Faðir myrti fjölskyldu sína eftir að konan sótti um skilnað Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 08:58 Mæðgur leggja blóm og tuskudýr við heimili fjölskyldunnar þar sem morðin voru framin. Fjölskyldan var virk í starfi mormónakirkjunnar og þekkt í bæjarlífinu. AP/Laura Seitz/The Deseret News Karlmaður á fimmtugsaldri skaut fimm börn sín, eiginkonu sína, tengdamóður og loks sjálfan sig í Utah í Bandaríkjunum tveimur vikum eftir að konan sótti um skilnað. Börnin voru á aldrinum fjögurra til sautján ára gömul. Lögreglumenn fundu átta lík á heimili fjölskyldunnar eftir að tilkynning barst um að ekki hefði sést til hennar í nokkurn tíma í bænum Enoch í Utah á miðvikudag. Geoffrey Chesnut, borgarstjórinn í Enoch, sagði á fréttamannafundi í gær að lögregla vissi af því að eiginkona mannsins hefði sótt um skilnað en ekki lægi fyrir hvort að það væri tilefni morðanna. Lögregla upplýsti á sama fundi að hún hefði rannsakað hagi fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum án þess að skýra nánar hvers vegna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögregla telur að eiginmaðurinn, sem var 42 ára gamall, hafi skotið eiginkonu sína, sem var fertug, tengdamóður og börnin fimm, þrjár stúlkur og tvo drengi. Hjónin áttu meðal annars sjö ára gamla tvíbura. Tengdamóðir mannsins, sem var 78 ára gömul, bjó tímabundið á heimilinu til að aðstoða á erfiðum tíma, að sögn AP. Hafi ekki óttast eiginmanninn Eiginkonan sótti um skilnað 21. desember og manni hennar voru kynnt gögn um það 27. desember. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum konan sóttist eftir skilnaði. Lögmaður konunnar segir að hún hafi ekki lýst ótta við að eiginmaður hennar kynni að valda henni líkamstjóni. Lögmaðurinn hefði þó aðeins hitt hana tvisvar. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill sendu frá sér yfirlýsingu vegna morðanna þar sem þau sögðust syrgja með samfélaginu í Enoch. Hvöttu hjónin til þess að til aðgerða væri gripið til þess að fækka byssuglæpum sem eru nú algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Fjöldamorð innan fjölskylda af þessu tagi hafa orðið æ algengari vestanhafs á undanförnum árum. Í fyrra voru sautján slík morð framin þegar miðað er við fjögur fórnarlömb eða fleiri. Í tíu tilfellum svipti morðinginn sig lífi. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Lögreglumenn fundu átta lík á heimili fjölskyldunnar eftir að tilkynning barst um að ekki hefði sést til hennar í nokkurn tíma í bænum Enoch í Utah á miðvikudag. Geoffrey Chesnut, borgarstjórinn í Enoch, sagði á fréttamannafundi í gær að lögregla vissi af því að eiginkona mannsins hefði sótt um skilnað en ekki lægi fyrir hvort að það væri tilefni morðanna. Lögregla upplýsti á sama fundi að hún hefði rannsakað hagi fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum án þess að skýra nánar hvers vegna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögregla telur að eiginmaðurinn, sem var 42 ára gamall, hafi skotið eiginkonu sína, sem var fertug, tengdamóður og börnin fimm, þrjár stúlkur og tvo drengi. Hjónin áttu meðal annars sjö ára gamla tvíbura. Tengdamóðir mannsins, sem var 78 ára gömul, bjó tímabundið á heimilinu til að aðstoða á erfiðum tíma, að sögn AP. Hafi ekki óttast eiginmanninn Eiginkonan sótti um skilnað 21. desember og manni hennar voru kynnt gögn um það 27. desember. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum konan sóttist eftir skilnaði. Lögmaður konunnar segir að hún hafi ekki lýst ótta við að eiginmaður hennar kynni að valda henni líkamstjóni. Lögmaðurinn hefði þó aðeins hitt hana tvisvar. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill sendu frá sér yfirlýsingu vegna morðanna þar sem þau sögðust syrgja með samfélaginu í Enoch. Hvöttu hjónin til þess að til aðgerða væri gripið til þess að fækka byssuglæpum sem eru nú algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Fjöldamorð innan fjölskylda af þessu tagi hafa orðið æ algengari vestanhafs á undanförnum árum. Í fyrra voru sautján slík morð framin þegar miðað er við fjögur fórnarlömb eða fleiri. Í tíu tilfellum svipti morðinginn sig lífi.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25