Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Þægilegur Keflavíkursigur í tilþrifalitlum leik Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. desember 2022 20:00 Topplið Keflavíkur var ekki í vandræðum með Fjölni. Vísir/Bára Dröfn Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. Bæði lið mættu til leiks með nokkur forföll í sínum röðum, Fjölnir án Taylor Jones sem er enn í Bandaríkjunum og þá er Dagný Lísa meidd. Keflvíkingar voru með svo til fullskipað lið en Hörður Axel þjálfarai liðsins er á Tene svo að Hjalti bróðir hans hljóp í skarðið og stýrði liðinu til sigurs í kvöld. Stífur varnarleikur og mikil ákefð hefur verið einkennismerki Keflvíkinga það sem af er vetri og það varð engin breyting á í því í kvöld. Fjölniskonum gekk að vísu ágætlega að leysa pressuna þegar þær tóku sér tíma í það, en fengu á móti frekar stuttan tíma til að stilla upp í sínar sóknir sem voru á köflum ansi handahófskenndar og þær töpuðu alls 25 boltum í kvöld, þar af 10 sem voru ekki færðir til bókar sem stolnir boltar. Miðað við orkustigið sem gestirnir buðu uppá er freistandi að tala um skyldusigur fyrir Keflvíkinga að þessu sinni, sem gerðu einfaldlega mjög vel í öllum sínum aðgerðum í kvöld. Vörnin stíf allan tímann og sóknin skilvirk en oftar en ekki náðu þær að galopna vörn gestanna með einföldum fléttum og góðri boltahreyfingu. Fjölniskonur mættu örlítið líflegri til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í 11 stig, og tóku svo annan sprett undir lok 3. leikhluta og minnkuðu muninn í 10 stig. Lengra komust þær ekki en Keflvíkingar settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og keyrðu muninn fljótlega upp í 20 stig og þar með var leikurinn í raun búinn þó enn væru 6 mínútur eftir af honum. Lokatölur 107-78 og 29 stiga sanngjarn sigur heimakvenna niðurstaðan. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar létu Fjölniskonum líða illa á vellinum í kvöld á löngum stundum. Það er kannski þreyttur frasi að tala um að liði hafi verið ýtt útúr stöðum en það gerðist einfaldlega ítrekað í kvöld þegar Fjölnir reyndu að brjóta pressu heimakvenna á bak aftur. Sóknarlega gekk flest upp hjá Keflavík og þær fengu margar ódýrar körfur uppúr töpuðum boltum Fjölnis. Hverjar stóðu uppúr? Birna Valgerður Benónýsdóttir átti afar skilvirkan dag sóknarlega, en hún endaði með 29 stig og 81% skotnýtingu, þar af 2/2 í þristum. Næst henni í stigum kom Anna Ingunn Svansdóttir með 22. Daniela Morillo skilaði sínu eins og flest kvöld, með 19 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Hvað gekk illa? Fjölniskonum gekk illa að fá þriggjastiga skot. Þær tóku aðeins 12 slík, en Keflavík hitti úr 11 þristum á sama tíma. Þær Urté og Sigrún Sjöfn skoruðu alla þrista Fjölnis í kvöld, Urté 3/4 og Sigrún 2/4 og hefðu sennilega mátt taka nokkra enn. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fara inn í nýja árið á toppi deildarinnar og hafa aðeins tapað einum leik, og eiga næst leik á útivelli gegn Njarðvík. Fjölniskonur sitja sem fastast í 6. sæti en þeirra næsti leikur á nýju ári verður í Grindavík. Grindavík er einmitt í 5. sætinu, með einum sigri meira en Fjölnir, svo þar má reikna með hörkuleik. „Enginn leikur er skyldusigur“ Hjalti Þór stýrði kvennaliði Keflavíkur í kvöld.Visir/ Diego Ónefndur stjórnarmaður úr Keflavík tyllti sér í fjölmiðlastúkuna um miðjan leik í kvöld og hafði orð á því að hugtakið „skyldusigur“ hefði mögulega verið fundið upp fyrir þennan leik. Hjalti Þór þjálfari Keflavíkur vildi þó ekki taka undir þau orð. „Enginn leikur er skyldusigur. Þú þarft alltaf að hafa fyrir öllum sigrum. Það er líka oft vont að koma inn í hús og sjá að það vantar hálft liðið hjá hinum, og það vantaði Kanann hjá Fjölni í kvöld. En mér fannst við bara gera þrælvel á köflum en svo datt botninn líka svolítið úr þessu á köflum sem var kannski ekki alveg jafnt gott en svona heilt yfir fínt.“ Fjölniskonur voru aðeins mættar 8 til upphitunar, en tveir af yngri leikmönnum liðsins voru á landsliðsæfingu og mættu í hús aðeins rétt fyrir leik. Hjalti hafði þó engar áhyggjur af því fyrir leik að hans konur mættu of kokhraustar til leiks, enda kom það á daginn að sigurinn varð nokkuð þægilegur. „Mér fannst þetta aldrei í hættu þannig, þær ná þessu niður í 10 en einhvern veginn náum við að alltaf að spýta. Bara mjög vel gert hjá stelpunum og gaman að vera hluti af þessu.“ Þjálfurum Keflavíkur hefur verið tíðrætt um það í vetur að hópurinn sé vel skipaður og það sé þeirra höfuðverkur að finna mínútur fyrir alla. Í kvöld voru íslenskir leikmenn stigahæstar Keflvíkinga, og það virtist engu máli skipta hver kom inn á. „Já mér fannst margt virka og margar að leggja í púkkið. Gerðu bara þrælvel og Hörður var búinn að fara vel yfir þetta. Það voru búnir að vera Teams fundir og ég var kannski meira bara stuðningsmaður á bekknum. Þetta var bara mjög vel upp lagt.“ Aðspurður sagði Hjalti að hann myndi hætta á toppnum með liðið, Hörður væri væntanlegur til baka fyrir næsta leik, svo að Hjalti hættir með 100% sigurhlutfall. „Heyrðu þetta var fyrsti, eini og síðasti. Einn sigur sem er bara frábært.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir
Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. Bæði lið mættu til leiks með nokkur forföll í sínum röðum, Fjölnir án Taylor Jones sem er enn í Bandaríkjunum og þá er Dagný Lísa meidd. Keflvíkingar voru með svo til fullskipað lið en Hörður Axel þjálfarai liðsins er á Tene svo að Hjalti bróðir hans hljóp í skarðið og stýrði liðinu til sigurs í kvöld. Stífur varnarleikur og mikil ákefð hefur verið einkennismerki Keflvíkinga það sem af er vetri og það varð engin breyting á í því í kvöld. Fjölniskonum gekk að vísu ágætlega að leysa pressuna þegar þær tóku sér tíma í það, en fengu á móti frekar stuttan tíma til að stilla upp í sínar sóknir sem voru á köflum ansi handahófskenndar og þær töpuðu alls 25 boltum í kvöld, þar af 10 sem voru ekki færðir til bókar sem stolnir boltar. Miðað við orkustigið sem gestirnir buðu uppá er freistandi að tala um skyldusigur fyrir Keflvíkinga að þessu sinni, sem gerðu einfaldlega mjög vel í öllum sínum aðgerðum í kvöld. Vörnin stíf allan tímann og sóknin skilvirk en oftar en ekki náðu þær að galopna vörn gestanna með einföldum fléttum og góðri boltahreyfingu. Fjölniskonur mættu örlítið líflegri til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í 11 stig, og tóku svo annan sprett undir lok 3. leikhluta og minnkuðu muninn í 10 stig. Lengra komust þær ekki en Keflvíkingar settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og keyrðu muninn fljótlega upp í 20 stig og þar með var leikurinn í raun búinn þó enn væru 6 mínútur eftir af honum. Lokatölur 107-78 og 29 stiga sanngjarn sigur heimakvenna niðurstaðan. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar létu Fjölniskonum líða illa á vellinum í kvöld á löngum stundum. Það er kannski þreyttur frasi að tala um að liði hafi verið ýtt útúr stöðum en það gerðist einfaldlega ítrekað í kvöld þegar Fjölnir reyndu að brjóta pressu heimakvenna á bak aftur. Sóknarlega gekk flest upp hjá Keflavík og þær fengu margar ódýrar körfur uppúr töpuðum boltum Fjölnis. Hverjar stóðu uppúr? Birna Valgerður Benónýsdóttir átti afar skilvirkan dag sóknarlega, en hún endaði með 29 stig og 81% skotnýtingu, þar af 2/2 í þristum. Næst henni í stigum kom Anna Ingunn Svansdóttir með 22. Daniela Morillo skilaði sínu eins og flest kvöld, með 19 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Hvað gekk illa? Fjölniskonum gekk illa að fá þriggjastiga skot. Þær tóku aðeins 12 slík, en Keflavík hitti úr 11 þristum á sama tíma. Þær Urté og Sigrún Sjöfn skoruðu alla þrista Fjölnis í kvöld, Urté 3/4 og Sigrún 2/4 og hefðu sennilega mátt taka nokkra enn. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fara inn í nýja árið á toppi deildarinnar og hafa aðeins tapað einum leik, og eiga næst leik á útivelli gegn Njarðvík. Fjölniskonur sitja sem fastast í 6. sæti en þeirra næsti leikur á nýju ári verður í Grindavík. Grindavík er einmitt í 5. sætinu, með einum sigri meira en Fjölnir, svo þar má reikna með hörkuleik. „Enginn leikur er skyldusigur“ Hjalti Þór stýrði kvennaliði Keflavíkur í kvöld.Visir/ Diego Ónefndur stjórnarmaður úr Keflavík tyllti sér í fjölmiðlastúkuna um miðjan leik í kvöld og hafði orð á því að hugtakið „skyldusigur“ hefði mögulega verið fundið upp fyrir þennan leik. Hjalti Þór þjálfari Keflavíkur vildi þó ekki taka undir þau orð. „Enginn leikur er skyldusigur. Þú þarft alltaf að hafa fyrir öllum sigrum. Það er líka oft vont að koma inn í hús og sjá að það vantar hálft liðið hjá hinum, og það vantaði Kanann hjá Fjölni í kvöld. En mér fannst við bara gera þrælvel á köflum en svo datt botninn líka svolítið úr þessu á köflum sem var kannski ekki alveg jafnt gott en svona heilt yfir fínt.“ Fjölniskonur voru aðeins mættar 8 til upphitunar, en tveir af yngri leikmönnum liðsins voru á landsliðsæfingu og mættu í hús aðeins rétt fyrir leik. Hjalti hafði þó engar áhyggjur af því fyrir leik að hans konur mættu of kokhraustar til leiks, enda kom það á daginn að sigurinn varð nokkuð þægilegur. „Mér fannst þetta aldrei í hættu þannig, þær ná þessu niður í 10 en einhvern veginn náum við að alltaf að spýta. Bara mjög vel gert hjá stelpunum og gaman að vera hluti af þessu.“ Þjálfurum Keflavíkur hefur verið tíðrætt um það í vetur að hópurinn sé vel skipaður og það sé þeirra höfuðverkur að finna mínútur fyrir alla. Í kvöld voru íslenskir leikmenn stigahæstar Keflvíkinga, og það virtist engu máli skipta hver kom inn á. „Já mér fannst margt virka og margar að leggja í púkkið. Gerðu bara þrælvel og Hörður var búinn að fara vel yfir þetta. Það voru búnir að vera Teams fundir og ég var kannski meira bara stuðningsmaður á bekknum. Þetta var bara mjög vel upp lagt.“ Aðspurður sagði Hjalti að hann myndi hætta á toppnum með liðið, Hörður væri væntanlegur til baka fyrir næsta leik, svo að Hjalti hættir með 100% sigurhlutfall. „Heyrðu þetta var fyrsti, eini og síðasti. Einn sigur sem er bara frábært.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti