Björgunarafrek lögreglu og slökkviliðs í Kaliforníu í fyrradag vakti heimsathygli eftir að fjögurra manna fjölskyldu var bjargað úr flaki Tesla-bílsins, eftir að hann hafði steypst niður 76 metra þverhnípi við hinn svokallaða þjóðveg 1 í ríkinu, skammt frá San Francisco.
Fjórir voru um borð í bílnum, tveir fullorðnir auk tveggja barna á aldrinum fjögurra og níu ára. Mikil mildi þykir að þau hafi öll sloppið án lífshættulegra meiðsla.
Rannsókn á slysinu hófst þegar í stað af hálfu lögreglu. Hefur hún nú gefið út að miðað við sönnunargögn sem safnað hafi verið á vettvangi, auk viðtölum við vitni, sé ástæða til þess að ætla að ökumaður bílsins, hafi ekið viljandi út af veginum og niður þverhnípið.
Hefur ökumaðurinnn, faðir barnanna tveggja sem um borð í bílnum var og eiginmaður farþegans sem sat í framsætinu, verið handtekinn vegna málsins, grunaður um tilraun til manndráps. Mun hann vera fluttur í fangelsi eftir að hann útskrifast af spítala. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort ökumaðurinn verði sóttur til saka vegna málsins.
Myndband frá vettvangi má sjá hér að neðan.