Trommari Modest Mouse látinn eftir glímu við krabbamein Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2023 09:23 Jeremiah Green á sviði með Modest Mouse í Kaliforníu í maí í fyrra. Vísir/EPA Jeremiah Green, trommuleikari bandarísku indírokksveitarinnar Modest Mouse, er látinn, aðeins 45 ára að aldri. Aðeins liðu örfáir dagar á milli þess að sveitin greindi frá því að Green glímdi við krabbamein þar til hann lést. Green var einn af stofnendum Modest Mouse í Issaquah í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á 10. áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru „Float on“ og „Dashboard“. Sveitin gaf síðast út plötuna „The Golden Casket“ árið 2021, þá fyrstu í sex ár. Fjölskylda Green sagði að banamein hans hefði verið krabbamein en móðir hans greindi frá því um jólin að hann væri með fjórða stigs mein. Hljómsveitin sagði á Instagram-síðu sinni að Green hefði „lagst til hvílu og einfaldlega fjarað út“ á gamlársdag. Isaac Brock, söngvari sveitarinnar, hafði fyrst greint frá veikindum Green aðeins þremur dögum áður. View this post on Instagram A post shared by Modest Mouse (@modestmouse) New York Times segir að Green hafi lýst Johnny Marr, gítarleikara og lagahöfundi bresku sveitarinnar The Smiths, sem einni helstu fyrirmynd sinni í tónlistinni. Marr, sem spilaði um tíma með Modest Mouse, sagði að Green hefði verið „vinur, hljómsveitarfélagi og sköpunarglaðasti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst“ í eftirmælum um hann á Twitter. The great Jeremiah Green. My friend, bandmate, and the most creative musician I ever met. pic.twitter.com/38u5Aq0wGB— Johnny Marr (@Johnny_Marr) January 1, 2023 Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Green var einn af stofnendum Modest Mouse í Issaquah í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á 10. áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru „Float on“ og „Dashboard“. Sveitin gaf síðast út plötuna „The Golden Casket“ árið 2021, þá fyrstu í sex ár. Fjölskylda Green sagði að banamein hans hefði verið krabbamein en móðir hans greindi frá því um jólin að hann væri með fjórða stigs mein. Hljómsveitin sagði á Instagram-síðu sinni að Green hefði „lagst til hvílu og einfaldlega fjarað út“ á gamlársdag. Isaac Brock, söngvari sveitarinnar, hafði fyrst greint frá veikindum Green aðeins þremur dögum áður. View this post on Instagram A post shared by Modest Mouse (@modestmouse) New York Times segir að Green hafi lýst Johnny Marr, gítarleikara og lagahöfundi bresku sveitarinnar The Smiths, sem einni helstu fyrirmynd sinni í tónlistinni. Marr, sem spilaði um tíma með Modest Mouse, sagði að Green hefði verið „vinur, hljómsveitarfélagi og sköpunarglaðasti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst“ í eftirmælum um hann á Twitter. The great Jeremiah Green. My friend, bandmate, and the most creative musician I ever met. pic.twitter.com/38u5Aq0wGB— Johnny Marr (@Johnny_Marr) January 1, 2023
Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira