Subway Körfuboltakvöld um Loga: „Ætlaði ekki að láta minnast þessa leiks sem hans slakasta El Clasico“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 12:01 Logi Gunnarsson átti frábæran leik gegn Keflavík. Vísir Í Subway Körfuboltakvöldi var farið vel yfir frammistöðu þeirra Loga Gunnarssonar og Elíasar Bjarka Pálssonar í sigri Njarðvíkur gegn Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudag. Tuttugu og þremur árum munar á aldri liðsfélaganna. Njarðvík tók á móti Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudaginn en þetta gæti verið síðasti deildarleikur þessara erkifjenda í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvík stefnir á að flytja sig yfir á nýjan heimavöll á næsta tímabili. Hinn fjörtíu og eins árs gamli Logi Gunnarsson átti frábæran leik. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur en frammistaðan var söguleg því Logi sló met Alexanders Ermolinskij og er nú elsti leikmaður til að skora yfir tuttugu stig í efstu deild. „Hann fær að byrja, hann er ekki búinn að byrja marga leiki í vetur og hann var rúmlega tilbúinn. Ef ég þekki Loga rétt þá er hann örugglega búinn að fara yfir þennan leik í hausnum og hvað hann ætlar að gera. Mögulega síðasti „El Clasico“ þarna á móti Keflavík og hann ætlar ekki að láta minnast leiksins sem hans slakasti „El Clasico“, sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Í þættinum var einnig komið inn á frammistöðu hins 18 ára gamla Elísar Bjarka Pálssonar sem sömuleiðis átti góðan leik gegn Keflavík. Elías Bjarki skoraði 13 stig en hann á ekki langt að sækja hæfileikana í körfubolta því faðir hans, Páll Kristinsson, er fyrrum landsliðsmaður og bróðir hans Kristinn Pálsson á einnig A-landsleiki að baki. „Elías Bjarki er búinn að vera á venslasamningi með Hamri í 1.deildinni. Það hefur hjálpað honum helling, þar fær hann hlutverk og það er hundleiðinlegt að spila á móti honum. Það voru skakkaföll í Njarðvíkurliðinu og hann greip bara gæsina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Eins og áður segir munar tuttugu og þremur árum á liðsfélögunum Loga og Elíasi Bjarka og í þættinum renndi Kjartan Atli yfir ýmsa hluti sem Logi Gunnarsson var búinn að afreka á sínum ferli áður en Elías Bjarki var fæddur. Óhætt er að segja að þar hafi margt forvitnilegt komið fram. Alla umræðuna í þættinum má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Gamall/Ungur í Njarðvík Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Njarðvík tók á móti Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudaginn en þetta gæti verið síðasti deildarleikur þessara erkifjenda í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvík stefnir á að flytja sig yfir á nýjan heimavöll á næsta tímabili. Hinn fjörtíu og eins árs gamli Logi Gunnarsson átti frábæran leik. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur en frammistaðan var söguleg því Logi sló met Alexanders Ermolinskij og er nú elsti leikmaður til að skora yfir tuttugu stig í efstu deild. „Hann fær að byrja, hann er ekki búinn að byrja marga leiki í vetur og hann var rúmlega tilbúinn. Ef ég þekki Loga rétt þá er hann örugglega búinn að fara yfir þennan leik í hausnum og hvað hann ætlar að gera. Mögulega síðasti „El Clasico“ þarna á móti Keflavík og hann ætlar ekki að láta minnast leiksins sem hans slakasti „El Clasico“, sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Í þættinum var einnig komið inn á frammistöðu hins 18 ára gamla Elísar Bjarka Pálssonar sem sömuleiðis átti góðan leik gegn Keflavík. Elías Bjarki skoraði 13 stig en hann á ekki langt að sækja hæfileikana í körfubolta því faðir hans, Páll Kristinsson, er fyrrum landsliðsmaður og bróðir hans Kristinn Pálsson á einnig A-landsleiki að baki. „Elías Bjarki er búinn að vera á venslasamningi með Hamri í 1.deildinni. Það hefur hjálpað honum helling, þar fær hann hlutverk og það er hundleiðinlegt að spila á móti honum. Það voru skakkaföll í Njarðvíkurliðinu og hann greip bara gæsina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Eins og áður segir munar tuttugu og þremur árum á liðsfélögunum Loga og Elíasi Bjarka og í þættinum renndi Kjartan Atli yfir ýmsa hluti sem Logi Gunnarsson var búinn að afreka á sínum ferli áður en Elías Bjarki var fæddur. Óhætt er að segja að þar hafi margt forvitnilegt komið fram. Alla umræðuna í þættinum má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Gamall/Ungur í Njarðvík
Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira