Hyggst heimila lögreglumönnum að bera rafvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 06:55 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst greiða fyrir rafvopnaburði lögreglu. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvopna. Ítarlegar reglur verða settar um þjálfun lögreglumanna og beitingu vopnanna. Frá þessu greinir ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að efla þurfi lögregluna til að hún geti tryggt öryggi borgara landsins. Í þessu samhengi sé bæði horft til heimilda lögreglu til rannsókna og eftirlits, og varnarbúnaðar hennar. „Rafvarnarvopn munu í mörgum tilfellum nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu og meira öryggi fyrir lögreglumennina sjálfa og minni hættu á skaða fyrir þann sem þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðrum valdbeitingarúrræðum,“ segir ráðherra. Þá sé mjög mikilvægt að lögreglumenn fái góða þjálfun í beitingu rafvopnanna og að þeir séu meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu, því alltaf sé hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Ráðherra segir reynslu og skýrslu lögregluembætta erlendis sýna að rafvarnarvopn séu árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi sé beitt. „Mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna“ Í Morgunblaðinu er einnig að finna viðtal við Ólaf Arnar Bragason, forstöðumann Menntaseturs lögreglunnar og fullrúa í framkvæmdastjórn Embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir umræddan búnað ekki til í landinu og að fara þurfi í útboð þegar heimild ráðherra liggur fyrir. Þá þurfi að þjálfa þá sem muni kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Fyrr muni lögreglumenn ekki fara að bera rafvopn. Ólafur segir þetta munu taka um það bil hálft ár. „Þetta verður viðbót við þann búnað sem lögreglan hefur í dag. Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna um til hvaða verkfæra þeir grípa hverju sinni. Þess vegna munu þeir þurfa þjálfun,“ segir Ólafur. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ítarlegar reglur verða settar um þjálfun lögreglumanna og beitingu vopnanna. Frá þessu greinir ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að efla þurfi lögregluna til að hún geti tryggt öryggi borgara landsins. Í þessu samhengi sé bæði horft til heimilda lögreglu til rannsókna og eftirlits, og varnarbúnaðar hennar. „Rafvarnarvopn munu í mörgum tilfellum nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu og meira öryggi fyrir lögreglumennina sjálfa og minni hættu á skaða fyrir þann sem þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðrum valdbeitingarúrræðum,“ segir ráðherra. Þá sé mjög mikilvægt að lögreglumenn fái góða þjálfun í beitingu rafvopnanna og að þeir séu meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu, því alltaf sé hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Ráðherra segir reynslu og skýrslu lögregluembætta erlendis sýna að rafvarnarvopn séu árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi sé beitt. „Mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna“ Í Morgunblaðinu er einnig að finna viðtal við Ólaf Arnar Bragason, forstöðumann Menntaseturs lögreglunnar og fullrúa í framkvæmdastjórn Embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir umræddan búnað ekki til í landinu og að fara þurfi í útboð þegar heimild ráðherra liggur fyrir. Þá þurfi að þjálfa þá sem muni kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Fyrr muni lögreglumenn ekki fara að bera rafvopn. Ólafur segir þetta munu taka um það bil hálft ár. „Þetta verður viðbót við þann búnað sem lögreglan hefur í dag. Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna um til hvaða verkfæra þeir grípa hverju sinni. Þess vegna munu þeir þurfa þjálfun,“ segir Ólafur.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira