Ellert Arnarson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, staðfestir í samtali við mbl.is að þeir hafi yfirgefið félagið.
Báðir hafa skilað fínum stigafjölda fyrir KR í vetur en liðinu hefur gengið afar illa. Matthews hefur skorað tæplega 22 stig að meðaltali í leik en Semple rúmlega 18.
Fleira telur þó en framlag stiga og herma heimildir Vísis að stemningin í klefa KR sé býsna slæm, og þar hafi þeir félagar mögulega haft sitt að segja.
KR mun nú leita að nýjum Bandaríkjamanni til að taka sæti Matthews og nýjum evrópskum leikmanni fyrir Semple.
Eftir brottför Semple og Matthews hafa alls sex erlendir leikmenn komið og farið í Vesturbænum það sem af er leiktíð. Philip Jalalpoor, Michael Mallory, Saimon Sutt og Roberts Freimanis hafa allið yfirgefið Vesturbæinn eftir stutt stopp.
KR hefur aðeins unnið einn leik í deildinni það sem af er leiktíð, þegar keppni er hálfnuð. Liðið er með tvö stig á botni deildarinnar, tveimur frá Þór Þorlákshöfn og fjórum frá ÍR sem er í neðsta örugga sæti deildarinnar.