Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2022 13:20 Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að samningur um viðbótarfjármagn frá ríkinu sé frábært fyrsta skref en meira þurfi til að brúa bilið. Í fyrra nam hallinn vegna þjónustu við fatlað fólk 14,2 milljörðum. vísir/egill Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári. Sveitarfélögin hafa ákaft og ítrekað kallað eftir sanngjarnari kostnaðarskiptingu vegna málaflokks fatlaðs fólks eftir að þjónustan var flutt yfir á sveitarstjórnarstigið 2011 en hallinn vegna þjónustunnar nam 14,2 milljörðum á síðasta ári. Í vikunni var samningur undirritaður á milli þriggja ráðuneyta og SÍS sem skilar sveitarstjórnum fimm milljörðum króna á næsta ári. Útfærslan er þannig að útsvarsálagning sveitarfélaga hækkar um 0.22% gegn samsvarandi lækkun tekjuskatts ríkisins. Við þessa tilfærslu fjármuna eykst skattbyrði einstaklinga ekki. Málaflokkurinn er þyngstur allra hjá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs. „Þær tillögur sem birtust í fjárlögum núna rétt fyrir jólin eru mjög gott fyrsta skref og sveitarfélögin hafa núna um allt land verið að hækka útsvarsprósentu sína á sama tíma og ríkið lækkar sínar álögur þannig að þetta kemur út á jöfnu fyrir almenning en það fást þá fimm milljarðar inn á sveitarstjórnarstigið til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðs fólks en miðað við að hallinn 2021 yfir landið er um 14 milljarðar þá eru þessir milljarðar hluti af þeirri upphæð. Reykjavíkurborg sinnir mjög umfangsmikilli þjónustu og það er mjög brýnt að ríkið komi með einbeittari hætti inn í þetta mál,“ segir Einar. Í samningnum er kveðið á um að ráðist verði í rekstrarúttektir hjá sveitarfélögunum þar sem skoðað verður hvernig þeim gengur að reka þjónustuna. Einar segist fagna slíkri úttekt. „Ég held það muni einfaldlega styrkja kröfugerð sveitarfélaganna gagnvart ríkinu í þessu.“ En í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna yfirstandandi árs. Af þessari úthlutun fær borgin mest eða tæp 52% en útreikningur á skiptingu framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga á árinu 2021. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Borgarstjórn Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sveitarfélögin hafa ákaft og ítrekað kallað eftir sanngjarnari kostnaðarskiptingu vegna málaflokks fatlaðs fólks eftir að þjónustan var flutt yfir á sveitarstjórnarstigið 2011 en hallinn vegna þjónustunnar nam 14,2 milljörðum á síðasta ári. Í vikunni var samningur undirritaður á milli þriggja ráðuneyta og SÍS sem skilar sveitarstjórnum fimm milljörðum króna á næsta ári. Útfærslan er þannig að útsvarsálagning sveitarfélaga hækkar um 0.22% gegn samsvarandi lækkun tekjuskatts ríkisins. Við þessa tilfærslu fjármuna eykst skattbyrði einstaklinga ekki. Málaflokkurinn er þyngstur allra hjá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs. „Þær tillögur sem birtust í fjárlögum núna rétt fyrir jólin eru mjög gott fyrsta skref og sveitarfélögin hafa núna um allt land verið að hækka útsvarsprósentu sína á sama tíma og ríkið lækkar sínar álögur þannig að þetta kemur út á jöfnu fyrir almenning en það fást þá fimm milljarðar inn á sveitarstjórnarstigið til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðs fólks en miðað við að hallinn 2021 yfir landið er um 14 milljarðar þá eru þessir milljarðar hluti af þeirri upphæð. Reykjavíkurborg sinnir mjög umfangsmikilli þjónustu og það er mjög brýnt að ríkið komi með einbeittari hætti inn í þetta mál,“ segir Einar. Í samningnum er kveðið á um að ráðist verði í rekstrarúttektir hjá sveitarfélögunum þar sem skoðað verður hvernig þeim gengur að reka þjónustuna. Einar segist fagna slíkri úttekt. „Ég held það muni einfaldlega styrkja kröfugerð sveitarfélaganna gagnvart ríkinu í þessu.“ En í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna yfirstandandi árs. Af þessari úthlutun fær borgin mest eða tæp 52% en útreikningur á skiptingu framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga á árinu 2021.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Borgarstjórn Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26
Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34