjórnar ÍBV verið áberandi. Það vakti sérstaka athygli netverja að Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV sagði í viðtali við Vísi um helgina að ekki hefði verið búið að merkja tröllið kvöldið áður og þetta hefði í raun farið framhjá honum sjálfum og öðrum í félaginu. Í viðtali í kvöldfréttatíma RÚV í gærkvöldi ítrekaði hann þessi ummæli og fullyrti að hann hafi ekki vitað til þess að til stæði að merkja skessuna Edda Flak. Á myndböndum sem birst hafa frá undirbúningi göngunnar sést Haraldur sjálfur ásamt talsverðum fjölda fólks hinsvegar ganga um í skemmu kvöldið fyrir gönguna og virða fyrir sér tröllið þar sem nafn Eddu stendur greinilega skrifað stórum stöfum. Skjáskot úr myndbandinu ganga nú um samfélagsmiðla og Haraldur vændur um lygar. Á meðfylgjandi myndum má sjá Harald Pálsson ganga um smiðjuna á undirbúningskvöldinu, sem staðfest er af RÚV og standa fyrir framan umrædda skessu eftir að ritað hafði verið á hana. Hættið að ljúga @IBVsport Þið ættuð að vera búin að kynnast því að Öfgar komast að öllu. pic.twitter.com/BQHVfMJ0Hc— Öfgar (@ofgarofgar) January 8, 2023 „Búið og gert“ Sæunn Magnúsdóttir er formaður ÍBV. Aðspurð um hennar viðbrögð vegna málsins segir hún leiðinlegt að umræða um þessa flottu hátíð Vestmannaeyinga sé farin að snúast um þetta. „Þetta er bara eins og það er, þetta er búið og gert. Það er búið að koma þeim skilaboðum til félagsins að þetta er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir. Við viljum gera betur. Eigum ekki að uppnefna fólk. Þetta hefur tíðkast hingað til en samfélagið hefur breyst. Það fer kannski ekki vel í samfélagið að taka þjóðþekktar persónur og setja það á tröllin, það er bara eitthvað sem við þurfum að endurskoða.“ Tröllið sem um ræðir, með áletruninni Edda Flak Sæunn segir alvarlegt mál og aðför að bæjarfélaginu ef Vestmannaeyingar séu settir undir sama hatt og þeim sé gerð upp skoðanir. Hún telur að skoðanir eyjabúa á málinu séu mjög dreifðar. „Það eru örugglega mörgum sem finnst þetta fyndið en mörgum sem finnst þetta örugglega afar óviðeigandi.“ Hvað finnst þér persónulega? „Mér finnst þetta ósmekklegt, að uppnefna hana. En hitt er líka bara eitthvað sem við eigum að skoða, hvort það eigi enn þá rétt á sér að setja þjóðþekktar persónur á tröllin.“ Enginn haft samband við Eddu Edda Falak hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðbrögð hennar vegna málsins. Hún hefur þó tjáð sig töluvert á samfélagsmiðlum um málið, sem hún lýsir sem ofbeldi og rasisma. Þá hefur hún kallað eftir því að þeir sem eiga hlut í máli axli raunverulega ábyrgð og lýst því yfir að enginn hafi beðið hana afsökunar. Sæunn staðfestir það. „Ég hef allavega ekki rætt við hana, og veit ekki til þess að það hafi verið gert. Annað en að það er náttúrulega búið að biðjast afsökunar á þessu í fjölmiðlum.“ En ekki við hana sjálfa samt? „Það held ég ekki.“ Frkv stjóri ÍBV að klína þessu á einhverja unglinga og að enginn hafi vitað neitt. Það var löngu búið að merkja þetta tröll og þú varst full meðvitaður um það. Ég vil að tekin sé raunveruleg ábyrgð hérna, frá öllum sem eiga í hlut. pic.twitter.com/gQOkbOff6l— Edda Falak (@eddafalak) January 8, 2023 Það hefur enginn beðið mig afsökunar.— Edda Falak (@eddafalak) January 8, 2023
Vestmannaeyjar ÍBV Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira