Luka endaði árið með þriðja fimmtíu stiga leiknum í síðustu fimm leikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 10:30 Luka Doncic skoraði 51 stig þegar Dallas lagði San Antonio í nótt. Vísir/Getty Luka Doncic endaði árið 2022 heldur betur vel því hann skoraði 51 stig fyrir Dallas Mavericks þegar liðið lagði San Antonio Spurs í nótt. Þá var Joel Embiid með þrefalda tvennu í sigri Philadelphia 76´ers gegn Oklahoma City Thunder. Luka Doncic hefur verið frábær fyrir Dallas Mavericks á tímabilinu en hann er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,2 stig að meðaltali í vetur. Hann var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá liði Dalls í nótt þegar liðið vann sigur á San Antonio Spurs. Doncic skoraði hvorki meira né minna en 51 stig í 126-125 sigri liðsins en þetta er þriðji leikurinn af síðustu fimm þar sem Doncic skorar yfir 50 stig. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 250 stigum, 50 fráköstum og 50 stoðsendingum á fimm leikja tímabili. Luka is averaging a 45/11/10 triple-double over his last 5 games. pic.twitter.com/UwxxVaALsD— NBA (@NBA) January 1, 2023 Leikurinn í nótt var æsispennandi en Tre Jones fékk tækifæri til að jafna í lokin en klikkaði á seinna vítaskotinu sínu. Doncic fór síðan á vítalínuna með 1,5 sekúndur eftir. Hann klikkaði á báðum, því seinna viljandi svo Spurs fengi minni tíma til að koma skoti á körfuna. „Þetta er ótrúlegt. Á mínum sjö árum í deildinni þá hef ég aldrei séð neinn gera það sem hann getur gert. Hann er í ótrúlegu formi, að spila eins og MVP. Augljóslega einn af bestu leikmönnunum í deildinni,“ sagði samherji Doncic hjá Dallas, Christian Wood. Þreföld tvenna hjá Embiid Joel Embiid skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Philadelphia 76´ers vann 115-96 sigur á Oklahoma City Thunder. Kamerúninn Embiid er næst stigahæstur í deildinni, á eftir Doncic, en 76´ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Paul George skoraði 45 stig fyrir LA Clippers í 131-130 tapi liðsins gegn Indiana Pacers. George sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll en þetta er hæsta stigaskor leikmanns hjá Clippers í vetur. Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar hann skoraði flautukörfu til að tryggja liðinu 126-123 sigur á Utah Jazz. Herro skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sigurkarfa hans undir lokin var glæsileg en hann keyrði þá upp völlinn eftir að Jazz hafði jafnað leikinn úr vítaskoti þegar rúmar sex sekúndur voru eftir. After his game-winner tonight, peep some of the most clutch shots from Tyler Herro's career so far pic.twitter.com/CRkkvUEDzz— NBA (@NBA) January 1, 2023 Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-123 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 102-103 Houston Rockets - New York Knicks 88-108 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 116-101 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 104-116 NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Luka Doncic hefur verið frábær fyrir Dallas Mavericks á tímabilinu en hann er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,2 stig að meðaltali í vetur. Hann var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá liði Dalls í nótt þegar liðið vann sigur á San Antonio Spurs. Doncic skoraði hvorki meira né minna en 51 stig í 126-125 sigri liðsins en þetta er þriðji leikurinn af síðustu fimm þar sem Doncic skorar yfir 50 stig. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 250 stigum, 50 fráköstum og 50 stoðsendingum á fimm leikja tímabili. Luka is averaging a 45/11/10 triple-double over his last 5 games. pic.twitter.com/UwxxVaALsD— NBA (@NBA) January 1, 2023 Leikurinn í nótt var æsispennandi en Tre Jones fékk tækifæri til að jafna í lokin en klikkaði á seinna vítaskotinu sínu. Doncic fór síðan á vítalínuna með 1,5 sekúndur eftir. Hann klikkaði á báðum, því seinna viljandi svo Spurs fengi minni tíma til að koma skoti á körfuna. „Þetta er ótrúlegt. Á mínum sjö árum í deildinni þá hef ég aldrei séð neinn gera það sem hann getur gert. Hann er í ótrúlegu formi, að spila eins og MVP. Augljóslega einn af bestu leikmönnunum í deildinni,“ sagði samherji Doncic hjá Dallas, Christian Wood. Þreföld tvenna hjá Embiid Joel Embiid skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Philadelphia 76´ers vann 115-96 sigur á Oklahoma City Thunder. Kamerúninn Embiid er næst stigahæstur í deildinni, á eftir Doncic, en 76´ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Paul George skoraði 45 stig fyrir LA Clippers í 131-130 tapi liðsins gegn Indiana Pacers. George sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll en þetta er hæsta stigaskor leikmanns hjá Clippers í vetur. Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar hann skoraði flautukörfu til að tryggja liðinu 126-123 sigur á Utah Jazz. Herro skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sigurkarfa hans undir lokin var glæsileg en hann keyrði þá upp völlinn eftir að Jazz hafði jafnað leikinn úr vítaskoti þegar rúmar sex sekúndur voru eftir. After his game-winner tonight, peep some of the most clutch shots from Tyler Herro's career so far pic.twitter.com/CRkkvUEDzz— NBA (@NBA) January 1, 2023 Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-123 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 102-103 Houston Rockets - New York Knicks 88-108 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 116-101 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 104-116
NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum