„Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2022 09:00 Græni drekinn setti mikinn svip á úrslitakeppnina 2012 þegar nýliðar Þórs fóru alla leið í úrslitaeinvígið. S2 Sport Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfubolta vorið 2021 en það var þó ekki í fyrsta sinn sem félagið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í nýju heimildarþáttunum „Hamingjan er hér“ á Stöð 2 Sport þá er farið yfir sögu körfuboltaliðs Þórs frá Þorlákshöfn, frá stofnun árið 1991 og þangað til þeir verða Íslandsmeistarar 2021. Fyrri þátturinn er á dagskránni í kvöld klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport en sá seinni er á dagskránni á Nýársdag. Í þættinum í kvöld er farið yfir ferðalagið að meistaraárinu og þar á meðal yfir fyrsta úrslitaeinvígi félagsins vorið 2012. Benedikt Guðmundsson hafi þá tekið við Þórsliðinu í 1. deildinni, komið liðinu upp í úrvalsdeild og svo alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Benedikt ræðir þennan tíma í þættinum og hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem fjalla um lokaúrslit Þórs og Grindavíkur 2012. „Jú mér fannst vera of mikil fagnaðarlæti eftir að við tryggðum okkur í lokaúrslitin,“ sagði Benedikt þegar hann rifjaði þetta upp en það þóttu stórfréttir að nýliðar væru komnir alla leið í úrslitaeinvígið. „Við förum í úrslitin á móti Grindavík sem kannski eftir þetta varð okkar erkióvinur, sagði Græni Drekinn Heimir Snær Heimisson. Benedikt hafði árin á undan að hann kom í Þorlákshöfn gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum, KR-karlana 2009 og KR-konurnar 2010. „Þegar ég kem hérna þá var ég búinn að vera með Miðjuna sem stuðningsveit í KR og Miðjan var búin að vekja landsathygli. Ég hélt að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei fá aftur. Svo bara á fyrsta ári hérna í Þorlákshöfn þá er önnur eins stuðningssveit hérna, Græni drekinn, sem mætti að ég held bara á alla leiki,“ sagði Benedikt. „Græni drekinn er sambland af ótrúlegum karakterum,“ sagði Heimir Snær. „Svona stuðningur kom okkur í gegnum þetta og var ómetanlegt fyrir þessa ungu leikmenn sem voru í liðinu þá. Kjaftfullt hús á öllum leikjum. Fólk sem hafði aldrei komið inn í íþróttasalinn var farið að mæta,“ sagði Benedikt. „Ég var ekkert að pæla í körfunni en svo fórum við að vinna alla leiki og þá fór Græni drekinn að rísa upp,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson. „Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér,“ sagði Benedikt. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Hamingjan er hér: Úrslitaeinvígið 2012 Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira
Í nýju heimildarþáttunum „Hamingjan er hér“ á Stöð 2 Sport þá er farið yfir sögu körfuboltaliðs Þórs frá Þorlákshöfn, frá stofnun árið 1991 og þangað til þeir verða Íslandsmeistarar 2021. Fyrri þátturinn er á dagskránni í kvöld klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport en sá seinni er á dagskránni á Nýársdag. Í þættinum í kvöld er farið yfir ferðalagið að meistaraárinu og þar á meðal yfir fyrsta úrslitaeinvígi félagsins vorið 2012. Benedikt Guðmundsson hafi þá tekið við Þórsliðinu í 1. deildinni, komið liðinu upp í úrvalsdeild og svo alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Benedikt ræðir þennan tíma í þættinum og hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins sem fjalla um lokaúrslit Þórs og Grindavíkur 2012. „Jú mér fannst vera of mikil fagnaðarlæti eftir að við tryggðum okkur í lokaúrslitin,“ sagði Benedikt þegar hann rifjaði þetta upp en það þóttu stórfréttir að nýliðar væru komnir alla leið í úrslitaeinvígið. „Við förum í úrslitin á móti Grindavík sem kannski eftir þetta varð okkar erkióvinur, sagði Græni Drekinn Heimir Snær Heimisson. Benedikt hafði árin á undan að hann kom í Þorlákshöfn gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum, KR-karlana 2009 og KR-konurnar 2010. „Þegar ég kem hérna þá var ég búinn að vera með Miðjuna sem stuðningsveit í KR og Miðjan var búin að vekja landsathygli. Ég hélt að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei fá aftur. Svo bara á fyrsta ári hérna í Þorlákshöfn þá er önnur eins stuðningssveit hérna, Græni drekinn, sem mætti að ég held bara á alla leiki,“ sagði Benedikt. „Græni drekinn er sambland af ótrúlegum karakterum,“ sagði Heimir Snær. „Svona stuðningur kom okkur í gegnum þetta og var ómetanlegt fyrir þessa ungu leikmenn sem voru í liðinu þá. Kjaftfullt hús á öllum leikjum. Fólk sem hafði aldrei komið inn í íþróttasalinn var farið að mæta,“ sagði Benedikt. „Ég var ekkert að pæla í körfunni en svo fórum við að vinna alla leiki og þá fór Græni drekinn að rísa upp,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson. „Þá fann maður að það eru allir að fylgjast með körfuboltanum hér,“ sagði Benedikt. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Hamingjan er hér: Úrslitaeinvígið 2012
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira