Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 12:12 Inga Auðbjörg K. Straumland og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. Inga segir Þjóðkirkjuna fá gríðarlega mikið fé til sinnar starfsemi, rúma tvo milljarða í sóknargjöld auk 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu. Hörð hagsmunabarátta Þjóðkirkjunnar á hækkun sóknargjalda hefur hins vegar eflt hag Siðmenntar sem fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári. vísir/Baldur/aðsend Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina. Inga Auðbjörg hefur gagnrýnt Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands harðlega vegna orða sem féllu í jólapredikun biskups í Grafarvogskirkju um hátíðarnar. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ sagði biskup meðal annars í ræðu sinni. Óskiljanlegur barlómur biskups Inga Auðbjörg telur þessi ummæli verulega ósmekkleg, að biskup vilji gera sig að fórnarlambi standist enga skoðun sé litið til forréttindastöðu hennar og Þjóðkirkjunnar. „Forstjóri ríkisstofnunar sem fær tæplega 7 milljarða í styrki frá ríkinu og 80 klukkustundir af ókeypis áróðri í ríkisútvarpinu, kvartar yfir þöggun,“ segir Inga Auðbjörg í tilefni þessara orða. Inga Auðbjörg var gestur í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun þar sem hún fór nánar í saumana á þessu máli. Þar sagði hún meðal annars að sóknargjöldin væru alltof há; „við fáum allt of mikil sóknargjöld. Það er alltaf verið að hækka þau og við höfum mótmælt því. Hún var spurð seinna í þættinum hversu mikið það væri sem Siðmennt fær á næsta ári í gegnum það fyrirkomulag? „Ég held ég hafi verið að að reikna það út að það væri eitthvað í kringum 68 milljónir. En það var bara ég á vasareikninum. Var ekki verið að hækka það í 1.900 krónur sirka á mánuði á persónu?“ spurði Inga. Framlag til Siðmenntar í kjölsogi hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar Ef til vill má það heita gráglettni örlaganna en rekja má þetta rausnarlega framlag til Siðmenntar til harðrar hagsmunabaráttu sem Þjóðkirkjan rekur fyrir sig; Siðmennt fylgir með í kjölsoginu. „Þetta er vegna þess að kirkjan lobbíar mjög hart á hverju ári fyrir fjárlögin. Þeim finnst einhvern veginn að sú lækkun sem þau tóku á sig í hruninu hafi ekki verið greidd til baka. Þetta er hægt að rekja í umsögnum sem Kirkjan sendi frá sér.“ segir Inga Að sögn Ingu fær Þjóðkirkjan rúma 2 milljarða í sóknargjöld á næsta ári. En ofan á það fær kirkjan 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu sem eru laun presta um allt land. „Við ætlum að þiggja þetta meðan það er kaka til skiptanna. Við getum þá notað þessa peninga til að niðurgreiða þjónustuna sem við bjóðum uppá fyrir okkar félaga. Því við erum náttúrlega ekki með hundrað starfsmenn á launaskrá ríkisins um allt land til að gifta, nefna og allt það.“ Trúmál Þjóðkirkjan Grunnskólar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Bítið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Inga Auðbjörg hefur gagnrýnt Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands harðlega vegna orða sem féllu í jólapredikun biskups í Grafarvogskirkju um hátíðarnar. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ sagði biskup meðal annars í ræðu sinni. Óskiljanlegur barlómur biskups Inga Auðbjörg telur þessi ummæli verulega ósmekkleg, að biskup vilji gera sig að fórnarlambi standist enga skoðun sé litið til forréttindastöðu hennar og Þjóðkirkjunnar. „Forstjóri ríkisstofnunar sem fær tæplega 7 milljarða í styrki frá ríkinu og 80 klukkustundir af ókeypis áróðri í ríkisútvarpinu, kvartar yfir þöggun,“ segir Inga Auðbjörg í tilefni þessara orða. Inga Auðbjörg var gestur í útvarpsþættinum Bítið nú í morgun þar sem hún fór nánar í saumana á þessu máli. Þar sagði hún meðal annars að sóknargjöldin væru alltof há; „við fáum allt of mikil sóknargjöld. Það er alltaf verið að hækka þau og við höfum mótmælt því. Hún var spurð seinna í þættinum hversu mikið það væri sem Siðmennt fær á næsta ári í gegnum það fyrirkomulag? „Ég held ég hafi verið að að reikna það út að það væri eitthvað í kringum 68 milljónir. En það var bara ég á vasareikninum. Var ekki verið að hækka það í 1.900 krónur sirka á mánuði á persónu?“ spurði Inga. Framlag til Siðmenntar í kjölsogi hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar Ef til vill má það heita gráglettni örlaganna en rekja má þetta rausnarlega framlag til Siðmenntar til harðrar hagsmunabaráttu sem Þjóðkirkjan rekur fyrir sig; Siðmennt fylgir með í kjölsoginu. „Þetta er vegna þess að kirkjan lobbíar mjög hart á hverju ári fyrir fjárlögin. Þeim finnst einhvern veginn að sú lækkun sem þau tóku á sig í hruninu hafi ekki verið greidd til baka. Þetta er hægt að rekja í umsögnum sem Kirkjan sendi frá sér.“ segir Inga Að sögn Ingu fær Þjóðkirkjan rúma 2 milljarða í sóknargjöld á næsta ári. En ofan á það fær kirkjan 4,2 milljarða til að reka Biskupsstofu sem eru laun presta um allt land. „Við ætlum að þiggja þetta meðan það er kaka til skiptanna. Við getum þá notað þessa peninga til að niðurgreiða þjónustuna sem við bjóðum uppá fyrir okkar félaga. Því við erum náttúrlega ekki með hundrað starfsmenn á launaskrá ríkisins um allt land til að gifta, nefna og allt það.“
Trúmál Þjóðkirkjan Grunnskólar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Bítið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent