Frelsið 2022 Hildur Sverrisdóttir skrifar 31. desember 2022 09:00 Ég mun seint þreytast á að að vera talsmaður hverskyns frelsismála hversu lítilvæg þau kunna að hljóma. Á umliðnu þingári var gleðilegt að ekki eingöngu voru fleiri frelsismál sett á dagskrá af ríkisstjórninni en yfirleitt heldur tóku þau undantekningalítið breytingum í frelsisátt eftir að þingið fékk þau í sínar hendur. Á síðasta degi ársins finnst mér við hæfi að stikla á þessum málum til að minna á að þau skipta máli. Frelsi á leigubílamarkaði Stærsta frelsismál ársins var án efa lög um sveigjanlegri umgjörð á leigubílamarkaði sem samþykkt var á lokadegi þingsins fyrir jól. Það var orðið augljóst hverjum sem sjá vildi að breytingar á núverandi kerfi leigubílamarkaðar voru nauðsynlega. Þau sem hafa reynt að panta leigubíl á undanförnum misserum vita að það liggur við neyðarástandi í greininni. Frumvarpið var því fagnaðarefni og ekki síst þær breytingar sem voru unnar á þinginu í frelsisátt, allt frá starfsstöðvum til gjaldmæla sem sporna við aðgangshindrunum á leigubílamarkaðnum og munu án efa bæta þjónustuna og færa í nútímalegra horf með þeirri samkeppni og tækifærum sem breytingarnar opna á. Hvað með börnin? Frelsismálin svokölluðu eiga það oft sameiginlegt að vera málsvarar ýmissa lasta og talin ýmist hættuleg eða ógn við lýðheilsu. Það er nú samt þannig í mannheimum að það er ýmislegt undir sólinni sem er kannski ekki æskilegast okkur - og jafnvel flest - en verður að finna flöt á að eigi sinn tilverurétt eins og allir mismunandi litir litrófsins. Þar má fyrst nefna brugghúsmálið sem bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja vörur sínar á framleiðslustað. Þingið steig þó stærra frelsisskref og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Það mál var frábært skref í átt að meira frelsi í áfengislöggjöfinni, sérstaklega þar sem netverslunarfrumvarpið sem ég lagði fram um sjálfsagt jafnræði í netsölu áfengis fyrir innlend fyrirtæki fékk ekki framgöngu á árinu en liggur nú fyrir ríkisstjórninni. Önnur mál sem verður að finna annan flöt á en að einfaldlega banna þau eru bragðefni nikótínvara. Á vorþingi lagði heilbrigðisráðherra fram frumvarp sem bannaði nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Það fékk vægast sagt hörð viðbrögð á þinginu um að þarna væri of langt seilst í að hefta valfrelsi fullorðins fólks á löglegri neysluvöru og var í kjölfarið breytt í vinnu þingsins. Á síðustu dögum fyrir jólafrí kom svo upp annað mál frá heilbrigðisráðherra sem innleiðingarmál EES þar sem banna á mentol bragð í tóbaki. Ég gerði að umtalsefni við fyrstu umræðu málsins að rökin við slíku banni væru vægast sagt rýr og það væri hæpið að setja bláan Capri í sama flokk og t.a.m. jarðaberjasígarettur. Ég vona að þetta verði í kjölfarið tekið til endurskoðunar í meðförum nefndarinnar á málinu. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Mál sem stendur mér nærri sem ég lagði fram um að afmá úreltar og óþarfar reglur sem tálma tækifærum fólks í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum fékk að komast í meðferð velferðarnefndar og er þar enn í vinnslu. Málið sýndi strax mikinn frelsisvilja þingheims þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru með mér á málinu. Það verður vonandi til þess að það verði samþykkt svo sambúðarslit eða andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks takmarki ekki hverjir geti sótt sér aðstoð tæknifrjóvgana. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ Í málamiðlunum stjórnmálanna er frelsisröddin nauðsynlegur þáttakandi og kom að miklu gagni við að koma málum í meiri frelsisátt á umliðnu þingári. Það er nauðsynlegt þó það sé ekki til annars er að halda til haga að fólki sé treyst fyrir eigin lífi og tækifærum án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Frelsismálin eru þó þau mál sem helst er sagt um að skipti litlu eða engu máli og mæta iðulega gagnrýni í þá veru að þau séu ekki nógu mikilvæg til að eyða dýrmætum tíma Alþingis í þegar önnur og meira aðkallandi mál bíða. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ er iðulega að finna í kommentakerfum þegar birtast fréttir af frelsismálum í þingheimi. Hverjum sem er er auðvitað frjálst að hafa skoðun á því hvað stjórnmálamenn verja tíma sínum í að berjast fyrir. Það er þó vel þess virði að hafa í huga að Alþingi er í fyrsta lagi skipulagt á þann hátt að vel er hægt að stússast í mörgum og mismerkilegum málum á sama tíma. Í öðru lagi er það nú svo að ef við látum frelsismálin alltaf sitja á hakanum sem ómerkileg aukaatriði þá muni smám saman kvarnast af frelsinu og það veikist eða verði að engu eins og er með allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Ég vona að næsta ár verði enn betra frelsisár fyrir okkur öll og óska lesendum gleðilegs árs - á hvern þann hátt sem þið kjósið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Leigubílar Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég mun seint þreytast á að að vera talsmaður hverskyns frelsismála hversu lítilvæg þau kunna að hljóma. Á umliðnu þingári var gleðilegt að ekki eingöngu voru fleiri frelsismál sett á dagskrá af ríkisstjórninni en yfirleitt heldur tóku þau undantekningalítið breytingum í frelsisátt eftir að þingið fékk þau í sínar hendur. Á síðasta degi ársins finnst mér við hæfi að stikla á þessum málum til að minna á að þau skipta máli. Frelsi á leigubílamarkaði Stærsta frelsismál ársins var án efa lög um sveigjanlegri umgjörð á leigubílamarkaði sem samþykkt var á lokadegi þingsins fyrir jól. Það var orðið augljóst hverjum sem sjá vildi að breytingar á núverandi kerfi leigubílamarkaðar voru nauðsynlega. Þau sem hafa reynt að panta leigubíl á undanförnum misserum vita að það liggur við neyðarástandi í greininni. Frumvarpið var því fagnaðarefni og ekki síst þær breytingar sem voru unnar á þinginu í frelsisátt, allt frá starfsstöðvum til gjaldmæla sem sporna við aðgangshindrunum á leigubílamarkaðnum og munu án efa bæta þjónustuna og færa í nútímalegra horf með þeirri samkeppni og tækifærum sem breytingarnar opna á. Hvað með börnin? Frelsismálin svokölluðu eiga það oft sameiginlegt að vera málsvarar ýmissa lasta og talin ýmist hættuleg eða ógn við lýðheilsu. Það er nú samt þannig í mannheimum að það er ýmislegt undir sólinni sem er kannski ekki æskilegast okkur - og jafnvel flest - en verður að finna flöt á að eigi sinn tilverurétt eins og allir mismunandi litir litrófsins. Þar má fyrst nefna brugghúsmálið sem bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja vörur sínar á framleiðslustað. Þingið steig þó stærra frelsisskref og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Það mál var frábært skref í átt að meira frelsi í áfengislöggjöfinni, sérstaklega þar sem netverslunarfrumvarpið sem ég lagði fram um sjálfsagt jafnræði í netsölu áfengis fyrir innlend fyrirtæki fékk ekki framgöngu á árinu en liggur nú fyrir ríkisstjórninni. Önnur mál sem verður að finna annan flöt á en að einfaldlega banna þau eru bragðefni nikótínvara. Á vorþingi lagði heilbrigðisráðherra fram frumvarp sem bannaði nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Það fékk vægast sagt hörð viðbrögð á þinginu um að þarna væri of langt seilst í að hefta valfrelsi fullorðins fólks á löglegri neysluvöru og var í kjölfarið breytt í vinnu þingsins. Á síðustu dögum fyrir jólafrí kom svo upp annað mál frá heilbrigðisráðherra sem innleiðingarmál EES þar sem banna á mentol bragð í tóbaki. Ég gerði að umtalsefni við fyrstu umræðu málsins að rökin við slíku banni væru vægast sagt rýr og það væri hæpið að setja bláan Capri í sama flokk og t.a.m. jarðaberjasígarettur. Ég vona að þetta verði í kjölfarið tekið til endurskoðunar í meðförum nefndarinnar á málinu. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Mál sem stendur mér nærri sem ég lagði fram um að afmá úreltar og óþarfar reglur sem tálma tækifærum fólks í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum fékk að komast í meðferð velferðarnefndar og er þar enn í vinnslu. Málið sýndi strax mikinn frelsisvilja þingheims þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru með mér á málinu. Það verður vonandi til þess að það verði samþykkt svo sambúðarslit eða andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks takmarki ekki hverjir geti sótt sér aðstoð tæknifrjóvgana. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ Í málamiðlunum stjórnmálanna er frelsisröddin nauðsynlegur þáttakandi og kom að miklu gagni við að koma málum í meiri frelsisátt á umliðnu þingári. Það er nauðsynlegt þó það sé ekki til annars er að halda til haga að fólki sé treyst fyrir eigin lífi og tækifærum án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Frelsismálin eru þó þau mál sem helst er sagt um að skipti litlu eða engu máli og mæta iðulega gagnrýni í þá veru að þau séu ekki nógu mikilvæg til að eyða dýrmætum tíma Alþingis í þegar önnur og meira aðkallandi mál bíða. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ er iðulega að finna í kommentakerfum þegar birtast fréttir af frelsismálum í þingheimi. Hverjum sem er er auðvitað frjálst að hafa skoðun á því hvað stjórnmálamenn verja tíma sínum í að berjast fyrir. Það er þó vel þess virði að hafa í huga að Alþingi er í fyrsta lagi skipulagt á þann hátt að vel er hægt að stússast í mörgum og mismerkilegum málum á sama tíma. Í öðru lagi er það nú svo að ef við látum frelsismálin alltaf sitja á hakanum sem ómerkileg aukaatriði þá muni smám saman kvarnast af frelsinu og það veikist eða verði að engu eins og er með allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Ég vona að næsta ár verði enn betra frelsisár fyrir okkur öll og óska lesendum gleðilegs árs - á hvern þann hátt sem þið kjósið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar