Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2023 21:42 Flugstjórinn Róbert Evensen ber fram bónorðið um borð í flugvél Air Greenland. Skjáskot/Air Greenland Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. Sagt var frá þessu óvænta bónorði í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin var á leið frá Kangerlussuaq til Nuuk en meðal farþega var hin grænlenska Michala Hansen sem hugðist eyða jólunum í Nuuk með kærasta sínum, Íslendingnum Róbert Evensen, og vissi hún ekki betur en að hann myndi taka á móti henni í flugstöðinni. Flugstöðin á Nuuk-flugvelli.Friðrik Þór Halldórsson Svo vill til að Róbert starfar sem flugstjóri hjá Air Greenland og ákvað hann að koma kærustunni á óvart. Hann skipti á vakt við samstarfsfélaga sinn og það var því Róbert sem flaug Dash 8-flugvélinni til Nuuk án þess að kærastan vissi. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson Eftir að hafa stýrt vélinni að flugstöðinni og slökkt á hreyflunum birtist hann svo í farþegarýminu með jólaveinahúfu á höfði. Og takið eftir viðbrögðum konunnar til vinstri á myndbandinu frá Air Greenland þegar hún áttar sig á því að kærastinn Róbert er flugstjórinn um borð og er að tala í hátalarakerfið: Húnvetningurinn Róbert kominn í hátalarakerfið. Kærastan hafði ekki hugmynd um að hann væri flugstjórinn um borð þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum til að biðja hennar.Skjáskot/Air Greenland „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Við erum nefnilega með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Vandinn er sá hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala. Viltu giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrðist hún svara við fögnuð samferðamanna um borð. Þess má geta að flugstjórinn rómantíski er fæddur og uppalinn á Blönduósi. Róbert flaug um tíma hjá Wow air, en hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Air Greenland en kærustuparið er búsett í Kaupmannahöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ástin og lífið Grænland Fréttir af flugi Danmörk Húnabyggð Tengdar fréttir Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. 2. janúar 2023 11:55 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Sagt var frá þessu óvænta bónorði í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin var á leið frá Kangerlussuaq til Nuuk en meðal farþega var hin grænlenska Michala Hansen sem hugðist eyða jólunum í Nuuk með kærasta sínum, Íslendingnum Róbert Evensen, og vissi hún ekki betur en að hann myndi taka á móti henni í flugstöðinni. Flugstöðin á Nuuk-flugvelli.Friðrik Þór Halldórsson Svo vill til að Róbert starfar sem flugstjóri hjá Air Greenland og ákvað hann að koma kærustunni á óvart. Hann skipti á vakt við samstarfsfélaga sinn og það var því Róbert sem flaug Dash 8-flugvélinni til Nuuk án þess að kærastan vissi. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson Eftir að hafa stýrt vélinni að flugstöðinni og slökkt á hreyflunum birtist hann svo í farþegarýminu með jólaveinahúfu á höfði. Og takið eftir viðbrögðum konunnar til vinstri á myndbandinu frá Air Greenland þegar hún áttar sig á því að kærastinn Róbert er flugstjórinn um borð og er að tala í hátalarakerfið: Húnvetningurinn Róbert kominn í hátalarakerfið. Kærastan hafði ekki hugmynd um að hann væri flugstjórinn um borð þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum til að biðja hennar.Skjáskot/Air Greenland „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Við erum nefnilega með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Vandinn er sá hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala. Viltu giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrðist hún svara við fögnuð samferðamanna um borð. Þess má geta að flugstjórinn rómantíski er fæddur og uppalinn á Blönduósi. Róbert flaug um tíma hjá Wow air, en hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Air Greenland en kærustuparið er búsett í Kaupmannahöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ástin og lífið Grænland Fréttir af flugi Danmörk Húnabyggð Tengdar fréttir Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. 2. janúar 2023 11:55 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. 2. janúar 2023 11:55