Kvöddu reksturinn úr fjarska og vinna að bjórböðum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. janúar 2023 09:36 Á myndinni eru þrír eigenda Smiðjunnar, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson og Vigfús Páll Auðbertsson og á myndina vantar Vigfús Þór Hróbjartsson. Aðsent Veitingastaðurinn Smiðjan Brugghús skellti plássi sínu í mathöllinni á Selfossi í lás nú á dögunum. Eigendur staðarins einbeita sér nú alfarið að rekstri staðarins í Vík. Þau hyggjast stækka staðinn og bjóða upp á bjórböð svo eitthvað sé nefnt. Þegar fréttastofa náði tali af Sveini Sigurðssyni einum eigenda Smiðjunnar Brugghúss var hann staddur á Tenerife að njóta sólarinnar líkt og fjöldi Íslendinga hefur gert yfir jólahátíðina. Aðspurður hver aðal ástæðan að baki lokunar Smiðjunnar á Selfossi hafi verið segir hann að eigendum hafa borist tilboð sem hafi hentað vel. Þeim hafi einnig þótt erfitt að reka Smiðjuna í Selfossi úr fjarlægð en eigendahópurinn rekur veitingastað ásamt brugghúsi í Vík. „Hjartað er í Vík“ Lesendur gætu kannast við brugghúsið Smiðjuna í Vík en það var einmitt það fyrsta til þess að fá leyfi fyrir og selja bjór á framleiðslustað þegar ný áfengislög tóku gildi í sumar. „Hjartað er í Vík, það snýst allt um það sem er í Vík. Við ákváðum bara að prófa, okkur bauðst að vera með í mathöllinni þarna, svo fannst okkur erfitt að vera að fjarstýra þarna og ekki eins mikið að gera og við bjuggumst við. Við ákváðum því bara að taka tilboðinu sem okkur bauðst,“ segir Sveinn. Aðspurður hvort reksturinn hafi verið orðinn þungur í róðri segir Sveinn harðari samkeppni vera á Selfossi en í Vík en að sama skapi séu fleiri ferðamenn á ferðinni í Vík. Reksturinn hafi orðið þyngri á Selfossi. „Ekki hjálpar nú til þegar það er alltaf verið að hækka öll laun og nú er verið að hækka áfengisgjöldin endalaust mikið þannig við sjáum ekkert eftir að hafa tekið þessa ákvörðun held ég,“ segir Sveinn. Ferðast um og prófa bjórböð Hann segir tilfinninguna við það að loka hafa verið skrítna en hann hafi verið kominn út til Tenerife þegar skellt var í lás. Ferðin hafði verið ákveðin á undan lokuninni. Þau hafi þurft að kveðja reksturinn úr fjarska. „Við erum með næg verkefni framundan og viljum frekar bara ná að einbeita okkur frekar að þeim þannig þetta var bara meira léttir.“ Meðal verkefna sem eru framundan í Vík nefnir Sveinn stækkun staðarins en á framtíðaráætlunum sé að bjóða upp á bjórböð. Hann segir opnun bjórbaða þó ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. „Við erum bara að gera þetta svona í rólegheitum. Við erum bara að hanna þetta enn þá og erum búin að fara nokkrar ferðir erlendis til þess að prófa ýmis bjórboð,“ segir Sveinn kátur og bætir því við í gríni að það sé voða erfið rannsóknarvinna sem fari fram í fyrrnefndum rannsóknarferðum. Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Árborg Veitingastaðir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þegar fréttastofa náði tali af Sveini Sigurðssyni einum eigenda Smiðjunnar Brugghúss var hann staddur á Tenerife að njóta sólarinnar líkt og fjöldi Íslendinga hefur gert yfir jólahátíðina. Aðspurður hver aðal ástæðan að baki lokunar Smiðjunnar á Selfossi hafi verið segir hann að eigendum hafa borist tilboð sem hafi hentað vel. Þeim hafi einnig þótt erfitt að reka Smiðjuna í Selfossi úr fjarlægð en eigendahópurinn rekur veitingastað ásamt brugghúsi í Vík. „Hjartað er í Vík“ Lesendur gætu kannast við brugghúsið Smiðjuna í Vík en það var einmitt það fyrsta til þess að fá leyfi fyrir og selja bjór á framleiðslustað þegar ný áfengislög tóku gildi í sumar. „Hjartað er í Vík, það snýst allt um það sem er í Vík. Við ákváðum bara að prófa, okkur bauðst að vera með í mathöllinni þarna, svo fannst okkur erfitt að vera að fjarstýra þarna og ekki eins mikið að gera og við bjuggumst við. Við ákváðum því bara að taka tilboðinu sem okkur bauðst,“ segir Sveinn. Aðspurður hvort reksturinn hafi verið orðinn þungur í róðri segir Sveinn harðari samkeppni vera á Selfossi en í Vík en að sama skapi séu fleiri ferðamenn á ferðinni í Vík. Reksturinn hafi orðið þyngri á Selfossi. „Ekki hjálpar nú til þegar það er alltaf verið að hækka öll laun og nú er verið að hækka áfengisgjöldin endalaust mikið þannig við sjáum ekkert eftir að hafa tekið þessa ákvörðun held ég,“ segir Sveinn. Ferðast um og prófa bjórböð Hann segir tilfinninguna við það að loka hafa verið skrítna en hann hafi verið kominn út til Tenerife þegar skellt var í lás. Ferðin hafði verið ákveðin á undan lokuninni. Þau hafi þurft að kveðja reksturinn úr fjarska. „Við erum með næg verkefni framundan og viljum frekar bara ná að einbeita okkur frekar að þeim þannig þetta var bara meira léttir.“ Meðal verkefna sem eru framundan í Vík nefnir Sveinn stækkun staðarins en á framtíðaráætlunum sé að bjóða upp á bjórböð. Hann segir opnun bjórbaða þó ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. „Við erum bara að gera þetta svona í rólegheitum. Við erum bara að hanna þetta enn þá og erum búin að fara nokkrar ferðir erlendis til þess að prófa ýmis bjórboð,“ segir Sveinn kátur og bætir því við í gríni að það sé voða erfið rannsóknarvinna sem fari fram í fyrrnefndum rannsóknarferðum.
Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Árborg Veitingastaðir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira