Framlengingin: Kristófer Acox er besti leikmaður deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 23:32 Kristófer Acox er besti leikmaður Subway-deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds. vísir/bára Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl í sínum uppáhaldslið, Framlengingunni, í síðasta þætti. Þar ræddu þeir meðal annars um hver besti leikmaður deildarinnar væri. áður en þeir félagar veltu fyrir sér hver væri besti leikmaður deildarinnar varpaði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, fram þeirri spurningu hvaða lið yrði bikarmeistari. Stjarnan, Keflavík, Valur og Höttur eru komin í undanúrslit, en sérfræðingar þáttarins voru ekki sammála um þap hvaða lið myndi fagna titilinum. Hermann Hauksson var alveg viss um það að Valsmenn eigi eftir að taka bikarinn með sér heim, en Örvar Þór Kristjánsson sagði að tími Keflavíkur væri kominn. Næst spurði Kjartan þá félaga að því hver besti leikmaður Subway-deildarinnar væri. Það stóð ekki á svörum hjá sérfræðingunum og voru þeir báðir sammála um það að Kristófer Acox, leikmaður Vals, væri sá besti. „Mér finnst Kristófer Acox besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Örvar. „Hann gerir svo margt og er með svo mikið forðabúr. Ef ég væri að stofna „franchise“ og mætti velja mér leikmann þá myndi ég taka hann. Hann er svona MVP í mínum huga.“ Hermann tók í sama streng, en nefndi þó einnig liðsfélaga Kristófers hjá Val, Kára Jónsson. „Ég ætlaði líka að segja Kristófer Acox en fyrst þú segir það þá ætla ég líka að nefna Kára Jóns hjá Val. Valur er í dag með tvo bestu leikmennina,“ sagði Hermann. „Kári er bara að sýna í ár hvað hann er orðinn reynslumikill leikmaður. Hann stýrir liðinu vel, skorar mikilvægar körfur og heldur jafnvægi Valsara hrikalega vel inni á velli líka. Þannig mér finnst hann vera frábær líka.“ Klippa: Framlengingin: Hver er besti leikmaður deildarinnar? Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvað það væri sem kæmi upp í hugann þegar talað væri um Ljónagryfjuna, hver besti þjálfari fyrri hlutans væri og hvort það væri eðlilegt að leikmenn væru að skella sér til Tenerife á miðju tímabili, en Framlenginguna má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira
áður en þeir félagar veltu fyrir sér hver væri besti leikmaður deildarinnar varpaði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, fram þeirri spurningu hvaða lið yrði bikarmeistari. Stjarnan, Keflavík, Valur og Höttur eru komin í undanúrslit, en sérfræðingar þáttarins voru ekki sammála um þap hvaða lið myndi fagna titilinum. Hermann Hauksson var alveg viss um það að Valsmenn eigi eftir að taka bikarinn með sér heim, en Örvar Þór Kristjánsson sagði að tími Keflavíkur væri kominn. Næst spurði Kjartan þá félaga að því hver besti leikmaður Subway-deildarinnar væri. Það stóð ekki á svörum hjá sérfræðingunum og voru þeir báðir sammála um það að Kristófer Acox, leikmaður Vals, væri sá besti. „Mér finnst Kristófer Acox besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Örvar. „Hann gerir svo margt og er með svo mikið forðabúr. Ef ég væri að stofna „franchise“ og mætti velja mér leikmann þá myndi ég taka hann. Hann er svona MVP í mínum huga.“ Hermann tók í sama streng, en nefndi þó einnig liðsfélaga Kristófers hjá Val, Kára Jónsson. „Ég ætlaði líka að segja Kristófer Acox en fyrst þú segir það þá ætla ég líka að nefna Kára Jóns hjá Val. Valur er í dag með tvo bestu leikmennina,“ sagði Hermann. „Kári er bara að sýna í ár hvað hann er orðinn reynslumikill leikmaður. Hann stýrir liðinu vel, skorar mikilvægar körfur og heldur jafnvægi Valsara hrikalega vel inni á velli líka. Þannig mér finnst hann vera frábær líka.“ Klippa: Framlengingin: Hver er besti leikmaður deildarinnar? Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvað það væri sem kæmi upp í hugann þegar talað væri um Ljónagryfjuna, hver besti þjálfari fyrri hlutans væri og hvort það væri eðlilegt að leikmenn væru að skella sér til Tenerife á miðju tímabili, en Framlenginguna má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira