Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. desember 2022 06:42 Áhyggjur eru uppi um að það stefni í vopnuð átök milli Serbíu og Kosovo. AP/Serbneska varnarmálaráðuneytið Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 en er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af stjórnvöldum í Belgrad. Þau hafa hvatt 120 þúsund serbneska íbúa Kósovó til að taka afstöðu gegn stjórninni í Pristina. Þetta er ekki í fyrsta sinn á síðustu misserum sem viðbúnaður hefur verið aukinn hjá hersveitum Serbíu vegna átaka við Kósovó; það gerðist síðast í nóvember þegar stjórnvöld héldu því fram að drónar hefðu verið sendir yfir landamærin frá Kósovó. Þann 10. desember síðastliðinn settu Serbar í norðurhluta Kósovó svo upp vegatálma til að mótmæla handtöku fyrrverandi lögreglumanns, sem var grunaður um að hafa átt þátt í árásum gegn albönskum lögreglumönnum. Þessu til viðbótar hefur skotárásum fjölgað. Vucevic sagði í gær að til að bregðast við ástandinu hefði vopnuðum hermönnum verið fjölgað úr 1.500 í 5.000. Yfirmaður hermála, Milan Mojsilovic, var sendur að landamærunum á sunnudag og sagði ástandið þar flókið og erfitt. Ástand mála hefur verið sérstaklega viðkvæmt í norðurhluta Kósovó frá því í nóvember, þegar hundruð Serba innan lögreglu- og dómskerfisins gengu frá störfum sínum. Um var að ræða mótmæli gegn ákvörðun stjórnvalda í Kosovo um að banna serbneskum íbúum landsins að nota bílnúmer gefin út í Serbíu. Fallið var frá ákvörðuninni. Ana Brnabic, forsætisráðherra Serbíu, sagði í síðustu viku að ríkin væru á barmi vopnaðra átaka. Serbía Kósovó Hernaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 en er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af stjórnvöldum í Belgrad. Þau hafa hvatt 120 þúsund serbneska íbúa Kósovó til að taka afstöðu gegn stjórninni í Pristina. Þetta er ekki í fyrsta sinn á síðustu misserum sem viðbúnaður hefur verið aukinn hjá hersveitum Serbíu vegna átaka við Kósovó; það gerðist síðast í nóvember þegar stjórnvöld héldu því fram að drónar hefðu verið sendir yfir landamærin frá Kósovó. Þann 10. desember síðastliðinn settu Serbar í norðurhluta Kósovó svo upp vegatálma til að mótmæla handtöku fyrrverandi lögreglumanns, sem var grunaður um að hafa átt þátt í árásum gegn albönskum lögreglumönnum. Þessu til viðbótar hefur skotárásum fjölgað. Vucevic sagði í gær að til að bregðast við ástandinu hefði vopnuðum hermönnum verið fjölgað úr 1.500 í 5.000. Yfirmaður hermála, Milan Mojsilovic, var sendur að landamærunum á sunnudag og sagði ástandið þar flókið og erfitt. Ástand mála hefur verið sérstaklega viðkvæmt í norðurhluta Kósovó frá því í nóvember, þegar hundruð Serba innan lögreglu- og dómskerfisins gengu frá störfum sínum. Um var að ræða mótmæli gegn ákvörðun stjórnvalda í Kosovo um að banna serbneskum íbúum landsins að nota bílnúmer gefin út í Serbíu. Fallið var frá ákvörðuninni. Ana Brnabic, forsætisráðherra Serbíu, sagði í síðustu viku að ríkin væru á barmi vopnaðra átaka.
Serbía Kósovó Hernaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira