Borholuhús sem hefur áhrif á heita vatnið á höfuðborgarsvæðinu brann í nótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2022 14:41 Borholuhúsið hrunið eftir brunann í nótt. Veitur Eldur kviknaði í borholuhúsi Veitna í Mosfellssveit í nótt með þeim afleiðingum að stór og öflug borhola er dottin úr rekstri tímabundið. Frá þessu er grein á vef Veitna. Viðbúið er að íbúar í einhverjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu finni fyrir þrýstingsfalli heita vatnsins. Borholan sem ber heitið MG-29 er staðsett í Reykjahlíð í Mosfellssveit og er ein af tólf borholum Veitna á svæðinu. Um er að ræða stóra og öfluga borholu sem skilar um 300 rúmmetrum af 93 gráðu heitu vatni á klukkustund. Þær ellefu borholur sem nú eru í rekstri á svæðinu skila um 2.700 rúmmetrum á klukkustund en til samanburðar er það svipað magn og fer í Laugardalslaug. „Það er ljóst að þetta er mikið tjón fyrir okkur og bagalegt í þessari kuldatíð. Þetta er stór og öflug hola sem skiptir máli í framleiðslu okkar á heita vatninu. Okkur sýnist miðað við veðurspá næstu daga að við þurfum ekki að fara í skerðingar en ef veðurskilyrði versna aftur gætum við þurft að skerða til stórnotenda. Við munum taka stöðuna eftir helgi og upplýsa á vefnum okkar ef til þess kemur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna. Mikil notkun er á heita vatninu á þessum kalda degi í dag og þetta gæti valdið því að einhver hverfi muni finna fyrir þrýstingsfalli á heitu vatni. Heita vatnið sem notað er á höfuðborgarsvæðinu kemur annars vegar frá lághitasvæðum í Mosfellsbæ og Reykjavík (Laugarnesinu og Elliðaárdal) og hins vegar frá virkjunum á háhitasvæðum á Nesjavöllum og Hellisheiði. Orkumál Mosfellsbær Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Borholan sem ber heitið MG-29 er staðsett í Reykjahlíð í Mosfellssveit og er ein af tólf borholum Veitna á svæðinu. Um er að ræða stóra og öfluga borholu sem skilar um 300 rúmmetrum af 93 gráðu heitu vatni á klukkustund. Þær ellefu borholur sem nú eru í rekstri á svæðinu skila um 2.700 rúmmetrum á klukkustund en til samanburðar er það svipað magn og fer í Laugardalslaug. „Það er ljóst að þetta er mikið tjón fyrir okkur og bagalegt í þessari kuldatíð. Þetta er stór og öflug hola sem skiptir máli í framleiðslu okkar á heita vatninu. Okkur sýnist miðað við veðurspá næstu daga að við þurfum ekki að fara í skerðingar en ef veðurskilyrði versna aftur gætum við þurft að skerða til stórnotenda. Við munum taka stöðuna eftir helgi og upplýsa á vefnum okkar ef til þess kemur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna. Mikil notkun er á heita vatninu á þessum kalda degi í dag og þetta gæti valdið því að einhver hverfi muni finna fyrir þrýstingsfalli á heitu vatni. Heita vatnið sem notað er á höfuðborgarsvæðinu kemur annars vegar frá lághitasvæðum í Mosfellsbæ og Reykjavík (Laugarnesinu og Elliðaárdal) og hins vegar frá virkjunum á háhitasvæðum á Nesjavöllum og Hellisheiði.
Orkumál Mosfellsbær Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira