„Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 23:00 Aron Pálmarsson er á leið frá Álaborg til FH. Álaborg Þeir Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason hringdu til Danmerkur í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastinu. Þar ræddu þeir við Rasmus Boysen, einn helsta handboltasérfræðing heims um heimkomu Arons Pálmarssonar. „Þetta kom virkilega á óvart fyrir danska handboltaaðdáendur,“ sagði Rasmus í samtali við þá félaga. „Aron er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir Álaborg sem er mjög metnaðarfullt félag og Aron á auðvitað eitt ár eftir af samningi sínum. Þannig að þetta kom á óvart þegar maður heyrði af þessu, en þegar maður heyrir ástæðuni fyrir því af hverju hann er að fara frá Álaborg og til Íslands þá skilur maður þessa ákvörðun hans,“ bætti Rasmus við, en Aron hefur sagt frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun til að vera nær dóttur sinni sem er búsett hér á landi. Stórt nafn að yfirgefa stórt lið Þá segir Rasmus að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Arons í dönskum miðlum, enda sé stórt nafn að yfirgefa stórt lið. „Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum. Handbolti er mjög stór íþrótt í Danmörku og Aron er stórleikmaður í stóru liði, bæði í dönskum og evrópskum handbolta. En eins og ég sagði áðan þá voru allir mjög hissa. En maður sá á samfélagsmiðlunum hjá Álaborg að stuðningsmenn liðsins skildu af hverju Aron vildi fara, en þeir voru líka mjög ósáttir með það.“ Mun líklega ekki koma niður á spiltímanum Þrátt fyrir að Aron sé nú á leið frá Álaborg áður en samningi hans er lokið telur Rasmus ekki að það muni hafa áhrif á spiltíma hans hjá félaginu. „Nei það held ég ekki. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er Álaborg ekki í þeirri stöðu núna að þeir geti hunsað stjörnur eins og Aron. Liðið er búið að eiga erfitt uppdráttar fyrri helming tímabilsins. Þeir áttu gott tímabil í fyrra, en hafa verið í veseni í ár. Mér finnst Aron hafa spilað mjög vel undanfarna mánuði þannig ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á spiltíma hans.“ Meðal þriggja bestu leikmanna heims upp á sitt besta Við Íslendingar höfum lengi litið á Aron sem einn besta handboltamann heims, enda hefur hann spilað með bestu liðum heims um áraraðir og unnið allt sem hægt er að vinna. En hvar setur Rasmus hann á listann yfir bestu handboltamenn heims? „Þegar hann var upp á sitt allra besta var hann meðal fimm bestu í heimi, jafnvel meðal þriggja bestu. Hann var aldrei sá allra besti, en meðal þeirra bestu. Hann er leikmaður sem steig alltaf upp í mikilvægum leikjum.“ „Hann er frábær leikmaður sem er enn mjög góður, en ekki í heimsklassa lengur. Hann er enn mjög, mjög góður, en ekki á lista yfir tíu bestu leikmenn heims lengur því mér finnst hann ekki hafa verið jafn stöðugur í Danmörku eins og hann var í Barcelona. Þannig eins og ég segi, mjög góður leikmaður, en ekki meðal tíu bestu lengur.“ Þá segir Rasmus að Aron hafi verið upp á sitt besta á tíma sínum hjá Kiel. „Hjá Kiel held ég. Það hjálpaði honum auðvitað að hann spilaði með mjög góðu liði, sem hann gerði auðvitað líka hjá Barcelona, en samkeppnin á milli leikmanna í Kiel á þessum tíma var mun meiri. Mér fannst hann líka betri með landsliðinu þegar hann var að spila hjá Kiel,“ sagði Rasmus að lokum. Viðhafnarútgáfu Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en strákarnir hringja í Rasmus eftir um 28 mínútur. Handbolti Handkastið Danski handboltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
„Þetta kom virkilega á óvart fyrir danska handboltaaðdáendur,“ sagði Rasmus í samtali við þá félaga. „Aron er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir Álaborg sem er mjög metnaðarfullt félag og Aron á auðvitað eitt ár eftir af samningi sínum. Þannig að þetta kom á óvart þegar maður heyrði af þessu, en þegar maður heyrir ástæðuni fyrir því af hverju hann er að fara frá Álaborg og til Íslands þá skilur maður þessa ákvörðun hans,“ bætti Rasmus við, en Aron hefur sagt frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun til að vera nær dóttur sinni sem er búsett hér á landi. Stórt nafn að yfirgefa stórt lið Þá segir Rasmus að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Arons í dönskum miðlum, enda sé stórt nafn að yfirgefa stórt lið. „Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum. Handbolti er mjög stór íþrótt í Danmörku og Aron er stórleikmaður í stóru liði, bæði í dönskum og evrópskum handbolta. En eins og ég sagði áðan þá voru allir mjög hissa. En maður sá á samfélagsmiðlunum hjá Álaborg að stuðningsmenn liðsins skildu af hverju Aron vildi fara, en þeir voru líka mjög ósáttir með það.“ Mun líklega ekki koma niður á spiltímanum Þrátt fyrir að Aron sé nú á leið frá Álaborg áður en samningi hans er lokið telur Rasmus ekki að það muni hafa áhrif á spiltíma hans hjá félaginu. „Nei það held ég ekki. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er Álaborg ekki í þeirri stöðu núna að þeir geti hunsað stjörnur eins og Aron. Liðið er búið að eiga erfitt uppdráttar fyrri helming tímabilsins. Þeir áttu gott tímabil í fyrra, en hafa verið í veseni í ár. Mér finnst Aron hafa spilað mjög vel undanfarna mánuði þannig ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á spiltíma hans.“ Meðal þriggja bestu leikmanna heims upp á sitt besta Við Íslendingar höfum lengi litið á Aron sem einn besta handboltamann heims, enda hefur hann spilað með bestu liðum heims um áraraðir og unnið allt sem hægt er að vinna. En hvar setur Rasmus hann á listann yfir bestu handboltamenn heims? „Þegar hann var upp á sitt allra besta var hann meðal fimm bestu í heimi, jafnvel meðal þriggja bestu. Hann var aldrei sá allra besti, en meðal þeirra bestu. Hann er leikmaður sem steig alltaf upp í mikilvægum leikjum.“ „Hann er frábær leikmaður sem er enn mjög góður, en ekki í heimsklassa lengur. Hann er enn mjög, mjög góður, en ekki á lista yfir tíu bestu leikmenn heims lengur því mér finnst hann ekki hafa verið jafn stöðugur í Danmörku eins og hann var í Barcelona. Þannig eins og ég segi, mjög góður leikmaður, en ekki meðal tíu bestu lengur.“ Þá segir Rasmus að Aron hafi verið upp á sitt besta á tíma sínum hjá Kiel. „Hjá Kiel held ég. Það hjálpaði honum auðvitað að hann spilaði með mjög góðu liði, sem hann gerði auðvitað líka hjá Barcelona, en samkeppnin á milli leikmanna í Kiel á þessum tíma var mun meiri. Mér fannst hann líka betri með landsliðinu þegar hann var að spila hjá Kiel,“ sagði Rasmus að lokum. Viðhafnarútgáfu Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en strákarnir hringja í Rasmus eftir um 28 mínútur.
Handbolti Handkastið Danski handboltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira