Ellefu manns voru í rútunni auk bílstjóra. Tilkynning vegna slyssins barst lögreglu klukkan 18:26.
Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt minniháttar meiðsl hafa orðið en að einn virðist slasaður.
Viðbragðsaðilar eru á leið á vettvang.
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.